Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2025 07:00 Man United er með rándýran leikmannahóp sem getur þó ekki neitt. Vísir/Getty Images Lengi vel hefur sú mýta gengið manna á milli að enska knattspyrnufélagið Manchester United þurfi að borga meira til að fá leikmenn í sínar raðir heldur en önnur félög. Mýtan varð í raun að veruleika þegar Ed Woodward stýrði United-skútunni en hann er nú horfinn á braut og félagið hefur hreinlega ekki efni á að borga hinn svokallaða „Man United skatt“ í dag. Þegar Man United var upp á sitt besta í kringum og eftir aldamót hikaði Sir Alex Ferguson ekki að opna veskið ef hann taldi lið sitt þurfa á ákveðnum leikmanni að halda. Hann var þó einnig duglegur að finna ódýra gimsteina þess á milli. Sir Alex Ferguson og Rúben Amorim, þjálfari Man United í dag.Getty/Nick Potts Eftir að Sir Alex hætti þjálfun liðsins og Ed Woodward varð framkvæmdastjóri má segja að liðið hafi nær alltaf borgað uppsprengt verð. Dæmin eru endalaust en ef taka má mið af leikmannahópi liðsins í dag má nefna Casemiro, Antony og Rasmus Höjlund sem dæmi. Allir kostuðu fúlgur fjár þó það væri ljóst að þeir væru ekki verðsins verðugir. Woodward er hins vegar horfinn á braut og nú er öldin önnur hjá Rauðu djöflunum. Eftir eyðslu undanfarinna ára er veskið svo gott sem tómt. Það var því jákvætt að Matheus Cunha, nýjasti leikmaður liðsins, væri með klásúlu í samningi sínum við Úlfana sem gerði honum kleift að ganga til liðs við Man United á 62,5 milljón punda. Woodward hafði enga reynslu úr heimi knattspyrnunnar né þekkingu á leiknum þegar hann hóf störf fyrir Man United.Simon Stacpoole/Getty Images Það helsta sem þurfti að semja um var hvernig greiðslunni yrði skipt niður. Rauðu djöflarnir vildu fá að borga upphæðina á næstu fimm árum og svo fjórum. Úlfarnir vildu fá alla upphæðina á næstu tveimur árum. Endanlega niðurstaða er á milli félaganna en samningar virðast hafa nást nokkuð fljótt þar sem Cunha er genginn í raðir Man United. ESPN greinir svo frá því að Man United sé ekki tilbúið að borga hinn svokallaða „United skatt“ þegar kemur að leikmönnum á borð við Bryan Mbeumo, Antoine Semenyo og Eberechi Eze. Þá er félagið ekki tilbúið að gefa mönnum ofursamninga sem þeir myndu ekki fá annars staðar en í Sádi-Arabíu. Sem stendur er Omar Berrada, framkvæmdastjóri félagsins, að reyna byggja Man United upp á nýjan leik eftir dýr mistök ár eftir ár undanfarinn áratug. Staðan er hreinlega þannig að félagið má ekki við því að borga „United skattinn“ í dag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Mýtan varð í raun að veruleika þegar Ed Woodward stýrði United-skútunni en hann er nú horfinn á braut og félagið hefur hreinlega ekki efni á að borga hinn svokallaða „Man United skatt“ í dag. Þegar Man United var upp á sitt besta í kringum og eftir aldamót hikaði Sir Alex Ferguson ekki að opna veskið ef hann taldi lið sitt þurfa á ákveðnum leikmanni að halda. Hann var þó einnig duglegur að finna ódýra gimsteina þess á milli. Sir Alex Ferguson og Rúben Amorim, þjálfari Man United í dag.Getty/Nick Potts Eftir að Sir Alex hætti þjálfun liðsins og Ed Woodward varð framkvæmdastjóri má segja að liðið hafi nær alltaf borgað uppsprengt verð. Dæmin eru endalaust en ef taka má mið af leikmannahópi liðsins í dag má nefna Casemiro, Antony og Rasmus Höjlund sem dæmi. Allir kostuðu fúlgur fjár þó það væri ljóst að þeir væru ekki verðsins verðugir. Woodward er hins vegar horfinn á braut og nú er öldin önnur hjá Rauðu djöflunum. Eftir eyðslu undanfarinna ára er veskið svo gott sem tómt. Það var því jákvætt að Matheus Cunha, nýjasti leikmaður liðsins, væri með klásúlu í samningi sínum við Úlfana sem gerði honum kleift að ganga til liðs við Man United á 62,5 milljón punda. Woodward hafði enga reynslu úr heimi knattspyrnunnar né þekkingu á leiknum þegar hann hóf störf fyrir Man United.Simon Stacpoole/Getty Images Það helsta sem þurfti að semja um var hvernig greiðslunni yrði skipt niður. Rauðu djöflarnir vildu fá að borga upphæðina á næstu fimm árum og svo fjórum. Úlfarnir vildu fá alla upphæðina á næstu tveimur árum. Endanlega niðurstaða er á milli félaganna en samningar virðast hafa nást nokkuð fljótt þar sem Cunha er genginn í raðir Man United. ESPN greinir svo frá því að Man United sé ekki tilbúið að borga hinn svokallaða „United skatt“ þegar kemur að leikmönnum á borð við Bryan Mbeumo, Antoine Semenyo og Eberechi Eze. Þá er félagið ekki tilbúið að gefa mönnum ofursamninga sem þeir myndu ekki fá annars staðar en í Sádi-Arabíu. Sem stendur er Omar Berrada, framkvæmdastjóri félagsins, að reyna byggja Man United upp á nýjan leik eftir dýr mistök ár eftir ár undanfarinn áratug. Staðan er hreinlega þannig að félagið má ekki við því að borga „United skattinn“ í dag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira