Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. júní 2025 07:04 Heiða Skúladóttir skellti sér á mjög svo einstakan dansleik í Versölum. Aðsend „Þetta var súrrealísk upplifun sem fór langt fram úr öllum væntingum,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, betur þekkt sem Heiða. Hún skellti sér á mjög svo einstakan viðburð í Versölum fyrir utan París nú á dögunum. Heiða er viðskiptafræðingur og mikill lífskúnstner og er fædd árið 1995. Hún er ævintýrakona með meiru sem ákvað að gera eitthvað splunkunýtt þetta sumarið með vinum sínum Magneu Gná Jóhannsdóttur stjórnmálakonu og Árna Svavari Johnsen. Frakkland fer Heiðu sannarlega vel.Aðsend Mættu snemma til að tryggja sér búninga „Við ákváðum þrír vinir að hugsa aðeins út fyrir kassann þetta sumarið og skella okkur á grímuball í Versalahöllinni. Við mættum með viku fyrirvara til að tryggja okkur búninga á leigu og þá viku nýttum við til að njóta lífsins í Bordeaux og heimsækja vínekrur þar í kring, sækja jazzklúbba í París og dansa á bökkum Signu,“ segir Heiða um ævintýraferðina. Árni Svavar, Magnea Gná og Heiða héldu upp á sautjánda júní með vínsmökkun og frönskum stæl.Aðsend Þau fögnuðu svo þjóðhátíðardegi Íslendinga að frönskum sið. „Við héldum upp á 17. júní í Saint-Émilion þar sem við röltum á milli vínekranna sem umvefja litla þorpið.“ Heiða heyrði upphaflega af grímuballinu á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég datt inn á myndbönd frá þessu þar og hugsaði með mér að þetta væri eitthvað sem ég yrði að upplifa. Aðgangur að ballinu krefst grímu og klæðnaðar í Rókokó stíl, en það er ákveðinn sveigjanleiki gefinn í listrænni tjáningu svo búningar margra voru mjög frumlegir og skemmtilegir.“ Ekkert smá glæsilegur hópur!Aðsend Prúðbúnir gestir stigu trylltan dans við EDM tónlist Var þetta án efa ógleymanleg upplifun fyrir þremenningana. „Ballið hófst á því að gestum var gefið tækifæri til að skoða garðana í kringum höllina, þá var spiluð barrokk tónlist í földum hátölurum víða um garðana sem setti stemninguna. Við sólsetur hófst svo flugeldasýning sem markaði upphaf ballsins. Á ballinu sjálfu var spiluð EDM tónlist (electronic dance music) og inni á milli voru danssýningar, listgjörningar og loftfimleikar. Úti var svo hægt að slaka á við varðeld eða litla tjörn eftir allan dansinn. Ballið endaði við sólarupprás á kaffi og croissanti.“ EDM tónlist og glæsilegheit er alvöru kombó!Aðsend Vökudraumur og tímaleysi Heiða segir erfitt að lýsa þessu með orðum. „Þetta var súrrealísk upplifun sem fór langt fram úr öllum væntingum. Það höfðu allir á ballinu lagt sig mikið fram við búningana sína, andrúmsloftið var svo fallegt og allir svo glaðir og miklir vinir. Það var augljóslega ofboðslega mikið lagt í skipulagið á viðburðinum og hvert einasta smáatriði alveg upp á tíu. Maður lifði þessa nótt í hálfgerðum vökudraumi og tímaleysi.“ Þemu gerast vart glæsilegri en þetta og lýsir Heiða þessu sem súrrealískri upplifun.Aðsend Glamúrinn í kringum Versali, 18. öldina og Marie Antoinette hefur alltaf heillað Heiðu. „Og maður er svo aldrei of gamall til að fara í prinsessuleik. Þegar maður hefur áhuga á sögu og menningu þá verður þessi upplifun sérstaklega einstök, þó maður þurfi alls ekki að vera neinn ofur áhugamaður til þess að njóta sín í botn í þessum kringumstæðum.“ View this post on Instagram A post shared by Heiða Skúladóttir (@heidaskula) Dulúð yfir miðasölunni Samkvæmt Heiðu getur hver sem er keypt miða á viðburðinn. „Það er mikil dulúð yfir miðasölunni en hún er tilkynnt á Instagram síðu Versala með sólarhrings fyrirvara og getur hafist hvenær sem er, svo maður þarf að vera á tánum og fylgjast vel með. Miðasalan var í nóvember en svo er mjög vel skipulagður endursölumarkaður, svo það er ekki hundrað í hættunni að ná ekki miða í fyrstu umferð.“ Heiða segir gott fyrir áhugasama að fylgja Versölum á Instagram til að fylgjast með miðasölu fyrir viðburðinn.Aðsend Bordeaux í miklu uppáhaldi Heiða hefur hingað til heimsótt París þrisvar en var í fyrsta skipti í Bordeaux nú á dögunum. „Ég er að vísu búin að tala mikið um að heimsækja franskar vínekrur síðasta áratuginn, svo það var eins gott að gera þetta bara almennilega fyrst maður reið loksins á vaðið. Bordeaux er dásamleg borg og ég held að þær væntingar sem margir hafa til Parísar sé svolítið frekar að finna þar. Þar er töluvert rólegra, sætar smágötur með sjarmerandi verslunum og veitingastöðum, lítil sem engin umferð og töluvert minni mannmergð.“ Heiða var að lifa sínu besta lífi í Bordeaux.Aðsend Þá er erfitt að velja eitthvað eitt sem stendur upp úr frá þessari ferð vinanna. „Ferðin í heild sinni var algjört ævintýri og það voru margar flugur slegnar í einu höggi. Ég held að fólk mikli svolítið fyrir sér svona óvenjulegar ferðir en ef maður gefur sér tíma í smá rannsóknarvinnu þá er lítið mál að skipuleggja sig vel, láta allan pakkann ganga upp og um leið halda kostnaði í lágmarki. Aðalmálið er að hætta að láta sig aðeins dreyma um hlutina og koma þeim í verk. Ég held ég tali svo fyrir hönd hópsins þegar ég segi að þetta sé algjörlega eitthvað til að upplifa aftur. Fólk sem við kynntumst á ballinu var margt að mæta í annað, þriðja, fjórða sinn. Fólkið þarna var á öllum aldri og öll skemmtu sér konunglega,“ segir Heiða skælbrosandi að lokum. Magnea Gná og Heiða segja grímuballið eitthvað sem væri sannarlega gaman að upplifa aftur.Aðsend View this post on Instagram A post shared by Heiða Skúladóttir (@heidaskula) Íslendingar erlendis Menning Tíska og hönnun Frakkland Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Heiða er viðskiptafræðingur og mikill lífskúnstner og er fædd árið 1995. Hún er ævintýrakona með meiru sem ákvað að gera eitthvað splunkunýtt þetta sumarið með vinum sínum Magneu Gná Jóhannsdóttur stjórnmálakonu og Árna Svavari Johnsen. Frakkland fer Heiðu sannarlega vel.Aðsend Mættu snemma til að tryggja sér búninga „Við ákváðum þrír vinir að hugsa aðeins út fyrir kassann þetta sumarið og skella okkur á grímuball í Versalahöllinni. Við mættum með viku fyrirvara til að tryggja okkur búninga á leigu og þá viku nýttum við til að njóta lífsins í Bordeaux og heimsækja vínekrur þar í kring, sækja jazzklúbba í París og dansa á bökkum Signu,“ segir Heiða um ævintýraferðina. Árni Svavar, Magnea Gná og Heiða héldu upp á sautjánda júní með vínsmökkun og frönskum stæl.Aðsend Þau fögnuðu svo þjóðhátíðardegi Íslendinga að frönskum sið. „Við héldum upp á 17. júní í Saint-Émilion þar sem við röltum á milli vínekranna sem umvefja litla þorpið.“ Heiða heyrði upphaflega af grímuballinu á samfélagsmiðlinum TikTok. „Ég datt inn á myndbönd frá þessu þar og hugsaði með mér að þetta væri eitthvað sem ég yrði að upplifa. Aðgangur að ballinu krefst grímu og klæðnaðar í Rókokó stíl, en það er ákveðinn sveigjanleiki gefinn í listrænni tjáningu svo búningar margra voru mjög frumlegir og skemmtilegir.“ Ekkert smá glæsilegur hópur!Aðsend Prúðbúnir gestir stigu trylltan dans við EDM tónlist Var þetta án efa ógleymanleg upplifun fyrir þremenningana. „Ballið hófst á því að gestum var gefið tækifæri til að skoða garðana í kringum höllina, þá var spiluð barrokk tónlist í földum hátölurum víða um garðana sem setti stemninguna. Við sólsetur hófst svo flugeldasýning sem markaði upphaf ballsins. Á ballinu sjálfu var spiluð EDM tónlist (electronic dance music) og inni á milli voru danssýningar, listgjörningar og loftfimleikar. Úti var svo hægt að slaka á við varðeld eða litla tjörn eftir allan dansinn. Ballið endaði við sólarupprás á kaffi og croissanti.“ EDM tónlist og glæsilegheit er alvöru kombó!Aðsend Vökudraumur og tímaleysi Heiða segir erfitt að lýsa þessu með orðum. „Þetta var súrrealísk upplifun sem fór langt fram úr öllum væntingum. Það höfðu allir á ballinu lagt sig mikið fram við búningana sína, andrúmsloftið var svo fallegt og allir svo glaðir og miklir vinir. Það var augljóslega ofboðslega mikið lagt í skipulagið á viðburðinum og hvert einasta smáatriði alveg upp á tíu. Maður lifði þessa nótt í hálfgerðum vökudraumi og tímaleysi.“ Þemu gerast vart glæsilegri en þetta og lýsir Heiða þessu sem súrrealískri upplifun.Aðsend Glamúrinn í kringum Versali, 18. öldina og Marie Antoinette hefur alltaf heillað Heiðu. „Og maður er svo aldrei of gamall til að fara í prinsessuleik. Þegar maður hefur áhuga á sögu og menningu þá verður þessi upplifun sérstaklega einstök, þó maður þurfi alls ekki að vera neinn ofur áhugamaður til þess að njóta sín í botn í þessum kringumstæðum.“ View this post on Instagram A post shared by Heiða Skúladóttir (@heidaskula) Dulúð yfir miðasölunni Samkvæmt Heiðu getur hver sem er keypt miða á viðburðinn. „Það er mikil dulúð yfir miðasölunni en hún er tilkynnt á Instagram síðu Versala með sólarhrings fyrirvara og getur hafist hvenær sem er, svo maður þarf að vera á tánum og fylgjast vel með. Miðasalan var í nóvember en svo er mjög vel skipulagður endursölumarkaður, svo það er ekki hundrað í hættunni að ná ekki miða í fyrstu umferð.“ Heiða segir gott fyrir áhugasama að fylgja Versölum á Instagram til að fylgjast með miðasölu fyrir viðburðinn.Aðsend Bordeaux í miklu uppáhaldi Heiða hefur hingað til heimsótt París þrisvar en var í fyrsta skipti í Bordeaux nú á dögunum. „Ég er að vísu búin að tala mikið um að heimsækja franskar vínekrur síðasta áratuginn, svo það var eins gott að gera þetta bara almennilega fyrst maður reið loksins á vaðið. Bordeaux er dásamleg borg og ég held að þær væntingar sem margir hafa til Parísar sé svolítið frekar að finna þar. Þar er töluvert rólegra, sætar smágötur með sjarmerandi verslunum og veitingastöðum, lítil sem engin umferð og töluvert minni mannmergð.“ Heiða var að lifa sínu besta lífi í Bordeaux.Aðsend Þá er erfitt að velja eitthvað eitt sem stendur upp úr frá þessari ferð vinanna. „Ferðin í heild sinni var algjört ævintýri og það voru margar flugur slegnar í einu höggi. Ég held að fólk mikli svolítið fyrir sér svona óvenjulegar ferðir en ef maður gefur sér tíma í smá rannsóknarvinnu þá er lítið mál að skipuleggja sig vel, láta allan pakkann ganga upp og um leið halda kostnaði í lágmarki. Aðalmálið er að hætta að láta sig aðeins dreyma um hlutina og koma þeim í verk. Ég held ég tali svo fyrir hönd hópsins þegar ég segi að þetta sé algjörlega eitthvað til að upplifa aftur. Fólk sem við kynntumst á ballinu var margt að mæta í annað, þriðja, fjórða sinn. Fólkið þarna var á öllum aldri og öll skemmtu sér konunglega,“ segir Heiða skælbrosandi að lokum. Magnea Gná og Heiða segja grímuballið eitthvað sem væri sannarlega gaman að upplifa aftur.Aðsend View this post on Instagram A post shared by Heiða Skúladóttir (@heidaskula)
Íslendingar erlendis Menning Tíska og hönnun Frakkland Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira