„Myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. júní 2025 10:12 Edda Elísabet Magnúsdóttir hvalasérfræðingur varar við sundi með hvölum. Vísir/oliverhoesch Hvalasérfræðingur ráðleggur fólki ekki að stinga sér til sunds með háhyrningum eða öðrum hvölum, það geti verið mjög áhættusamt. Myndskeið af sjóbrettamanni á Snæfellsnesi að synda með torfu háhyrninga vakti athygli í vikunni. Edda Elísabet Magnúsdóttir er hvalasérfræðingur og lektor í líffræði við Háskóla Íslands. Hún ræddi við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í gær um myndbandið. Jákob Csongor Losonc frá Ungverjalandi starfar sem kokkur á Fosshóteli á Hellnum en í frítíma sínum rær hann um á sjóbretti og syndir með háhyrningum. „Þetta er auðvitað ævintýralegt, það eru kannski helstu viðbrögðin. Þið talið um hvort þetta sé ráðlagt, nei, það er það náttúrlega alls ekki. Þetta eru stærðarinnar villt dýr sem tróna á toppnum í fæðukeðju sjávar.“ Vissulega séu ekki þekkt dæmi um að háhyrningar ráðist á mannfólk en allur sé varinn góður. „Þetta er að sjálfsögðu bara áhætta sem maðurinn tekur og hvort sem það eru smærri hvalir eða stærri þá þarf maður að fara mjög varlega í þeirra umhverfi, við erum aðskotahlutur í þeirra umhverfi.“ Jákob lýsir því að háhyrningarnir séu orðnir vinir hans, hann þekki þá að minnsta kosti. Edda segir trúverðugt að háhyrningagjörðin sem hann hittir geti verið sú sama þegar hann rær út. Háhyrningar geti lært að þekkja einstaklinga og það séu mörg dæmi um það. „En þetta er mjög áhættusamt og ég myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann.“ Ef sjósundfólk lendir í aðstæðum eins og þessum, hver eru réttu viðbrögðin? „Réttu viðbrögðin eru að synda bara rólega í land, halda rónni eins og hægt er og taka stímið í land. Ég myndi alltaf mæla með því til að hafa varann á. Ég skil þegar fólk er forvitið og tilbúið að taka áhættu að það vilji virða þessar stórfenglegu skepnur fyrir sér. En hvort sem það eru selir eða hvalir mæli ég með að taka rólega, nokkuð beina stefnu í land.“ Hvalir Sjósund Dýr Brimbretti Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Edda Elísabet Magnúsdóttir er hvalasérfræðingur og lektor í líffræði við Háskóla Íslands. Hún ræddi við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í gær um myndbandið. Jákob Csongor Losonc frá Ungverjalandi starfar sem kokkur á Fosshóteli á Hellnum en í frítíma sínum rær hann um á sjóbretti og syndir með háhyrningum. „Þetta er auðvitað ævintýralegt, það eru kannski helstu viðbrögðin. Þið talið um hvort þetta sé ráðlagt, nei, það er það náttúrlega alls ekki. Þetta eru stærðarinnar villt dýr sem tróna á toppnum í fæðukeðju sjávar.“ Vissulega séu ekki þekkt dæmi um að háhyrningar ráðist á mannfólk en allur sé varinn góður. „Þetta er að sjálfsögðu bara áhætta sem maðurinn tekur og hvort sem það eru smærri hvalir eða stærri þá þarf maður að fara mjög varlega í þeirra umhverfi, við erum aðskotahlutur í þeirra umhverfi.“ Jákob lýsir því að háhyrningarnir séu orðnir vinir hans, hann þekki þá að minnsta kosti. Edda segir trúverðugt að háhyrningagjörðin sem hann hittir geti verið sú sama þegar hann rær út. Háhyrningar geti lært að þekkja einstaklinga og það séu mörg dæmi um það. „En þetta er mjög áhættusamt og ég myndi ekki mæla með þessu við nokkurn mann.“ Ef sjósundfólk lendir í aðstæðum eins og þessum, hver eru réttu viðbrögðin? „Réttu viðbrögðin eru að synda bara rólega í land, halda rónni eins og hægt er og taka stímið í land. Ég myndi alltaf mæla með því til að hafa varann á. Ég skil þegar fólk er forvitið og tilbúið að taka áhættu að það vilji virða þessar stórfenglegu skepnur fyrir sér. En hvort sem það eru selir eða hvalir mæli ég með að taka rólega, nokkuð beina stefnu í land.“
Hvalir Sjósund Dýr Brimbretti Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira