Hvorki Kalli Snæ né landlæknir vilja birta bréfið Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2025 17:12 Hvorki María Heimisdóttir landlæknir né Guðmundur Karl vilja birta bréfið þar sem sá síðarnefndi er sviptur starfsleyfi. Ákaflega misvísandi er það sem fram kemur í upplýsingum frá Landlækni annars vegar og svo staðhæfingum Guðmundar Karls hins vegar. Meðan óvissa ríkir fljúga köpuryrði og stórkarlalegar yfirlýsingar um netið. vísir Landlæknir hefur tekið saman ástæður fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk hefur verið svipt starfsleyfi. Þar kemur ekkert fram um að skoðanir heilbrigðisstarfsmanns hafi talist óæskilegar. Kjartan Hreinn Njálsson skrifar undir samantekt sem Landlæknisembættið hefur unnið þar sem sjónum er beint sérstaklega að sviptingu starfsleyfa. Svipting vegna áfengisnotkunar, vanrækslu í starfi og lyfjastuldar Það sem af er 2025 hafa tveir verið sviptir starfsleyfi. Sé eingöngu litið til ársins 2024 og þess sem af er 2025 er um að ræða einstaklinga í sex heilbrigðisstéttum. „Algengasta ástæða sviptingar starfsleyfis á þessu tímabili er lyfjastuldur úr birgðum vinnustaðar. Aðrar ástæður eru óheimilar uppflettingar í sjúkraskrá, útgáfa rangra reikninga til Sjúkratrygginga, rekstur heilbrigðisþjónustu án tilskilinna heimilda, skjalafals og að heilbrigðisstarfsmaður sé ekki talinn hæfur til að gegna starfi sínu, t.d. vegna vanrækslu í starfi, áfengisnotkunar eða veikinda,“ segir í tilkynningu á síðu Landlæknis. Á árunum 2016-2024 var fjöldi sviptinga starfsleyfa sem hér segir: 2016 – 3 2017 – 1 2018 – 0 2019 – 0 2020 – 4 2021 – 5 2022 – 3 2024 – 8 Ástæða samantektarinnar er án nokkurs vafa sú að Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir, betur þekktur á netinu sem Kalli Snæ, var sviptur starfsleyfi sínu nýverið og vill hann halda því rækilega til haga, til að mynda á Facebook-síðu sinni og bloggi, að það hafi verið vegna skoðana hans og gagnrýni á til að mynda bólusetningar. Í harðorðum pistli sem hann birtir á bloggi sínu heldur Guðmundur Karl því fram án allra fyrirvara að þarna sé Landlæknir að beita svívirðilegri skoðanakúgun. En pistillinn er undir þeirri dramatísku fyrirsögn „Rannsóknarréttur vísindakirkju stjórnvalda“. Líkir sér við Sókrates og Belibaste Í pistlinum heldur Guðmundur Karl því til að mynda fram að í bréfi dagsettu 5. júní hafi Embætti Landlæknis sett fram fjórar ávirðingar. „Allar ætlaðar til að þagga niður gagnrýni á bólusetningarherferðina, rétt eins og rannsóknarréttur miðalda dæmdi Socrates, Bruno og Bélibaste: Yfirlýsingar mínar og erindi til Umboðsmanns Alþingis (18. apríl–3. júní 2025) „grafa undan trausti“ á heilbrigðisþjónustu. Yfirlýsingar mínar skorti „vísindalegan grunn“ og tæknileg aðstoð við óháðan aðila sé „óhæfileg afskipti“ og „misnotkun starfsheitis“. World Council for Health (worldcouncilforhealth.org) og North Group (northgroup.info), sem ég starfa með, séu „vísindalega óstuddir“ hópar. Yfirlýsingar mínar um mRNA bóluefnin séu „óljósar“, valdi ótta, dragi úr bólusetningum og ógni lýðheilsu. Hvar er vísindalegur grundvöllurinn fyrir þessum alvarlegu ávirðingum, EL? Hvar eru gögnin?“ spyr Guðmundur Karl sem telur sviptinguna ígildi meiðyrða og hefur hann meðal annars boðað stjórnsýslukæru. Sé samantekt Landlæknis nú borin saman við staðhæfingar Guðmundar Karls og notkun hans á gæsalöppum, sem gefa til kynna að þar sé vitnað beint í sviptingarbréf Landlæknis, má ljóst vera að þar fer eitthvað mikið á milli mála. Vill nú ekki dreifa skít sem EL gefur frá sér Vísir hefur ítrekað beðið Guðmund Karl að sýna sér sviptingarbréf Landlæknis svo bera megi saman staðhæfingar hans við það sem segir í bréfinu. Guðmundur Karl hefur hins vegar verið með undanbrögð. Hann var til að mynda ítrekað spurður út í þetta þegar hann mætti í viðtal um málið í Reykjavík síðdegis sem birt var undir fyrirsögninni „Ég hef ekkert að fela“. Hann vill að Landlæknir birti bréfið og hefur gefið út sérstakt bréf þar sem hann segist vilja aflétta trúnaði af sviptingarbréfinu. Guðmundur Karl segist í fyrstu hafa ætlað sér að birta bréfið en hafi nú „tekið ákvörðun um að dreifa ekki áburði og skít sem EL gefur frá sér“. Landlæknir segir á móti að það sé ekki í verkahring Guðmundar Karls að aflétta trúnaði sem áskilinn er. Auk þess sem kærufrestur til heilbrigðisráðuneytis sé þrír mánuðir og ekki sé hægt, af hálfu embættisins, að birta bréf sem er í stjórnsýslulegu ferli. Og þar við situr. Meðan fljúga köpuryrðin og stórorðar yfirlýsingar um á samfélagsmiðlum. Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Embætti landlæknis Tengdar fréttir Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Sjá meira
Kjartan Hreinn Njálsson skrifar undir samantekt sem Landlæknisembættið hefur unnið þar sem sjónum er beint sérstaklega að sviptingu starfsleyfa. Svipting vegna áfengisnotkunar, vanrækslu í starfi og lyfjastuldar Það sem af er 2025 hafa tveir verið sviptir starfsleyfi. Sé eingöngu litið til ársins 2024 og þess sem af er 2025 er um að ræða einstaklinga í sex heilbrigðisstéttum. „Algengasta ástæða sviptingar starfsleyfis á þessu tímabili er lyfjastuldur úr birgðum vinnustaðar. Aðrar ástæður eru óheimilar uppflettingar í sjúkraskrá, útgáfa rangra reikninga til Sjúkratrygginga, rekstur heilbrigðisþjónustu án tilskilinna heimilda, skjalafals og að heilbrigðisstarfsmaður sé ekki talinn hæfur til að gegna starfi sínu, t.d. vegna vanrækslu í starfi, áfengisnotkunar eða veikinda,“ segir í tilkynningu á síðu Landlæknis. Á árunum 2016-2024 var fjöldi sviptinga starfsleyfa sem hér segir: 2016 – 3 2017 – 1 2018 – 0 2019 – 0 2020 – 4 2021 – 5 2022 – 3 2024 – 8 Ástæða samantektarinnar er án nokkurs vafa sú að Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir, betur þekktur á netinu sem Kalli Snæ, var sviptur starfsleyfi sínu nýverið og vill hann halda því rækilega til haga, til að mynda á Facebook-síðu sinni og bloggi, að það hafi verið vegna skoðana hans og gagnrýni á til að mynda bólusetningar. Í harðorðum pistli sem hann birtir á bloggi sínu heldur Guðmundur Karl því fram án allra fyrirvara að þarna sé Landlæknir að beita svívirðilegri skoðanakúgun. En pistillinn er undir þeirri dramatísku fyrirsögn „Rannsóknarréttur vísindakirkju stjórnvalda“. Líkir sér við Sókrates og Belibaste Í pistlinum heldur Guðmundur Karl því til að mynda fram að í bréfi dagsettu 5. júní hafi Embætti Landlæknis sett fram fjórar ávirðingar. „Allar ætlaðar til að þagga niður gagnrýni á bólusetningarherferðina, rétt eins og rannsóknarréttur miðalda dæmdi Socrates, Bruno og Bélibaste: Yfirlýsingar mínar og erindi til Umboðsmanns Alþingis (18. apríl–3. júní 2025) „grafa undan trausti“ á heilbrigðisþjónustu. Yfirlýsingar mínar skorti „vísindalegan grunn“ og tæknileg aðstoð við óháðan aðila sé „óhæfileg afskipti“ og „misnotkun starfsheitis“. World Council for Health (worldcouncilforhealth.org) og North Group (northgroup.info), sem ég starfa með, séu „vísindalega óstuddir“ hópar. Yfirlýsingar mínar um mRNA bóluefnin séu „óljósar“, valdi ótta, dragi úr bólusetningum og ógni lýðheilsu. Hvar er vísindalegur grundvöllurinn fyrir þessum alvarlegu ávirðingum, EL? Hvar eru gögnin?“ spyr Guðmundur Karl sem telur sviptinguna ígildi meiðyrða og hefur hann meðal annars boðað stjórnsýslukæru. Sé samantekt Landlæknis nú borin saman við staðhæfingar Guðmundar Karls og notkun hans á gæsalöppum, sem gefa til kynna að þar sé vitnað beint í sviptingarbréf Landlæknis, má ljóst vera að þar fer eitthvað mikið á milli mála. Vill nú ekki dreifa skít sem EL gefur frá sér Vísir hefur ítrekað beðið Guðmund Karl að sýna sér sviptingarbréf Landlæknis svo bera megi saman staðhæfingar hans við það sem segir í bréfinu. Guðmundur Karl hefur hins vegar verið með undanbrögð. Hann var til að mynda ítrekað spurður út í þetta þegar hann mætti í viðtal um málið í Reykjavík síðdegis sem birt var undir fyrirsögninni „Ég hef ekkert að fela“. Hann vill að Landlæknir birti bréfið og hefur gefið út sérstakt bréf þar sem hann segist vilja aflétta trúnaði af sviptingarbréfinu. Guðmundur Karl segist í fyrstu hafa ætlað sér að birta bréfið en hafi nú „tekið ákvörðun um að dreifa ekki áburði og skít sem EL gefur frá sér“. Landlæknir segir á móti að það sé ekki í verkahring Guðmundar Karls að aflétta trúnaði sem áskilinn er. Auk þess sem kærufrestur til heilbrigðisráðuneytis sé þrír mánuðir og ekki sé hægt, af hálfu embættisins, að birta bréf sem er í stjórnsýslulegu ferli. Og þar við situr. Meðan fljúga köpuryrðin og stórorðar yfirlýsingar um á samfélagsmiðlum.
Stjórnsýsla Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Embætti landlæknis Tengdar fréttir Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Sjá meira
Landlæknir vísar málflutningi Kalla Snæ á bug Embætti landlæknis segir aðrar ástæður liggja að baki þess að læknirinn Kalli Snæ hafi verið sviptur lækningaleyfi en fram hafi komið. Hann segist hafa verið sviptur leyfinu vegna gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir. 13. júní 2025 09:56