Klerkaveldi, trú og stjórnmál Sigurður Árni Þórðarson skrifar 24. júní 2025 11:00 Ég var að bíða eftir lyftunni uppi í turni Hallgrímskirkju. Við hlið mér var bandarísk fjölskylda og við ræddum saman á leiðinni niður og kvöddumst svo við kirkjudyr. Svo hélt ég áfram að styttu Leifs heppna. Ameríski pabbinn hljóp á eftir mér og spurði hvort hann mætti trufla mig: „Heyrðu, ertu prestur?“ Ég var hissa og spurði á móti: „Af hverju heldur þú það, sástu geislabauginn?“ Washingtonkarlinn hló og svaraði að bragði og með blik í augum: „Þú varst svo vinsamlegur við okkur áðan í lyftunni!“ Hann bætti við hann langaði til að spyrja mig einnar spurningar. Hann sagðist vera hugsi yfir auknu trúræði í MAGA-hreyfingu Donald Trump og áherslu margra bókstafstrúarmanna vestan hafs, að trú ætti að stjórna meiru í pólitíkinni. Hann langaði því til að spyrja hvaða skoðun ég hefði sem prestur á tengslum trúar og stjórnmála. Ég svaraði honum að ég hefði einfalda afstöðu í þeim efnum. Við ættum að halda trú og stjórnmálum aðgreindum. Ef þeim væri blandað saman myndu annað hvort stjórnmálin eyðileggja trúna eða trúin stjórnmálin. „Takk, fyrir,“ sagði hann. „Við erum algerlega sammála.“ Þetta samtal fléttaðist inn í heimsmálin og ég fann fyrir bombunum sem sprungu í Kiyv, Gaza, Íran, Sýrlandi, Tyrklandi, Ísrael, Grikklandi, Nígeríu og Indlandi. Hvað með klerkastjórnina í Íran? Af hverju er trú svona herfilega misnotuð víða? Af hverju er pólitíkin svona lemstruð af trúræði í hinum íslamska heimi? Ég lærði hugmyndasögu á sínum tíma og varð aðdáandi upplýsingatímans í Evrópu á 18. og 19. öld. Kant og fleiri skoðuðu mörk þekkingar og þar með trúar og vísinda. Áherslan var á rökræna hugsun og skilgreindar aðferðir vísinda. Hefðir og stofnanir voru gagnrýndar og kirkjustofnanir einnig. Guðfræði á Vesturlöndum breyttist mikið og klerkaveldi var aflétt. Mannréttindi voru skilgreind og trúarstofnanir greindar frá ríkisvaldi. Upplýsingatíminn leiddi líka til tækniþróunar og skilvirkra fræða akademíunnar. Öflugir hugsuðir upplýsingarinnar eru lán okkar Vesturlandamanna. Þeir þorðu að greina mörk, setja mörk og höfðu mjög víðtæk áhrif á þróun samfélaga, háskóla og menningar samtímans. En slíkt upplýsingarskeið vantar í hinum íslamska heimi. Aðgreiningu átrúnaðar og stjórnmála skortir og þar með djúpskilning á mörkum þekkingar og hlutverki trúar í lífi fólks. Múslimaklerkarnir telja sig því eiga að ráða og seilast til valda. Vissulega urðu til vakningar í löndum og héruðum múslima en þau voru staðbundin og náðu ekki að breyta íslamskri hugsun. 19. aldar vakningin í Egyptalandi og Líbanon var undir frönskum áhrifum og var beint gegn bókstafshyggju, miðaði að aukinni rökvísi og líka auknum kvenréttindum. Á tuttugustu öld var víða reynt að greina milli klerkastjórnar og almennra stjórnmála, t.d. í Tyrklandi Atatürk, Íran fyrir byltinguna 1979, Egyptalandi, Túnis og Indónesíu. En það voru fremur gárur á yfirborði en ekki á dýptina. Nýlenduveldi Evrópu spilltu þróuninni með því að innlima íslamska menningu í ramma eigin framfara. Togstreitan hefur haldist milli bókstafstrúandi rétttrúnaðarsinna og frjálslyndra sjónarmiða. Sums staðar hefur frjálslyndið náð flugi en menning er seig og hefðirnar slíta af sér það sem er utanaðkomandi. Upplýsingin kom ekki innan frá heldur var utanaðkomandi og rann því ekki í merg og bein fólks. Okkur í hinum vestræna heimi er mikilvægt að skilja mun menningar austurs og vesturs, hins kristna heims vestursins og Islam. Til að menning breytist þarf að rýna í dýptir. Gamaldags réttrúnaður hefðanna hefur ekki enn fengið eldskírn gagnrýnandi greiningar. Þekkingu hafa ekki verið sett þau mörk sem nauðsynleg er til að venjulegt fólk, konur, karlar og börn, sé frjálst að hugsa upphátt við eldhúsborðið heima og ræða svo mál fjölskyldusamtalsins á torgum og í deiglu samfélagsins. Því skiptir ekki öllu máli í Íran hvort Khameni verði settur af eða klerkastjórn verði velt úr sessi. Íslamska upplýsingu vantar í Íran. Svo þyrftum við í vestrinu að virða og skilja menningarmuninum. Við sprengjum hann ekki burt með stórum bombum. Niðurstaða mín er einföld. Trú og stjórnmálum á ekki að blanda saman - hvort sem það er í klerkaveldi meðal þjóða múslima eða í trumphægrinu í Ameríku. Trú og stjórnmál lifa best og þjóna fólki best í gagnvirku gagnrýnissamtali. Viskuarfur upplýsingatímans bannar okkur að blanda saman trú og pólitík og hvetur til að þessar mikilvægu víddir og stofnanir lifi saman í heilsusamlegri spennu og gagnrýni. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég var að bíða eftir lyftunni uppi í turni Hallgrímskirkju. Við hlið mér var bandarísk fjölskylda og við ræddum saman á leiðinni niður og kvöddumst svo við kirkjudyr. Svo hélt ég áfram að styttu Leifs heppna. Ameríski pabbinn hljóp á eftir mér og spurði hvort hann mætti trufla mig: „Heyrðu, ertu prestur?“ Ég var hissa og spurði á móti: „Af hverju heldur þú það, sástu geislabauginn?“ Washingtonkarlinn hló og svaraði að bragði og með blik í augum: „Þú varst svo vinsamlegur við okkur áðan í lyftunni!“ Hann bætti við hann langaði til að spyrja mig einnar spurningar. Hann sagðist vera hugsi yfir auknu trúræði í MAGA-hreyfingu Donald Trump og áherslu margra bókstafstrúarmanna vestan hafs, að trú ætti að stjórna meiru í pólitíkinni. Hann langaði því til að spyrja hvaða skoðun ég hefði sem prestur á tengslum trúar og stjórnmála. Ég svaraði honum að ég hefði einfalda afstöðu í þeim efnum. Við ættum að halda trú og stjórnmálum aðgreindum. Ef þeim væri blandað saman myndu annað hvort stjórnmálin eyðileggja trúna eða trúin stjórnmálin. „Takk, fyrir,“ sagði hann. „Við erum algerlega sammála.“ Þetta samtal fléttaðist inn í heimsmálin og ég fann fyrir bombunum sem sprungu í Kiyv, Gaza, Íran, Sýrlandi, Tyrklandi, Ísrael, Grikklandi, Nígeríu og Indlandi. Hvað með klerkastjórnina í Íran? Af hverju er trú svona herfilega misnotuð víða? Af hverju er pólitíkin svona lemstruð af trúræði í hinum íslamska heimi? Ég lærði hugmyndasögu á sínum tíma og varð aðdáandi upplýsingatímans í Evrópu á 18. og 19. öld. Kant og fleiri skoðuðu mörk þekkingar og þar með trúar og vísinda. Áherslan var á rökræna hugsun og skilgreindar aðferðir vísinda. Hefðir og stofnanir voru gagnrýndar og kirkjustofnanir einnig. Guðfræði á Vesturlöndum breyttist mikið og klerkaveldi var aflétt. Mannréttindi voru skilgreind og trúarstofnanir greindar frá ríkisvaldi. Upplýsingatíminn leiddi líka til tækniþróunar og skilvirkra fræða akademíunnar. Öflugir hugsuðir upplýsingarinnar eru lán okkar Vesturlandamanna. Þeir þorðu að greina mörk, setja mörk og höfðu mjög víðtæk áhrif á þróun samfélaga, háskóla og menningar samtímans. En slíkt upplýsingarskeið vantar í hinum íslamska heimi. Aðgreiningu átrúnaðar og stjórnmála skortir og þar með djúpskilning á mörkum þekkingar og hlutverki trúar í lífi fólks. Múslimaklerkarnir telja sig því eiga að ráða og seilast til valda. Vissulega urðu til vakningar í löndum og héruðum múslima en þau voru staðbundin og náðu ekki að breyta íslamskri hugsun. 19. aldar vakningin í Egyptalandi og Líbanon var undir frönskum áhrifum og var beint gegn bókstafshyggju, miðaði að aukinni rökvísi og líka auknum kvenréttindum. Á tuttugustu öld var víða reynt að greina milli klerkastjórnar og almennra stjórnmála, t.d. í Tyrklandi Atatürk, Íran fyrir byltinguna 1979, Egyptalandi, Túnis og Indónesíu. En það voru fremur gárur á yfirborði en ekki á dýptina. Nýlenduveldi Evrópu spilltu þróuninni með því að innlima íslamska menningu í ramma eigin framfara. Togstreitan hefur haldist milli bókstafstrúandi rétttrúnaðarsinna og frjálslyndra sjónarmiða. Sums staðar hefur frjálslyndið náð flugi en menning er seig og hefðirnar slíta af sér það sem er utanaðkomandi. Upplýsingin kom ekki innan frá heldur var utanaðkomandi og rann því ekki í merg og bein fólks. Okkur í hinum vestræna heimi er mikilvægt að skilja mun menningar austurs og vesturs, hins kristna heims vestursins og Islam. Til að menning breytist þarf að rýna í dýptir. Gamaldags réttrúnaður hefðanna hefur ekki enn fengið eldskírn gagnrýnandi greiningar. Þekkingu hafa ekki verið sett þau mörk sem nauðsynleg er til að venjulegt fólk, konur, karlar og börn, sé frjálst að hugsa upphátt við eldhúsborðið heima og ræða svo mál fjölskyldusamtalsins á torgum og í deiglu samfélagsins. Því skiptir ekki öllu máli í Íran hvort Khameni verði settur af eða klerkastjórn verði velt úr sessi. Íslamska upplýsingu vantar í Íran. Svo þyrftum við í vestrinu að virða og skilja menningarmuninum. Við sprengjum hann ekki burt með stórum bombum. Niðurstaða mín er einföld. Trú og stjórnmálum á ekki að blanda saman - hvort sem það er í klerkaveldi meðal þjóða múslima eða í trumphægrinu í Ameríku. Trú og stjórnmál lifa best og þjóna fólki best í gagnvirku gagnrýnissamtali. Viskuarfur upplýsingatímans bannar okkur að blanda saman trú og pólitík og hvetur til að þessar mikilvægu víddir og stofnanir lifi saman í heilsusamlegri spennu og gagnrýni. Höfundur er prestur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar