Þar sem fegurðin ríkir ein Halldór Eiríksson skrifar 17. júní 2025 14:31 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafði á orði í blaðagrein fimmtudaginn 12.júní sl.: „Í mörgum byggingum hennar [Reykjavíkurborgar] er of mikil áhersla lögð á íburð og jafnvel tilraunastarfsemi á kostnað skattgreiðenda. Oft virðast hönnuðir og /eða arkitektar líta á verkefni fyrir borgina sem tækifæri til að láta ljós sitt skína og reisa sjálfum sér framúrstefnuleg minnismerki. Hagkvæmni skiptir þá ekki máli, hvorki byggingakostnaður né rekstrarkostnaður til framtíðar.“ Var þessi málsgrein algerlega út úr samhengi við restina af greininni, sem fjallaði um úttekt IER á framkvæmd við Brákaborg, en í þeirri skýrslu er nánast ekkert fjallað um arkitekta framkvæmdarinnar, íburð, minnismerki og sannarlega ekkert um nýjar eða framúrstefnulegar lausnir og engin dæmi eru tekin önnur sem geti skýrt þennan sleggjudóm. Degi áður hélt Sverrir Jóhannesson deildarstjóri fasteignadeildar FSRE fyrirlestur á málþinginu „Byggjum til framtíðar“ í HR. Þar sagði hann orðrétt: „Af því að við erum Ríkið, þá eigum við að gera fansí og flott hús og þá bitnar það oft á gæðum og rekstri“. Samhliða því var hann með skyggnu sem á stóð: „Finna þarf jafnvægi í hönnun (fagurfræði), gæðum og rekstri […] Fagurfræði má ekki vera ráðandi og þarf að byggjast á lausnum sem nýtast vel og krefjast lágmarks rekstrarviðhalds“. Rétt er að gæta sannmælis og hafa með að á skyggnunni kom einnig fram: „Við byggjum vandaðar byggingar þegar arkitektar, verkfræðingar, rekstraraðilar og notendur vinna saman frá upphafi“. Í báðum þessum tilfellum, og þau eru ekki einsdæmi, falla höfundar í þá hugsanavillu að fegurð mannvirkis og notagildi þess séu „zero sum“, þ.e. að sé annað aukið sé það á kostnað hins. Þetta stenst hins vegar ekki – það er einmitt aðalsmerki góðs arkitektúrs að sameina þetta tvennt. Skoðum það nánar: Arkitektar velja ekki lóð verkefnisins, hlutverk byggingar eða það fjármagn sem í verkefnið er lagt. Þeir svara þörfum eiganda og notenda innan ramma skipulags- og byggingareglugerðar. Hönnunarverkefnið felst í því að taka þessar óskyldu kröfur, samhliða menningarlegum, sögulegum og listrænum áhrifaþáttum og gera úr því heildstætt verk – góða hönnun. Starf arkitekta felur þannig í sér uppröðun og samsetningu rýma út frá þörfum eiganda og notenda þess. Samhliða því fer fram formmótun á mannvirkinu út frá innra skipulagi, ytri aðstæðum, menningu og sögu. Þannig eru form, útlit og innra skipulag unnin samhliða þar sem allir þættirnir fléttast saman. Að sjálfsögðu getur fólk greint á um val á einstökum lausnum í efnisvali og innkaupum; um samspil á milli verðs og gæða en lausnin hverju sinni þarf að byggjast á skilningi á markmiðum og áherslum í hverju verki á hverjum tíma. Það er því svo mikil einföldun að það er beinlínis rangt, að taka allt hönnunarferlið og slíta það í sundur í nytjar og fagurfræði á grunni vals á einstaka byggingahlutum. Andri Snær Magnason benti á það fyrir mörgum árum að rangt staðsettur gluggi væri jafn dýr í framkvæmd og rétt staðsettur. Fegurð bygginga skiptir máli - menningarlega og þjóðhagslega. Opinberir verkkaupar eiga að gera skýlausar kröfur um fagurfræði, en þá líka með þeim skilningi að slík krafa afsakar engan afslátt á ítrustu nytsemi byggingarinnar. Það sem Kjartan vísar í sem löngunina til að reisa sér minnismerki er einmitt það sem gerir arkitektinn að besta bandamanni verkkaupa við mannvirkjagerð. Langtímahagsmunir og orðspor arkitektsins í krafti fagurs og nytsamlegs húss fara algerlega saman við metnað verkkaupa. Ef verkkaupi hefur skýr líftímamarkmið fyrir bygginguna, ígrundaða kostnaðaráætlun og gott samráð við notendur, eiga hann og arkitektinn að geta leitt verkefnið farsællega í höfn. Það er nefnilega merkingaleysa og ekki gagnlegt í umræðu um arkitektúr að aðskilja fagurfræði og notagildi, það eru til orð um vel heppnaða samþættingu þessara þátta - góður arkitektúr – og hann á alltaf við. Höfundur er arkitekt og formaður Samtaka Arkitektastofa; SAMARK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Skipulag Borgarstjórn Byggingariðnaður Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafði á orði í blaðagrein fimmtudaginn 12.júní sl.: „Í mörgum byggingum hennar [Reykjavíkurborgar] er of mikil áhersla lögð á íburð og jafnvel tilraunastarfsemi á kostnað skattgreiðenda. Oft virðast hönnuðir og /eða arkitektar líta á verkefni fyrir borgina sem tækifæri til að láta ljós sitt skína og reisa sjálfum sér framúrstefnuleg minnismerki. Hagkvæmni skiptir þá ekki máli, hvorki byggingakostnaður né rekstrarkostnaður til framtíðar.“ Var þessi málsgrein algerlega út úr samhengi við restina af greininni, sem fjallaði um úttekt IER á framkvæmd við Brákaborg, en í þeirri skýrslu er nánast ekkert fjallað um arkitekta framkvæmdarinnar, íburð, minnismerki og sannarlega ekkert um nýjar eða framúrstefnulegar lausnir og engin dæmi eru tekin önnur sem geti skýrt þennan sleggjudóm. Degi áður hélt Sverrir Jóhannesson deildarstjóri fasteignadeildar FSRE fyrirlestur á málþinginu „Byggjum til framtíðar“ í HR. Þar sagði hann orðrétt: „Af því að við erum Ríkið, þá eigum við að gera fansí og flott hús og þá bitnar það oft á gæðum og rekstri“. Samhliða því var hann með skyggnu sem á stóð: „Finna þarf jafnvægi í hönnun (fagurfræði), gæðum og rekstri […] Fagurfræði má ekki vera ráðandi og þarf að byggjast á lausnum sem nýtast vel og krefjast lágmarks rekstrarviðhalds“. Rétt er að gæta sannmælis og hafa með að á skyggnunni kom einnig fram: „Við byggjum vandaðar byggingar þegar arkitektar, verkfræðingar, rekstraraðilar og notendur vinna saman frá upphafi“. Í báðum þessum tilfellum, og þau eru ekki einsdæmi, falla höfundar í þá hugsanavillu að fegurð mannvirkis og notagildi þess séu „zero sum“, þ.e. að sé annað aukið sé það á kostnað hins. Þetta stenst hins vegar ekki – það er einmitt aðalsmerki góðs arkitektúrs að sameina þetta tvennt. Skoðum það nánar: Arkitektar velja ekki lóð verkefnisins, hlutverk byggingar eða það fjármagn sem í verkefnið er lagt. Þeir svara þörfum eiganda og notenda innan ramma skipulags- og byggingareglugerðar. Hönnunarverkefnið felst í því að taka þessar óskyldu kröfur, samhliða menningarlegum, sögulegum og listrænum áhrifaþáttum og gera úr því heildstætt verk – góða hönnun. Starf arkitekta felur þannig í sér uppröðun og samsetningu rýma út frá þörfum eiganda og notenda þess. Samhliða því fer fram formmótun á mannvirkinu út frá innra skipulagi, ytri aðstæðum, menningu og sögu. Þannig eru form, útlit og innra skipulag unnin samhliða þar sem allir þættirnir fléttast saman. Að sjálfsögðu getur fólk greint á um val á einstökum lausnum í efnisvali og innkaupum; um samspil á milli verðs og gæða en lausnin hverju sinni þarf að byggjast á skilningi á markmiðum og áherslum í hverju verki á hverjum tíma. Það er því svo mikil einföldun að það er beinlínis rangt, að taka allt hönnunarferlið og slíta það í sundur í nytjar og fagurfræði á grunni vals á einstaka byggingahlutum. Andri Snær Magnason benti á það fyrir mörgum árum að rangt staðsettur gluggi væri jafn dýr í framkvæmd og rétt staðsettur. Fegurð bygginga skiptir máli - menningarlega og þjóðhagslega. Opinberir verkkaupar eiga að gera skýlausar kröfur um fagurfræði, en þá líka með þeim skilningi að slík krafa afsakar engan afslátt á ítrustu nytsemi byggingarinnar. Það sem Kjartan vísar í sem löngunina til að reisa sér minnismerki er einmitt það sem gerir arkitektinn að besta bandamanni verkkaupa við mannvirkjagerð. Langtímahagsmunir og orðspor arkitektsins í krafti fagurs og nytsamlegs húss fara algerlega saman við metnað verkkaupa. Ef verkkaupi hefur skýr líftímamarkmið fyrir bygginguna, ígrundaða kostnaðaráætlun og gott samráð við notendur, eiga hann og arkitektinn að geta leitt verkefnið farsællega í höfn. Það er nefnilega merkingaleysa og ekki gagnlegt í umræðu um arkitektúr að aðskilja fagurfræði og notagildi, það eru til orð um vel heppnaða samþættingu þessara þátta - góður arkitektúr – og hann á alltaf við. Höfundur er arkitekt og formaður Samtaka Arkitektastofa; SAMARK.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun