Hvorki „allt lokað“ né „allt opið“ Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 18. júní 2025 20:04 Það er dálítið sérstakt en í senn lýsandi fyrir þá stefnu sem ný ríkisstjórn hefur markað, að tveir hópar sem ekki gætu verið ólíkari í hugsjón og málflutningi skuli sameinast í mótmælum gegn sömu ríkisstjórn. Annar kallar eftir því að landið verði meira og minna lokað; hinn vill að það verði opnað algjörlega. Þarna standa þeir, hvor sínum megin við skynsemina: annars vegar „Ísland, þvert á flokka“, sem kallar eftir harðari aðgerðum gegn innflytjendum, takmörkuðum búsetuúrræðum fyrir útlendinga og hertri landamæravörslu, og hins vegar No Borders, sem vill í raun afnema öll mörk, siðferðileg, stjórnsýsluleg og landfræðileg í nafni óhefts flæðis fólks. Það sem er bæði áhugavert og áhyggjuefni er hversu báðir hópar tala af yfirvegunarlausri fullvissu, eins og þeirra skoðun sé ekki bara sú eina rétta heldur sú eina sem má ræða. Hvorugur virðist þola gagnrýni eða venjulega umræðu sem dregur í efa forsendur málstaðarins. Báðir afneita þeir þeim vanda sem blasir við: við búum í flóknu samfélagi þar sem jafnvægi milli mannúðar og ábyrgðar er ekki valkostur heldur nauðsyn. Það jafnvægi er hvorki merki um veikleika né málamiðlun, heldur forsenda réttláts samfélags sem stendur af sér bæði innri þrýsting og ytri áskoranir. Hópurinn Ísland, þvert á flokka, reynir að stílisera ótta í orðræðu um þjóðaröryggi og forgangsröðun. Það væri ekkert athugavert við slíkt, ef staðreyndir styddu þá frásögn. En það gera þær ekki. Þeir tala um menningarvernd eins og íslenskt samfélag sé svo brothætt að það hrynji við tilvist fólks af öðrum uppruna. Þeir varpa upp hugmyndum um að Ísland sé að fyllast af fólki sem einungis komi hingað til að misnota kerfið, en engin haldbær gögn styðja þá alhæfingu. Vissulega má finna einstök dæmi um kerfisbrot, en þau finnast í öllum málaflokkum og réttlæta hvorki útilokun né útskúfun. Þegar fólk lýsir heilu trúarhópunum sem öryggisógn og vísar í samsæriskenningar sem eiga rætur í öfgahyggju, þá hefur umræðan farið út fyrir ramma siðferðilegrar ábyrgðar og yfir á svið þar sem rök og staðreyndir eru undirskipuð tilfinningalegri hræðslu. No Borders stendur því miður ekki betur. Sá hópur, sem boðar opið Ísland án skilyrða, virðist jafnframt hafna því alfarið að ræða hversu mikilvæg kerfi samfélagsins eru – og hvernig þau haldast uppi. Það eru engin svör við spurningunum: Hvernig munu þjónustukerfin halda? Hvernig eiga sveitarfélög að ráða við þessi verkefni? Hvernig á húsnæðiskerfið að mæta aukinni aðsókn án þess að það komi niður á þeim sem þegar búa hér? Að halda því fram að allar reglur og mörk séu kúgun í dulargervi er ekki siðferðileg yfirburðastaða. Það er einföldun sem dregur úr getu okkar til að hugsa í lausnum og ábyrgu skipulagi. Í þessu suði ólíkra kröfuhópa hefur svo birst tillaga sem tekur öfgarnar alla leið: krafa þess efnis að utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, verði kærð fyrir landráð – fyrir það eitt að leggja fram frumvarp um innleiðingu Bókunar 35. Samtökin Þjóðfrelsi halda því fram að stjórnin sé að framselja landið til Brussel gegn viðskiptalegum ábata. Slík framsetning án stoðar í lögfræði, stjórnskipun eða staðreyndum og er ekki bara undarleg heldur er hún hættuleg. Bókun 35 snýst ekki um framsal valds. Hún snýst um réttaröryggi. Þegar EES-regla og íslensk lög rekast á, ber dómstólum að meta hvort skuli gilda. Það hefur alltaf verið þannig. Bókunin tryggir að íslenskir dómstólar geti leitað samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar sem Alþingi hefur þegar samþykkt með lögum. Það felur ekki í sér neitt framsal, enga sjálfstæð ákvarðanatöku ESB gagnvart íslenskum lögum heldur eykur skýrleika í lagalegri túlkun á því sem Ísland hefur þegar samþykkt sem aðili að EES. Að halda öðru fram er annaðhvort vísvitandi blekking eða algjör misskilningur;líklega bæði. Þegar einhver fer fram á að kjörinn ráðherra verði dreginn fyrir dóm fyrir að fylgja skuldbindingum sem Alþingi hefur samþykkt, þá höfum við stigið út úr heimi pólitískrar gagnrýni og inn í sviðsmynd þjóðernisofstækis. Slík kröfugerð er ekki í þágu lýðræðis. Hún er árás á það. Það er vissulega ekki í fyrsta skipti sem málefnalaus hræðsluáróður nær athygli en við megum ekki láta hann stýra stefnumótun. Við verðum að standa föst í þeirri trú að réttlát stefna í útlendingamálum krefst þess að við tökum bæði tillit til þeirra sem sækja um vernd og þeirra sem þegar búa hér. Það er ekkert veiklynd við þá afstöðu. Hún krefst meiri greiningar, meiri útsjónarsemi og meiri hugrekkis en hvorki „allt lokað“ né „allt opið“ nálgunin býður upp á. Þegar öfgarnar ráða ferðinni verður skynsemin að hækka róminn. Og stundum þarf hún að vera óumbeðin og skýr: Nei, það er ekki landráð að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sem Alþingi hefur samþykkt. Nei, það er ekki mannúð að afnema öll mörk án þess að spyrja hvernig þjónustukerfi samfélagsins eigi að bera slíkt. Og nei, þetta er ekki bardagi milli góðs og ills heldur milli þeirra sem vilja stjórna með ábyrgð og þeirra sem forðast öll skoðanaskipti sem ógna eigin fyrirfram mótuðum hugmyndum. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Það er dálítið sérstakt en í senn lýsandi fyrir þá stefnu sem ný ríkisstjórn hefur markað, að tveir hópar sem ekki gætu verið ólíkari í hugsjón og málflutningi skuli sameinast í mótmælum gegn sömu ríkisstjórn. Annar kallar eftir því að landið verði meira og minna lokað; hinn vill að það verði opnað algjörlega. Þarna standa þeir, hvor sínum megin við skynsemina: annars vegar „Ísland, þvert á flokka“, sem kallar eftir harðari aðgerðum gegn innflytjendum, takmörkuðum búsetuúrræðum fyrir útlendinga og hertri landamæravörslu, og hins vegar No Borders, sem vill í raun afnema öll mörk, siðferðileg, stjórnsýsluleg og landfræðileg í nafni óhefts flæðis fólks. Það sem er bæði áhugavert og áhyggjuefni er hversu báðir hópar tala af yfirvegunarlausri fullvissu, eins og þeirra skoðun sé ekki bara sú eina rétta heldur sú eina sem má ræða. Hvorugur virðist þola gagnrýni eða venjulega umræðu sem dregur í efa forsendur málstaðarins. Báðir afneita þeir þeim vanda sem blasir við: við búum í flóknu samfélagi þar sem jafnvægi milli mannúðar og ábyrgðar er ekki valkostur heldur nauðsyn. Það jafnvægi er hvorki merki um veikleika né málamiðlun, heldur forsenda réttláts samfélags sem stendur af sér bæði innri þrýsting og ytri áskoranir. Hópurinn Ísland, þvert á flokka, reynir að stílisera ótta í orðræðu um þjóðaröryggi og forgangsröðun. Það væri ekkert athugavert við slíkt, ef staðreyndir styddu þá frásögn. En það gera þær ekki. Þeir tala um menningarvernd eins og íslenskt samfélag sé svo brothætt að það hrynji við tilvist fólks af öðrum uppruna. Þeir varpa upp hugmyndum um að Ísland sé að fyllast af fólki sem einungis komi hingað til að misnota kerfið, en engin haldbær gögn styðja þá alhæfingu. Vissulega má finna einstök dæmi um kerfisbrot, en þau finnast í öllum málaflokkum og réttlæta hvorki útilokun né útskúfun. Þegar fólk lýsir heilu trúarhópunum sem öryggisógn og vísar í samsæriskenningar sem eiga rætur í öfgahyggju, þá hefur umræðan farið út fyrir ramma siðferðilegrar ábyrgðar og yfir á svið þar sem rök og staðreyndir eru undirskipuð tilfinningalegri hræðslu. No Borders stendur því miður ekki betur. Sá hópur, sem boðar opið Ísland án skilyrða, virðist jafnframt hafna því alfarið að ræða hversu mikilvæg kerfi samfélagsins eru – og hvernig þau haldast uppi. Það eru engin svör við spurningunum: Hvernig munu þjónustukerfin halda? Hvernig eiga sveitarfélög að ráða við þessi verkefni? Hvernig á húsnæðiskerfið að mæta aukinni aðsókn án þess að það komi niður á þeim sem þegar búa hér? Að halda því fram að allar reglur og mörk séu kúgun í dulargervi er ekki siðferðileg yfirburðastaða. Það er einföldun sem dregur úr getu okkar til að hugsa í lausnum og ábyrgu skipulagi. Í þessu suði ólíkra kröfuhópa hefur svo birst tillaga sem tekur öfgarnar alla leið: krafa þess efnis að utanríkisráðherra Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, verði kærð fyrir landráð – fyrir það eitt að leggja fram frumvarp um innleiðingu Bókunar 35. Samtökin Þjóðfrelsi halda því fram að stjórnin sé að framselja landið til Brussel gegn viðskiptalegum ábata. Slík framsetning án stoðar í lögfræði, stjórnskipun eða staðreyndum og er ekki bara undarleg heldur er hún hættuleg. Bókun 35 snýst ekki um framsal valds. Hún snýst um réttaröryggi. Þegar EES-regla og íslensk lög rekast á, ber dómstólum að meta hvort skuli gilda. Það hefur alltaf verið þannig. Bókunin tryggir að íslenskir dómstólar geti leitað samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar sem Alþingi hefur þegar samþykkt með lögum. Það felur ekki í sér neitt framsal, enga sjálfstæð ákvarðanatöku ESB gagnvart íslenskum lögum heldur eykur skýrleika í lagalegri túlkun á því sem Ísland hefur þegar samþykkt sem aðili að EES. Að halda öðru fram er annaðhvort vísvitandi blekking eða algjör misskilningur;líklega bæði. Þegar einhver fer fram á að kjörinn ráðherra verði dreginn fyrir dóm fyrir að fylgja skuldbindingum sem Alþingi hefur samþykkt, þá höfum við stigið út úr heimi pólitískrar gagnrýni og inn í sviðsmynd þjóðernisofstækis. Slík kröfugerð er ekki í þágu lýðræðis. Hún er árás á það. Það er vissulega ekki í fyrsta skipti sem málefnalaus hræðsluáróður nær athygli en við megum ekki láta hann stýra stefnumótun. Við verðum að standa föst í þeirri trú að réttlát stefna í útlendingamálum krefst þess að við tökum bæði tillit til þeirra sem sækja um vernd og þeirra sem þegar búa hér. Það er ekkert veiklynd við þá afstöðu. Hún krefst meiri greiningar, meiri útsjónarsemi og meiri hugrekkis en hvorki „allt lokað“ né „allt opið“ nálgunin býður upp á. Þegar öfgarnar ráða ferðinni verður skynsemin að hækka róminn. Og stundum þarf hún að vera óumbeðin og skýr: Nei, það er ekki landráð að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sem Alþingi hefur samþykkt. Nei, það er ekki mannúð að afnema öll mörk án þess að spyrja hvernig þjónustukerfi samfélagsins eigi að bera slíkt. Og nei, þetta er ekki bardagi milli góðs og ills heldur milli þeirra sem vilja stjórna með ábyrgð og þeirra sem forðast öll skoðanaskipti sem ógna eigin fyrirfram mótuðum hugmyndum. Höfundur er háskólanemi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun