Svo verði Íslands ástkæra byggð ei öðrum þjóðum háð Anton Guðmundsson skrifar 17. júní 2025 10:32 81 ár er liðið síðan Ísland varð sjálfstæð þjóð og lýðveldið Ísland stofnað við Lögberg á Þingvöllum, við Öxará. Það er ekki langur tími, aðeins einn mannsaldur. Enn eru meðal okkar þeir sem muna daginn, muna hátíðina. Stofnun lýðveldisins var ekki tilviljunarkennd ákvörðun né gerð í skyndingu. Hún var niðurstaða margra ára baráttu, þar sem sjálfstæðisviljinn lifði í hjörtum fólksins. Frá endurreisn Alþingis árið 1845 til sambandslaganna 1918 gekk þjóðin með drauminn um fullveldi í brjósti. Þegar Danmörk var hernumin í síðari heimsstyrjöld varð ljóst að stundin var komin. Í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí 1944 studdi nær einróma þjóðin stofnun lýðveldis og þann 17. júní varð draumurinn að veruleika. Í dag, 81 ári síðar, stöndum við sem þjóð sem hefur gengið í gegnum margt saman, kreppur, stríð, náttúruhamfarir og heimsfaraldur, en ávallt haldið sjálfstæðinu á lofti, með reisn og þrautseigju. Mikilvægi fullveldisins kom skýrt fram bæði í þorskastríðunum og í Icesave-deilunni. En því miður erum við með ríkisstjórn í landinu í dag, ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem virðir ekki þá mikilvægu atburði sem áttu sér stað á Lögbergi við Öxará fyrir 81 ári síðan. Við erum með ríkisstjórn sem vinnur markvisst að því að veikja fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Ríkisstjórn sem setur málefni á oddinn sem beinlínis hafa það að leiðarljósi að grafa undan sjálfstæði landsins. Nefna má í því samhengi Bókun 35 við EES-samninginn og stefnumál um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bókun 35 hefur verið til umræðu á Alþingi síðustu daga. Í stuttu máli snýst málið um breytingar á lögum um EES-samninginn frá árinu 1993. Í bókuninni er annars vegar krafa um að EES-reglur og Evrópuréttur skuli gilda framar öðrum lögum, en hins vegar segir einnig að löggjafarvald skuli ekki framselt. Þar liggur vandinn, þessi ákvæði stangast á. Gæti verið komið að því að EES-samningurinn vinni gegn hagsmunum lýðveldisins Íslands? Trúlega væri betra fyrir okkur Íslendinga að segja okkur úr EES og gera eigin fríverslunarsamninga. Mér, persónulega, finnst algjörlega ótækt að samþykkja Bókun 35. Ég tel að hún stangist á við stjórnarskrá lýðveldisins. Þegar viðskiptasamningur eins og EES-samningurinn fer að stangast á við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, ætti það að vekja djúpar spurningar um fullveldi, og stjórnarskrárbundna valdaskiptingu. Í 2. grein stjórnarskrárinnar, sem sett var við lýðveldisstofnun 17. júní 1944, segir skýrt að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið hvíli hjá forseta og stjórnvöldum samkvæmt lögum, og dómsvaldið sé í höndum dómstóla. Þessi grein markar grundvallarþrískiptingu ríkisvaldsins. Með Bókun 35 er Ísland beðið um að skuldbinda sig til að veita erlendum reglum sem eru ekki settar af íslenskum löggjafa forgang og bein réttaráhrif. Því fylgir að íslenskir dómstólar verði að víkja frá landslögum og beita reglum sem hafa ekki verið samþykktar af Alþingi, heldur af stofnunum Evrópusambandsins. Þar með er ekki aðeins dregið úr löggjafarvaldi Alþingis, heldureinnig sjálfstæði dómstóla. Þetta skapar hættu á því að Ísland færi vald yfir í hendur erlendra aðila án þess að fylgt sé því ferli sem stjórnarskráin krefst. Þetta kallar á þá grundvallarspurningu:Getur viðskiptasamningur sem EES-samningurinn er í grunninn haft að geyma ákvæði sem krefjast þess að Ísland breyti sjálfum grunni lýðveldisins, Ef svo er, þá höfum við ekki lengur fullvalda þjóðríki. Núverandi ríkisstjórn hefur jafnframt talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu eigi síðar en árið 2027. Aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi fela í sér umfangsmikið framsal fullveldis og grafa undan sjálfstæðum ákvörðunum þjóðarinnar í grundvallarmálum. Með aðild yrði Ísland skuldbundið til að lúta sameiginlegri löggjöf sambandsins á sviðum eins og landbúnaði, sjávarútvegi, peningamálum og dómsmálum, málaflokkum sem snerta beinlínis efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði þjóðarinnar. Í reynd myndi þetta þýða að reglugerðir og ákvarðanir teknar í Brussel, þar sem Ísland er aðeins lítið ríki meðal margra, hefðu lagalegan forgang yfir íslensk lög og væru bindandi fyrir stjórnvöld og dómstóla. Slíkt valdframsal gengur þvert gegn hugmyndinni um fullvalda lýðveldi, þar sem íslensk lög, sett af þjóðkjörnu Alþingi, ráða för. Því vekur aðild að ESB alvarlegar spurningar um hvort Ísland geti áfram talist fullvalda ríki ef það framselur löggjafar- og dómsvald til yfir þjóðlegra stofnana sem hafa vald til að setja lög sem ganga framar þeim sem Alþingi setur. Ég vil ljúka þessum pistli með orðum skáldsins, úr ljóðinu Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu, sem ort var í tilefni lýðveldisstofnunarinnar árið 1944 Svo verði Íslands ástkær byggðei öðrum þjóðum háð.Svo aldrei framar Íslands byggðsé öðrum þjóðum háð. – Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) Fullveldismál skipta okkur Íslendinga máli, nú sem aldrei fyrr. Kæru Íslendingar,til hamingju með þjóðhátíðardaginn! Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Framsóknarflokkurinn Suðurnesjabær 17. júní Bókun 35 Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
81 ár er liðið síðan Ísland varð sjálfstæð þjóð og lýðveldið Ísland stofnað við Lögberg á Þingvöllum, við Öxará. Það er ekki langur tími, aðeins einn mannsaldur. Enn eru meðal okkar þeir sem muna daginn, muna hátíðina. Stofnun lýðveldisins var ekki tilviljunarkennd ákvörðun né gerð í skyndingu. Hún var niðurstaða margra ára baráttu, þar sem sjálfstæðisviljinn lifði í hjörtum fólksins. Frá endurreisn Alþingis árið 1845 til sambandslaganna 1918 gekk þjóðin með drauminn um fullveldi í brjósti. Þegar Danmörk var hernumin í síðari heimsstyrjöld varð ljóst að stundin var komin. Í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí 1944 studdi nær einróma þjóðin stofnun lýðveldis og þann 17. júní varð draumurinn að veruleika. Í dag, 81 ári síðar, stöndum við sem þjóð sem hefur gengið í gegnum margt saman, kreppur, stríð, náttúruhamfarir og heimsfaraldur, en ávallt haldið sjálfstæðinu á lofti, með reisn og þrautseigju. Mikilvægi fullveldisins kom skýrt fram bæði í þorskastríðunum og í Icesave-deilunni. En því miður erum við með ríkisstjórn í landinu í dag, ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem virðir ekki þá mikilvægu atburði sem áttu sér stað á Lögbergi við Öxará fyrir 81 ári síðan. Við erum með ríkisstjórn sem vinnur markvisst að því að veikja fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Ríkisstjórn sem setur málefni á oddinn sem beinlínis hafa það að leiðarljósi að grafa undan sjálfstæði landsins. Nefna má í því samhengi Bókun 35 við EES-samninginn og stefnumál um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bókun 35 hefur verið til umræðu á Alþingi síðustu daga. Í stuttu máli snýst málið um breytingar á lögum um EES-samninginn frá árinu 1993. Í bókuninni er annars vegar krafa um að EES-reglur og Evrópuréttur skuli gilda framar öðrum lögum, en hins vegar segir einnig að löggjafarvald skuli ekki framselt. Þar liggur vandinn, þessi ákvæði stangast á. Gæti verið komið að því að EES-samningurinn vinni gegn hagsmunum lýðveldisins Íslands? Trúlega væri betra fyrir okkur Íslendinga að segja okkur úr EES og gera eigin fríverslunarsamninga. Mér, persónulega, finnst algjörlega ótækt að samþykkja Bókun 35. Ég tel að hún stangist á við stjórnarskrá lýðveldisins. Þegar viðskiptasamningur eins og EES-samningurinn fer að stangast á við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, ætti það að vekja djúpar spurningar um fullveldi, og stjórnarskrárbundna valdaskiptingu. Í 2. grein stjórnarskrárinnar, sem sett var við lýðveldisstofnun 17. júní 1944, segir skýrt að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið hvíli hjá forseta og stjórnvöldum samkvæmt lögum, og dómsvaldið sé í höndum dómstóla. Þessi grein markar grundvallarþrískiptingu ríkisvaldsins. Með Bókun 35 er Ísland beðið um að skuldbinda sig til að veita erlendum reglum sem eru ekki settar af íslenskum löggjafa forgang og bein réttaráhrif. Því fylgir að íslenskir dómstólar verði að víkja frá landslögum og beita reglum sem hafa ekki verið samþykktar af Alþingi, heldur af stofnunum Evrópusambandsins. Þar með er ekki aðeins dregið úr löggjafarvaldi Alþingis, heldureinnig sjálfstæði dómstóla. Þetta skapar hættu á því að Ísland færi vald yfir í hendur erlendra aðila án þess að fylgt sé því ferli sem stjórnarskráin krefst. Þetta kallar á þá grundvallarspurningu:Getur viðskiptasamningur sem EES-samningurinn er í grunninn haft að geyma ákvæði sem krefjast þess að Ísland breyti sjálfum grunni lýðveldisins, Ef svo er, þá höfum við ekki lengur fullvalda þjóðríki. Núverandi ríkisstjórn hefur jafnframt talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu eigi síðar en árið 2027. Aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi fela í sér umfangsmikið framsal fullveldis og grafa undan sjálfstæðum ákvörðunum þjóðarinnar í grundvallarmálum. Með aðild yrði Ísland skuldbundið til að lúta sameiginlegri löggjöf sambandsins á sviðum eins og landbúnaði, sjávarútvegi, peningamálum og dómsmálum, málaflokkum sem snerta beinlínis efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði þjóðarinnar. Í reynd myndi þetta þýða að reglugerðir og ákvarðanir teknar í Brussel, þar sem Ísland er aðeins lítið ríki meðal margra, hefðu lagalegan forgang yfir íslensk lög og væru bindandi fyrir stjórnvöld og dómstóla. Slíkt valdframsal gengur þvert gegn hugmyndinni um fullvalda lýðveldi, þar sem íslensk lög, sett af þjóðkjörnu Alþingi, ráða för. Því vekur aðild að ESB alvarlegar spurningar um hvort Ísland geti áfram talist fullvalda ríki ef það framselur löggjafar- og dómsvald til yfir þjóðlegra stofnana sem hafa vald til að setja lög sem ganga framar þeim sem Alþingi setur. Ég vil ljúka þessum pistli með orðum skáldsins, úr ljóðinu Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu, sem ort var í tilefni lýðveldisstofnunarinnar árið 1944 Svo verði Íslands ástkær byggðei öðrum þjóðum háð.Svo aldrei framar Íslands byggðsé öðrum þjóðum háð. – Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) Fullveldismál skipta okkur Íslendinga máli, nú sem aldrei fyrr. Kæru Íslendingar,til hamingju með þjóðhátíðardaginn! Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun