Telja einhvern hér á landi búa yfir vitneskju um hvað kom fyrir Jón Þröst Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júní 2025 20:23 Alan Brady og Eiríkur Valberg vinna að rannsókn málsins. Vísir/Sigurjón Fimm írskir lögreglumenn eru staddir hér á landi til að taka skýrslur af fjörtíu og fimm einstaklingum í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Vonir standa til að vísbendingar berist sem gætu nýst við að upplýsa málið. Í dag hófust skýrslutökur í tengslum við rannsóknina á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fimm írskir lögreglumenn eru komnir hingað til lands vegna skýrslutakanna en ásamt þeim vinnur tíu manna hópur frá íslensku lögreglunni að málinu. „Við erum að vonast til að finna frekari upplýsingar og vísbendingar sem gætu nýst við rannsókn málsins. Það er ómögulegt að segja fyrirfram hvað mun koma úr þessu en við erum að vonast til að finna einhverjar frekari upplýsingar sem gætu nýst við að upplýsa málið,“ sagði Eiríkur Valberg, fulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar. Allar skýrslutökur verða undir stjórn íslensku lögreglunnar en írskir lögreglumenn verða viðstaddir og fá tækifæri til að spyrja sinna spurninga. Í frétt The Irish Times í síðustu viku kom fram tilgáta að Jón Þröstur hefði verið myrtur fyrir mistök af launmorðingja sem ráðinn hafi verið til að myrða annan íslenskan mann sem staddur var í Dublin á sama tíma. „Ég get ekki farið út í einstaka tilgátur en ég get þó sagt að það hefur í raun ekkert verið útilokað ennþá. Þannig að í raun og veru er allt möguleiki.“ Nöfn þeirra sem boðaðir eru til skýrslutöku eru að megninu komin frá írsku lögreglunni. Fleiri nöfn hafa þó bæst við eftir ábendingar frá íslensku lögreglunni og hefur fjölgað í hópnum sem upphaflega var boðaður. Stefnt er á að taka skýrslu af fjörtíu og fimm manns í vikunni. Allan Brady hjá írsku lögreglunni er staddur hér á landi í tengslum við málið. Hann er bjartsýnn á að skýrslutökurnar skili árangri. „Við höfum fengið vissar upplýsingar sem við höfum fylgt eftir. Við erum hér til að athuga hvort við getum fengið upplýsingar í samfélaginu hér. Því við teljum að einhverjir hérna kunni að hafa vitneskju um hvað kom fyrir Jón,“ sagði Brady í viðtali í morgun. Lögreglan ítrekaði þá ósk að allir þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar stigi fram. Hægt er að koma með ábendingar í síma 444-1000 eða með því að senda póst á abending@lrh.is Leitin að Jóni Þresti Írland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Í dag hófust skýrslutökur í tengslum við rannsóknina á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar. Fimm írskir lögreglumenn eru komnir hingað til lands vegna skýrslutakanna en ásamt þeim vinnur tíu manna hópur frá íslensku lögreglunni að málinu. „Við erum að vonast til að finna frekari upplýsingar og vísbendingar sem gætu nýst við rannsókn málsins. Það er ómögulegt að segja fyrirfram hvað mun koma úr þessu en við erum að vonast til að finna einhverjar frekari upplýsingar sem gætu nýst við að upplýsa málið,“ sagði Eiríkur Valberg, fulltrúi hjá miðlægri deild lögreglunnar. Allar skýrslutökur verða undir stjórn íslensku lögreglunnar en írskir lögreglumenn verða viðstaddir og fá tækifæri til að spyrja sinna spurninga. Í frétt The Irish Times í síðustu viku kom fram tilgáta að Jón Þröstur hefði verið myrtur fyrir mistök af launmorðingja sem ráðinn hafi verið til að myrða annan íslenskan mann sem staddur var í Dublin á sama tíma. „Ég get ekki farið út í einstaka tilgátur en ég get þó sagt að það hefur í raun ekkert verið útilokað ennþá. Þannig að í raun og veru er allt möguleiki.“ Nöfn þeirra sem boðaðir eru til skýrslutöku eru að megninu komin frá írsku lögreglunni. Fleiri nöfn hafa þó bæst við eftir ábendingar frá íslensku lögreglunni og hefur fjölgað í hópnum sem upphaflega var boðaður. Stefnt er á að taka skýrslu af fjörtíu og fimm manns í vikunni. Allan Brady hjá írsku lögreglunni er staddur hér á landi í tengslum við málið. Hann er bjartsýnn á að skýrslutökurnar skili árangri. „Við höfum fengið vissar upplýsingar sem við höfum fylgt eftir. Við erum hér til að athuga hvort við getum fengið upplýsingar í samfélaginu hér. Því við teljum að einhverjir hérna kunni að hafa vitneskju um hvað kom fyrir Jón,“ sagði Brady í viðtali í morgun. Lögreglan ítrekaði þá ósk að allir þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar stigi fram. Hægt er að koma með ábendingar í síma 444-1000 eða með því að senda póst á abending@lrh.is
Leitin að Jóni Þresti Írland Lögreglumál Erlend sakamál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira