Óbreyttir borgarar féllu í árásum Rússa á úkraínskar borgir Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2025 12:22 Rússneskur hermaður hleður fallbyssu og býr sig undir að skjóta á Úkraínumenn á ónefndum stað í Úkraínu. Rússneska varnarmálaráðuneytið birti myndina í dag. AP/varnarmálaráðuneyti Rússlands Að minnsta kosti sextán óbreyttir borgarar eru sagðir hafa látist og hátt í hundrað til viðbótar særst í árásum Rússa á úkraínskar borgir síðasta sólarhringinn. Forseti Úkraínu freistar þess að fá bandamenn landsins til þess að veita því frekari hernaðaraðstoð á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í dag. Rússar beittu drónum, eldflaugum og stórskotaliði á íbúðahverfi í úkraínskum borgum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir hafa ekki hikað við slíkt í innrásarstríði sínu sem hefur nú geisað í vel á fjórða ár. Sjö manns eru sagðir hafa fallið í Dnípro og um sjötíu særst þegar rússneskar skotflaugar hæfðu nokkur borgaraleg skotmörk þar um miðjan dag að staðartíma. Í bænum Samar í nágrenni Dnípro féllu tveir og níu særðust samkvæmt sveitarstjóra þar. Borys Filatov, borgarstjóri Dnípro, segir að nítján skólar, tíu leikskólar, verknámsskóli, tónlistarskóli og félagsmálastofnun hafi orðið fyrir skemmdum í árásunum. Þá sprungu rúður í farþegalest við sprengingarnar. Þá féllu fjórir og fleiri særðust þegar rússneskum sprengjum rigndi yfir Kherson-hérað í sunnanverðri Úkraínu, að sögn yfirmanns herstjórnar Úkraínumanna þar. Í gær féllu þrír óbreyttir borgarar, þar á meðal fimm ára drengur í drónaárás Rússa á Súmyhérað í norðausturhluta landsins. Tólf ára drengur og sautján ára gömul stúlka særðust einnig að sögn embættismanna þar. Reynir að tryggja Úkraínu frekari aðstoð á leiðtogafundi Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, verður viðstaddur leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í Hollandi í dag. Þar er hann sagður ætla að reyna að fá bandalagsríki Úkraínu til þess að skuldbinda sig til þess að veita landinu frekari stuðning í að hrinda innrás Rússa. Selenskíj Úkraínuforseti (t.v.) ræðir við Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, í aðdraganda leiðtogafundar NATO sem fer fram í Haag í dag.AP/Markus Schreiber Óljóst er hvort að Bandaríkjastjórn, sem hefur veitt mestan stuðning til þessa, muni halda því áfram undir stjórn repúblikana. Hernaðaraðstoð sem var samþykkt í tíð Joes Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er sögð renna út á allra næstu mánuðum. Útsendarar Bandaríkjastjórnar hafa ítrekað tekið upp málstað Rússa um stríðið Úkraínu á undanförnum vikum og mánuði. Þá er núverandi Bandaríkjaforseti talinn hafa áhuga á að segja skilið við Atlantshafsbandalagið. Sérfræðingar telja að helsta markmið evrópskra leiðtoga á fundinum í dag sé að friðþægja forsetann með fyrirheitum um aukin útgjöld til varnarmála í þeirri von að það fái hann til þess að draga Bandaríkin ekki út úr bandalaginu. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tengdar fréttir „Gríðarstór“ árás á höfuðborgina Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri. 23. júní 2025 06:30 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Rússar beittu drónum, eldflaugum og stórskotaliði á íbúðahverfi í úkraínskum borgum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þeir hafa ekki hikað við slíkt í innrásarstríði sínu sem hefur nú geisað í vel á fjórða ár. Sjö manns eru sagðir hafa fallið í Dnípro og um sjötíu særst þegar rússneskar skotflaugar hæfðu nokkur borgaraleg skotmörk þar um miðjan dag að staðartíma. Í bænum Samar í nágrenni Dnípro féllu tveir og níu særðust samkvæmt sveitarstjóra þar. Borys Filatov, borgarstjóri Dnípro, segir að nítján skólar, tíu leikskólar, verknámsskóli, tónlistarskóli og félagsmálastofnun hafi orðið fyrir skemmdum í árásunum. Þá sprungu rúður í farþegalest við sprengingarnar. Þá féllu fjórir og fleiri særðust þegar rússneskum sprengjum rigndi yfir Kherson-hérað í sunnanverðri Úkraínu, að sögn yfirmanns herstjórnar Úkraínumanna þar. Í gær féllu þrír óbreyttir borgarar, þar á meðal fimm ára drengur í drónaárás Rússa á Súmyhérað í norðausturhluta landsins. Tólf ára drengur og sautján ára gömul stúlka særðust einnig að sögn embættismanna þar. Reynir að tryggja Úkraínu frekari aðstoð á leiðtogafundi Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, verður viðstaddur leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í Hollandi í dag. Þar er hann sagður ætla að reyna að fá bandalagsríki Úkraínu til þess að skuldbinda sig til þess að veita landinu frekari stuðning í að hrinda innrás Rússa. Selenskíj Úkraínuforseti (t.v.) ræðir við Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, í aðdraganda leiðtogafundar NATO sem fer fram í Haag í dag.AP/Markus Schreiber Óljóst er hvort að Bandaríkjastjórn, sem hefur veitt mestan stuðning til þessa, muni halda því áfram undir stjórn repúblikana. Hernaðaraðstoð sem var samþykkt í tíð Joes Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er sögð renna út á allra næstu mánuðum. Útsendarar Bandaríkjastjórnar hafa ítrekað tekið upp málstað Rússa um stríðið Úkraínu á undanförnum vikum og mánuði. Þá er núverandi Bandaríkjaforseti talinn hafa áhuga á að segja skilið við Atlantshafsbandalagið. Sérfræðingar telja að helsta markmið evrópskra leiðtoga á fundinum í dag sé að friðþægja forsetann með fyrirheitum um aukin útgjöld til varnarmála í þeirri von að það fái hann til þess að draga Bandaríkin ekki út úr bandalaginu.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tengdar fréttir „Gríðarstór“ árás á höfuðborgina Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri. 23. júní 2025 06:30 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Gríðarstór“ árás á höfuðborgina Að minnsta kosti fjórir létust í árásum Rússa á Kænugarð og nágrenni borgarinnar í nótt. Þrettán eru særðir en árásinni er lýst sem gríðarstórri. 23. júní 2025 06:30
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“