Réttlæti byggir ekki á rangfærslum – svar við málflutningi þingflokksformanns Samfylkingar um veiðigjaldafrumvarpið Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 23. júní 2025 15:02 Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins reynir að réttlæta veiðigjaldafrumvarp sitt með hálfkveðnum vísum, úreltri tölfræði og pólitískum gaslýsingum. Nú þegar þriðja vikan af umræðum stendur yfir á Alþingi, virðist ríkisstjórnin ekki hika við að mála útgerðina sem óvin þjóðarinnar – og það með tölum sem standast ekki skoðun. Í nýlegri grein þingflokksformanns Samfylkingarnar er því haldið fram að frumvarpið leiðrétti veiðigjöld þannig að þau endurspegli raunverulegt markaðsverð í stað þess sem útgerðin „hafi sjálf áhrif á“. Þetta er villandi og óheiðarleg framsetning. Verðmyndun í sjávarútvegi á sér stað á alþjóðlegum mörkuðum, undir eftirliti og samkvæmt reglum sem tryggja gagnsæi. Að halda því fram að útgerðin „stilli“ verð til að komast hjá greiðslu veiðigjalda er einfaldlega rangt – og ómaklegt. Þá er fullyrt að þjóðin eigi að fá 33% af hagnaði greinarinnar. En hver er þessi „33% regla“? Hún er ekki til í lögum. Þetta er tilbúin tala sem ríkisstjórnin hefur tekið sér í munn til að réttlæta skattaálögur sem í reynd jafngilda allt að 80% tekjuskatts á greinina. Þetta er ekki réttlæti – þetta er eignaupptaka. Þá er talað um að þjóðin muni fá „7 milljarða“ í sinn hlut með þessari breytingu. Í raun er hækkunin nær 14–17 milljörðum samkvæmt nýjustu gögnum. Það er því ekki verið að „leiðrétta“ neitt – heldur að tvöfalda veiðigjöldin á skömmum tíma, án tillits til rekstrarstöðu einstakra fyrirtækja eða sveiflna á mörkuðum. Þetta er stefna sem mun skaða smærri útgerðir, veikja byggðir og draga úr fjárfestingargetu greinarinnar. Það er líka rangt að hagnaður útgerðarfyrirtækja hafi „að mestu farið í vasa eigenda“. Arðsemi eigin fjár í greininni er á pari við aðrar atvinnugreinar og stór hluti hagnaðarins hefur farið beint í fjárfestingar – í skip, tækni, vinnslu og nýsköpun sem bætir verðmætasköpun í landinu. Þessi fjárfesting heldur uppi störfum, byggðum og gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Það er rétt að útgerðir eru misjafnar – og að minni og meðalstór fyrirtæki eru viðkvæmari fyrir svona skyndilegum skattahækkunum. En lausnin sem ríkisstjórnin boðar – hækkun á frítekjumarki – er dropi í hafið. Hún ver aðeins örfá fyrirtæki, ef nokkur og leysir ekki þann vanda sem blasir við: að veiðigjaldið er nú orðið svo íþyngjandi að það hvetur til sameininga, samþjöppunar og lokunar á minni rekstri. Þetta er bein ógn við fjölbreytileika greinarinnar og byggðafestu vítt og breitt um landið. Svo er það spurningin um lýðræði. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórn sem keyrir í gegnum stórfelldar skattabreytingar með hraði og án raunverulegrar samráðs við greinina skuli ásaka aðra um að „ógna lýðræðinu“. Þingmenn sem nýta sér þingræðisleg úrræði til að fresta eða stöðva illa ígrundað frumvarp eru ekki að „berjast gegn þjóðinni“ – þeir eru að reyna að verja hana fyrir óréttmætri skattheimtu sem mun skaða atvinnulíf, byggðir og framtíðarverðmætasköpun. Það er enginn á móti því að þjóðin fái sanngjarnan arð af auðlindum sínum. En sanngirni byggir á staðreyndum, ekki pólitískum upphrópunum. Þessi ríkisstjórn hefur kosið að byggja stefnu sína á rangfærslum, fölskum forsendum og pólitískum skotgröfum. Það er ekki leiðin til að byggja réttlátt samfélag – og þjóðin á betra skilið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins reynir að réttlæta veiðigjaldafrumvarp sitt með hálfkveðnum vísum, úreltri tölfræði og pólitískum gaslýsingum. Nú þegar þriðja vikan af umræðum stendur yfir á Alþingi, virðist ríkisstjórnin ekki hika við að mála útgerðina sem óvin þjóðarinnar – og það með tölum sem standast ekki skoðun. Í nýlegri grein þingflokksformanns Samfylkingarnar er því haldið fram að frumvarpið leiðrétti veiðigjöld þannig að þau endurspegli raunverulegt markaðsverð í stað þess sem útgerðin „hafi sjálf áhrif á“. Þetta er villandi og óheiðarleg framsetning. Verðmyndun í sjávarútvegi á sér stað á alþjóðlegum mörkuðum, undir eftirliti og samkvæmt reglum sem tryggja gagnsæi. Að halda því fram að útgerðin „stilli“ verð til að komast hjá greiðslu veiðigjalda er einfaldlega rangt – og ómaklegt. Þá er fullyrt að þjóðin eigi að fá 33% af hagnaði greinarinnar. En hver er þessi „33% regla“? Hún er ekki til í lögum. Þetta er tilbúin tala sem ríkisstjórnin hefur tekið sér í munn til að réttlæta skattaálögur sem í reynd jafngilda allt að 80% tekjuskatts á greinina. Þetta er ekki réttlæti – þetta er eignaupptaka. Þá er talað um að þjóðin muni fá „7 milljarða“ í sinn hlut með þessari breytingu. Í raun er hækkunin nær 14–17 milljörðum samkvæmt nýjustu gögnum. Það er því ekki verið að „leiðrétta“ neitt – heldur að tvöfalda veiðigjöldin á skömmum tíma, án tillits til rekstrarstöðu einstakra fyrirtækja eða sveiflna á mörkuðum. Þetta er stefna sem mun skaða smærri útgerðir, veikja byggðir og draga úr fjárfestingargetu greinarinnar. Það er líka rangt að hagnaður útgerðarfyrirtækja hafi „að mestu farið í vasa eigenda“. Arðsemi eigin fjár í greininni er á pari við aðrar atvinnugreinar og stór hluti hagnaðarins hefur farið beint í fjárfestingar – í skip, tækni, vinnslu og nýsköpun sem bætir verðmætasköpun í landinu. Þessi fjárfesting heldur uppi störfum, byggðum og gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Það er rétt að útgerðir eru misjafnar – og að minni og meðalstór fyrirtæki eru viðkvæmari fyrir svona skyndilegum skattahækkunum. En lausnin sem ríkisstjórnin boðar – hækkun á frítekjumarki – er dropi í hafið. Hún ver aðeins örfá fyrirtæki, ef nokkur og leysir ekki þann vanda sem blasir við: að veiðigjaldið er nú orðið svo íþyngjandi að það hvetur til sameininga, samþjöppunar og lokunar á minni rekstri. Þetta er bein ógn við fjölbreytileika greinarinnar og byggðafestu vítt og breitt um landið. Svo er það spurningin um lýðræði. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórn sem keyrir í gegnum stórfelldar skattabreytingar með hraði og án raunverulegrar samráðs við greinina skuli ásaka aðra um að „ógna lýðræðinu“. Þingmenn sem nýta sér þingræðisleg úrræði til að fresta eða stöðva illa ígrundað frumvarp eru ekki að „berjast gegn þjóðinni“ – þeir eru að reyna að verja hana fyrir óréttmætri skattheimtu sem mun skaða atvinnulíf, byggðir og framtíðarverðmætasköpun. Það er enginn á móti því að þjóðin fái sanngjarnan arð af auðlindum sínum. En sanngirni byggir á staðreyndum, ekki pólitískum upphrópunum. Þessi ríkisstjórn hefur kosið að byggja stefnu sína á rangfærslum, fölskum forsendum og pólitískum skotgröfum. Það er ekki leiðin til að byggja réttlátt samfélag – og þjóðin á betra skilið. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun