Vísir að lægri orkureikningi Einar Vilmarsson skrifar 20. júní 2025 09:00 Við hér á Íslandi búum við þau lífsgæði að raforkan er sjálfsagður hluti af lífi okkar - frá kaffinu á morgnana til aksturs á rafbíl um landið. Þótt fæst okkar hugsi um það daglega, byggir raforkukerfið á stöðugu jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar allan ársins hring. Með síauknum vexti samfélagsins og hraðari orkuskiptum verður erfiðara að tryggja þetta jafnvægi. Raforkukerfið á Íslandi er knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er styrkleiki okkar en einnig áskorun. Þó auðlindir landsins séu miklar eru þær ekki ótakmarkaðar og því þarf samfélagið að nýta þær á sem bestan hátt. Framleiðslan er stöðug en notkunin sveiflast Tæplega fimmtungur alls rafmagns sem framleitt er á Íslandi (og meira en helmingur alls heita vatnsins sem nýtt er á höfuðborgarsvæðinu) kemur frá jarðvarmavirkjunum í Henglinum; Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun. Þær framleiða stöðugt magn raforku en geta aðeins í takmörkuðum mæli brugðist við sveiflum í notkun raforku. Raforkunotkun almennings sveiflast hins vegar mikið: hún er meiri að vetri en sumri, meiri að degi en nóttu og meiri á virkum dögum en um helgar. Til að mæta þessum sveiflum þarf að nýta dýrari, stýranlegri orkuframleiðslu. Hefur margt jákvætt í för með sér Dreifiveitur landsins vinna að því að skipta út eldri raforkumælum fyrir mæla sem mælt geta raforkunotkun með klukkutíma upplausn. Slíkir snjallmælar gera það tæknilega mögulegt að bjóða heimilum sveigjanlega taxta sem endurspegla raunverulegan kostnað raforku. Hingað til hefur almenningur greitt fast verð fyrir raforkuna, sama hvort rafbíllinn er hlaðinn á háannatíma eða á nóttu þegar álag er minna. Slíkt er ekki skynsamlegt en með snjallmælum höfum við loksins tól til að verðlauna bætta hegðun neytenda. Nú getur fólk í fyrsta sinn stjórnað orkunotkun sinni betur og nýtt sér lægra verð utan álagstíma t.d. með því að hlaða rafbílinn á nóttunni og þannig lækkað reikninginn. Þetta köllum við hjá Orku náttúrunnar Orkuvísi. Með því að hvetja fólk til að færa raforkunotkun frá álagstoppum yfir á tímabil minni eftirspurnar fletjum við út feril raforkunotkunar, nýtum betur framleiðslugetu jarðvarmavirkjana og minnkum álagið á raforkukerfið. Samstillt átak nauðsynlegt Raforkusalan er þó aðeins hluti af heildarreikningi heimilanna, eða um þriðjungur hans. Aðrir hlutar hans skiptast milli raforkudreifingar, raforkuflutnings og skatta. Enn sem komið er bjóða dreifiveitur og flutningsfyrirtæki ekki upp á tímaháða gjaldskrá. Til að ná sem mestum ávinningi fyrir neytendur og samfélagið þarf að innleiða tímaháða taxta einnig hjá dreifiveitum og flutningsfyrirtækjum. Með því getur almenningur dregið enn frekar úr kostnaði með því að færa notkun sína utan háannatíma, jafnað álag á kerfið, styrkt raforkuöryggi og minnkað þörfina fyrir dýrar toppaflsstöðvar. Þetta stuðlar jafnframt að umhverfisvænni og hagkvæmari nýtingu raforku. Engin ein lausn getur leyst allar áskoranir raforkukerfisins, en sveigjanleg verðlagning þar sem neytendur hafa bein áhrif á kostnað sinn er mikilvægur þáttur til að tryggja raforkuöryggi og bæta nýtingu kerfisins til framtíðar. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Við hér á Íslandi búum við þau lífsgæði að raforkan er sjálfsagður hluti af lífi okkar - frá kaffinu á morgnana til aksturs á rafbíl um landið. Þótt fæst okkar hugsi um það daglega, byggir raforkukerfið á stöðugu jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar allan ársins hring. Með síauknum vexti samfélagsins og hraðari orkuskiptum verður erfiðara að tryggja þetta jafnvægi. Raforkukerfið á Íslandi er knúið af endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er styrkleiki okkar en einnig áskorun. Þó auðlindir landsins séu miklar eru þær ekki ótakmarkaðar og því þarf samfélagið að nýta þær á sem bestan hátt. Framleiðslan er stöðug en notkunin sveiflast Tæplega fimmtungur alls rafmagns sem framleitt er á Íslandi (og meira en helmingur alls heita vatnsins sem nýtt er á höfuðborgarsvæðinu) kemur frá jarðvarmavirkjunum í Henglinum; Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun. Þær framleiða stöðugt magn raforku en geta aðeins í takmörkuðum mæli brugðist við sveiflum í notkun raforku. Raforkunotkun almennings sveiflast hins vegar mikið: hún er meiri að vetri en sumri, meiri að degi en nóttu og meiri á virkum dögum en um helgar. Til að mæta þessum sveiflum þarf að nýta dýrari, stýranlegri orkuframleiðslu. Hefur margt jákvætt í för með sér Dreifiveitur landsins vinna að því að skipta út eldri raforkumælum fyrir mæla sem mælt geta raforkunotkun með klukkutíma upplausn. Slíkir snjallmælar gera það tæknilega mögulegt að bjóða heimilum sveigjanlega taxta sem endurspegla raunverulegan kostnað raforku. Hingað til hefur almenningur greitt fast verð fyrir raforkuna, sama hvort rafbíllinn er hlaðinn á háannatíma eða á nóttu þegar álag er minna. Slíkt er ekki skynsamlegt en með snjallmælum höfum við loksins tól til að verðlauna bætta hegðun neytenda. Nú getur fólk í fyrsta sinn stjórnað orkunotkun sinni betur og nýtt sér lægra verð utan álagstíma t.d. með því að hlaða rafbílinn á nóttunni og þannig lækkað reikninginn. Þetta köllum við hjá Orku náttúrunnar Orkuvísi. Með því að hvetja fólk til að færa raforkunotkun frá álagstoppum yfir á tímabil minni eftirspurnar fletjum við út feril raforkunotkunar, nýtum betur framleiðslugetu jarðvarmavirkjana og minnkum álagið á raforkukerfið. Samstillt átak nauðsynlegt Raforkusalan er þó aðeins hluti af heildarreikningi heimilanna, eða um þriðjungur hans. Aðrir hlutar hans skiptast milli raforkudreifingar, raforkuflutnings og skatta. Enn sem komið er bjóða dreifiveitur og flutningsfyrirtæki ekki upp á tímaháða gjaldskrá. Til að ná sem mestum ávinningi fyrir neytendur og samfélagið þarf að innleiða tímaháða taxta einnig hjá dreifiveitum og flutningsfyrirtækjum. Með því getur almenningur dregið enn frekar úr kostnaði með því að færa notkun sína utan háannatíma, jafnað álag á kerfið, styrkt raforkuöryggi og minnkað þörfina fyrir dýrar toppaflsstöðvar. Þetta stuðlar jafnframt að umhverfisvænni og hagkvæmari nýtingu raforku. Engin ein lausn getur leyst allar áskoranir raforkukerfisins, en sveigjanleg verðlagning þar sem neytendur hafa bein áhrif á kostnað sinn er mikilvægur þáttur til að tryggja raforkuöryggi og bæta nýtingu kerfisins til framtíðar. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun