Breytingar á lögum um sjúkratryggingar mismuni eftir efnahagsstöðu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júní 2025 08:06 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Læknafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar. Stjórn félagsins segir að þar sem greiðsluþátttöku í erlendri heilbrigðisþjónustu sé forgangsraðað yfir einkarekna heilbrigðisþjónustu hérlendis sé verið að mismuna sjúklingum eftir efnahagi þeirra. Í frumvarpi Ölmu Möller til breytinga á lögum segir að ef einstaklingur hafi ekki kost á meðferð hérlendis innan ákveðinna tímamarka megi hann leita til Sjúkratrygginga Íslands fyrir greiðsluþátttöku í meðferð í öðru aðildarríki EES-samningsins. Læknafélag Íslands (LÍ) segir það alvarlegt að ekki standi til boða að leita til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hérlendis ef biðtími í opinbera heilbrigðiskerfinu sé of langur. Upp geti komið mál þar sem biðtími opinbera heilbrigðiskerfisins sé of langur en sjúklingar eigi samt sem áður kost á meðferð hérlendis. „LÍ telur það mjög alvarlegt mál að ekki skuli í þessu ákvæði opnað fyrir það að þegar sjúklingur hefur beðið lengur en talið er forsvaranlegt eftir meðferð í hinu opinbera kerfi eigi hann rétt á aðgangi að meðferð í einkarekinni starfsemi lækna og þá greiði Sjúkratryggingar fyrir kostnaðinn, líkt og gert er ef sjúklingurinn kýs að leita til útlanda,“ segir í umsögn LÍ. Í umsögninni sem undirrituð er af Steinunni Þórðardóttur, formanni LÍ, sakar stjórn félagsins stjórnvöld um að „notfæra sér það að fjölmargir sjúkratryggðir í þessari stöðu veigra sér við að leita sér lækninga á EES-svæðinu.“ Sjúklingar leiti frekar til lækna sem starfa einkageiranum og greiði sjálfir fullt verð fyrir meðferðina. „Þetta er hins vegar ekki úrræði sem er á færi allra sjúkratryggða og niðurstaðan er misrétti.“ Gefa lítið fyrir rök ráðuneytisins Í umsögninni segir einnig að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafi sjálf talað fyrir því að þeir sem hafi öðlast rétt til að sækja heilbrigðisþjónustu í EES-ríkjunum hafi einnig þann valkost að nýta sér þjónustu sem standi til boða hérlendis með fullri greiðsluþátttöku. „Það skýtur skökku við þegar utanríkisráðherra er í stöðu til að ýta loksins í gegn áralöngu baráttumáli skuli það ekki gert.“ Stjórn Læknafélagsins segist einnig gefa lítið fyrir rök heilbrigðisráðuneytisins um að skyldi heilbrigðisþjónustan standa til boði hér á landi myndi það gera ráðuneytinu erfitt að halda útgjöldum heilbrigðisþjónustu innan fjárlaga. Breytingin sem LÍ leggur til myndi einnig rýra möguleika til markvissrar forgangsröðunar þjónustu. „Hér lítur heilbrigðisráðuneytið framhjá þeirri augljósu staðreynd að almannatryggingareglur Evrópusambandsins sem Ísland varð að lögfesta hér á landi við staðfestingu EES-samningsins gefa sjúkratryggðum þegar þennan rétt - en þá til útlanda. Íslensk stjórnvöld hafa enga möguleika á því að halda innan neinna ramma útgjöldum heilbrigðisþjónustu vegna læknismeðferðar erlendis þegar bið er orðin of löng hér á landi,“ skrifar stjórn LÍ. „Sjúkratryggðir eiga réttinn á og fyrir meðferðina verður að borga.“ LÍ skorar á Alþingi að breyta frumvarpinu og tryggja jafna stöðu allra sjúkratryggða í landinu. „Annað er að mati LÍ gróft brot á jafnræðisreglu og mismunar sjúkratryggðum herfilega eftir efnahag.“ Umsögn LÍ má lesa hér. Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Í frumvarpi Ölmu Möller til breytinga á lögum segir að ef einstaklingur hafi ekki kost á meðferð hérlendis innan ákveðinna tímamarka megi hann leita til Sjúkratrygginga Íslands fyrir greiðsluþátttöku í meðferð í öðru aðildarríki EES-samningsins. Læknafélag Íslands (LÍ) segir það alvarlegt að ekki standi til boða að leita til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hérlendis ef biðtími í opinbera heilbrigðiskerfinu sé of langur. Upp geti komið mál þar sem biðtími opinbera heilbrigðiskerfisins sé of langur en sjúklingar eigi samt sem áður kost á meðferð hérlendis. „LÍ telur það mjög alvarlegt mál að ekki skuli í þessu ákvæði opnað fyrir það að þegar sjúklingur hefur beðið lengur en talið er forsvaranlegt eftir meðferð í hinu opinbera kerfi eigi hann rétt á aðgangi að meðferð í einkarekinni starfsemi lækna og þá greiði Sjúkratryggingar fyrir kostnaðinn, líkt og gert er ef sjúklingurinn kýs að leita til útlanda,“ segir í umsögn LÍ. Í umsögninni sem undirrituð er af Steinunni Þórðardóttur, formanni LÍ, sakar stjórn félagsins stjórnvöld um að „notfæra sér það að fjölmargir sjúkratryggðir í þessari stöðu veigra sér við að leita sér lækninga á EES-svæðinu.“ Sjúklingar leiti frekar til lækna sem starfa einkageiranum og greiði sjálfir fullt verð fyrir meðferðina. „Þetta er hins vegar ekki úrræði sem er á færi allra sjúkratryggða og niðurstaðan er misrétti.“ Gefa lítið fyrir rök ráðuneytisins Í umsögninni segir einnig að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafi sjálf talað fyrir því að þeir sem hafi öðlast rétt til að sækja heilbrigðisþjónustu í EES-ríkjunum hafi einnig þann valkost að nýta sér þjónustu sem standi til boða hérlendis með fullri greiðsluþátttöku. „Það skýtur skökku við þegar utanríkisráðherra er í stöðu til að ýta loksins í gegn áralöngu baráttumáli skuli það ekki gert.“ Stjórn Læknafélagsins segist einnig gefa lítið fyrir rök heilbrigðisráðuneytisins um að skyldi heilbrigðisþjónustan standa til boði hér á landi myndi það gera ráðuneytinu erfitt að halda útgjöldum heilbrigðisþjónustu innan fjárlaga. Breytingin sem LÍ leggur til myndi einnig rýra möguleika til markvissrar forgangsröðunar þjónustu. „Hér lítur heilbrigðisráðuneytið framhjá þeirri augljósu staðreynd að almannatryggingareglur Evrópusambandsins sem Ísland varð að lögfesta hér á landi við staðfestingu EES-samningsins gefa sjúkratryggðum þegar þennan rétt - en þá til útlanda. Íslensk stjórnvöld hafa enga möguleika á því að halda innan neinna ramma útgjöldum heilbrigðisþjónustu vegna læknismeðferðar erlendis þegar bið er orðin of löng hér á landi,“ skrifar stjórn LÍ. „Sjúkratryggðir eiga réttinn á og fyrir meðferðina verður að borga.“ LÍ skorar á Alþingi að breyta frumvarpinu og tryggja jafna stöðu allra sjúkratryggða í landinu. „Annað er að mati LÍ gróft brot á jafnræðisreglu og mismunar sjúkratryggðum herfilega eftir efnahag.“ Umsögn LÍ má lesa hér.
Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira