Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2025 20:50 Sólrún Melkorka Maggadóttir formaður FÍOÓL. Vísir/Ívar Fannar Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. Frumvarp félags- og húsnæðisráðherra sem felur í sér að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði ekki lengur háð samþykki annarra eigenda hefur nú verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Verði það að veruleika munu gæludýraeigendur ekki lengur þurfa að lúta reglum húsfélags um hunda- og kattahald og hafa stjórnarliðar sagst vongóðir um að málið verði samþykkt fyrir þinglok. Sólrún Melkorka Maggadóttir formaður Félags íslenskra ofnæmislækna sína stétt hafa miklar áhyggjur af breytingunum. „Það sem mér finnst mikilvægt er að það sé staðið vörð um það að fólk sem er með mjög mikið ofnæmi geti ekki lent í því að þurfa að flýja húsnæðið sitt af þessum ástæðum og núverandi frumvarp er náttúrulega ekki þannig,“ segir Sólrún. Fólkið sé þannig sett í erfiða aðstöðu. „Þú getur ímyndað þér ef foreldrar eiga til dæmis lítið astmaveikt barn sem fær alvarlegan astma, ég held að flestir myndu í þessu tilfelli reyna að koma sér úr húsnæðinu ef þeir eiga þess kost, sem náttúrulega ekkert allir eiga heldur, þannig ef maður hefur ekkert um það að segja hvort það er dýr í húsnæðinu manns eða hvort dýr flytur inn í húsnæðið sem maður býr í, eða þá sameign eins og við erum að tala um, þá held ég að það geti sett marga í erfiða stöðu.“ Ofnæmisvaldar í sameign skipti miklu máli og hafi mikil áhrif, jafnvel þó gæludýrin eigi enga leið þar um og séu einungis inni í sínum eigin íbúðum. „Síðan er náttúrulega hópur líka sem fær mikið ofnæmiskvef, nefstíflur, lekur mikið úr nefinu, kláði, nef og augu og slíkt af dýrunum bara eins og frjókornum og öðrum umhverfis- og ofnæmisvökum og það náttúrulega truflar líf og skerðir lífsgæði mjög mikið líka og það á ekkert bara við um ef dýrið er inni í húsnæðinu þínu heldur ef þú þarft að ganga reglulega um svæði þar sem dýrin eru eins og á teppalögðum gangi eða einhverju slíku, þá berst þetta inn með skónum, þessir ofnæmisvakar eru afskaplega smáir og límkenndir og klístrast með manni í förum allar leiðir.“ Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Dýr Hundar Kettir Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Frumvarp félags- og húsnæðisráðherra sem felur í sér að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði ekki lengur háð samþykki annarra eigenda hefur nú verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Verði það að veruleika munu gæludýraeigendur ekki lengur þurfa að lúta reglum húsfélags um hunda- og kattahald og hafa stjórnarliðar sagst vongóðir um að málið verði samþykkt fyrir þinglok. Sólrún Melkorka Maggadóttir formaður Félags íslenskra ofnæmislækna sína stétt hafa miklar áhyggjur af breytingunum. „Það sem mér finnst mikilvægt er að það sé staðið vörð um það að fólk sem er með mjög mikið ofnæmi geti ekki lent í því að þurfa að flýja húsnæðið sitt af þessum ástæðum og núverandi frumvarp er náttúrulega ekki þannig,“ segir Sólrún. Fólkið sé þannig sett í erfiða aðstöðu. „Þú getur ímyndað þér ef foreldrar eiga til dæmis lítið astmaveikt barn sem fær alvarlegan astma, ég held að flestir myndu í þessu tilfelli reyna að koma sér úr húsnæðinu ef þeir eiga þess kost, sem náttúrulega ekkert allir eiga heldur, þannig ef maður hefur ekkert um það að segja hvort það er dýr í húsnæðinu manns eða hvort dýr flytur inn í húsnæðið sem maður býr í, eða þá sameign eins og við erum að tala um, þá held ég að það geti sett marga í erfiða stöðu.“ Ofnæmisvaldar í sameign skipti miklu máli og hafi mikil áhrif, jafnvel þó gæludýrin eigi enga leið þar um og séu einungis inni í sínum eigin íbúðum. „Síðan er náttúrulega hópur líka sem fær mikið ofnæmiskvef, nefstíflur, lekur mikið úr nefinu, kláði, nef og augu og slíkt af dýrunum bara eins og frjókornum og öðrum umhverfis- og ofnæmisvökum og það náttúrulega truflar líf og skerðir lífsgæði mjög mikið líka og það á ekkert bara við um ef dýrið er inni í húsnæðinu þínu heldur ef þú þarft að ganga reglulega um svæði þar sem dýrin eru eins og á teppalögðum gangi eða einhverju slíku, þá berst þetta inn með skónum, þessir ofnæmisvakar eru afskaplega smáir og límkenndir og klístrast með manni í förum allar leiðir.“
Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Dýr Hundar Kettir Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira