Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2025 20:50 Sólrún Melkorka Maggadóttir formaður FÍOÓL. Vísir/Ívar Fannar Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. Frumvarp félags- og húsnæðisráðherra sem felur í sér að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði ekki lengur háð samþykki annarra eigenda hefur nú verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Verði það að veruleika munu gæludýraeigendur ekki lengur þurfa að lúta reglum húsfélags um hunda- og kattahald og hafa stjórnarliðar sagst vongóðir um að málið verði samþykkt fyrir þinglok. Sólrún Melkorka Maggadóttir formaður Félags íslenskra ofnæmislækna sína stétt hafa miklar áhyggjur af breytingunum. „Það sem mér finnst mikilvægt er að það sé staðið vörð um það að fólk sem er með mjög mikið ofnæmi geti ekki lent í því að þurfa að flýja húsnæðið sitt af þessum ástæðum og núverandi frumvarp er náttúrulega ekki þannig,“ segir Sólrún. Fólkið sé þannig sett í erfiða aðstöðu. „Þú getur ímyndað þér ef foreldrar eiga til dæmis lítið astmaveikt barn sem fær alvarlegan astma, ég held að flestir myndu í þessu tilfelli reyna að koma sér úr húsnæðinu ef þeir eiga þess kost, sem náttúrulega ekkert allir eiga heldur, þannig ef maður hefur ekkert um það að segja hvort það er dýr í húsnæðinu manns eða hvort dýr flytur inn í húsnæðið sem maður býr í, eða þá sameign eins og við erum að tala um, þá held ég að það geti sett marga í erfiða stöðu.“ Ofnæmisvaldar í sameign skipti miklu máli og hafi mikil áhrif, jafnvel þó gæludýrin eigi enga leið þar um og séu einungis inni í sínum eigin íbúðum. „Síðan er náttúrulega hópur líka sem fær mikið ofnæmiskvef, nefstíflur, lekur mikið úr nefinu, kláði, nef og augu og slíkt af dýrunum bara eins og frjókornum og öðrum umhverfis- og ofnæmisvökum og það náttúrulega truflar líf og skerðir lífsgæði mjög mikið líka og það á ekkert bara við um ef dýrið er inni í húsnæðinu þínu heldur ef þú þarft að ganga reglulega um svæði þar sem dýrin eru eins og á teppalögðum gangi eða einhverju slíku, þá berst þetta inn með skónum, þessir ofnæmisvakar eru afskaplega smáir og límkenndir og klístrast með manni í förum allar leiðir.“ Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Dýr Hundar Kettir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Frumvarp félags- og húsnæðisráðherra sem felur í sér að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði ekki lengur háð samþykki annarra eigenda hefur nú verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Verði það að veruleika munu gæludýraeigendur ekki lengur þurfa að lúta reglum húsfélags um hunda- og kattahald og hafa stjórnarliðar sagst vongóðir um að málið verði samþykkt fyrir þinglok. Sólrún Melkorka Maggadóttir formaður Félags íslenskra ofnæmislækna sína stétt hafa miklar áhyggjur af breytingunum. „Það sem mér finnst mikilvægt er að það sé staðið vörð um það að fólk sem er með mjög mikið ofnæmi geti ekki lent í því að þurfa að flýja húsnæðið sitt af þessum ástæðum og núverandi frumvarp er náttúrulega ekki þannig,“ segir Sólrún. Fólkið sé þannig sett í erfiða aðstöðu. „Þú getur ímyndað þér ef foreldrar eiga til dæmis lítið astmaveikt barn sem fær alvarlegan astma, ég held að flestir myndu í þessu tilfelli reyna að koma sér úr húsnæðinu ef þeir eiga þess kost, sem náttúrulega ekkert allir eiga heldur, þannig ef maður hefur ekkert um það að segja hvort það er dýr í húsnæðinu manns eða hvort dýr flytur inn í húsnæðið sem maður býr í, eða þá sameign eins og við erum að tala um, þá held ég að það geti sett marga í erfiða stöðu.“ Ofnæmisvaldar í sameign skipti miklu máli og hafi mikil áhrif, jafnvel þó gæludýrin eigi enga leið þar um og séu einungis inni í sínum eigin íbúðum. „Síðan er náttúrulega hópur líka sem fær mikið ofnæmiskvef, nefstíflur, lekur mikið úr nefinu, kláði, nef og augu og slíkt af dýrunum bara eins og frjókornum og öðrum umhverfis- og ofnæmisvökum og það náttúrulega truflar líf og skerðir lífsgæði mjög mikið líka og það á ekkert bara við um ef dýrið er inni í húsnæðinu þínu heldur ef þú þarft að ganga reglulega um svæði þar sem dýrin eru eins og á teppalögðum gangi eða einhverju slíku, þá berst þetta inn með skónum, þessir ofnæmisvakar eru afskaplega smáir og límkenndir og klístrast með manni í förum allar leiðir.“
Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Dýr Hundar Kettir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira