„Þetta eru alvarlegir stunguáverkar“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júní 2025 19:22 Ævar pálmi Pálmasson yfirmaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Vísir Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Það var á áttunda tímanum í morgun á Edition hótel í Reykjavík sem að lögreglan var kölluð til vegna alvarlegs atviks. Sérveit og fjórir sjúkrabílar voru einnig sendir á vettvang. Það var svo laust eftir hádegi sem tilkynning barst frá lögreglu um að tveir erlendir ferðamenn hafi fundist látnir á hótelinu. Krafist verður gæsluvarðhalds yfir sakborningi í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var frönsk kona á sextugsaldri flutt frá vettvangi alvarlega særð með stunguáverka. Hún hefur stöðu sakbornings í málinu og er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur með eggvopni á hótelherbergi. Maðurinn var einnig á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Þau voru franskir ríkisborgarar og voru úrskurðuð látin á vettvangi. Uppfært 19:51 - Konan hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstudagsins 20. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan lagt hald á hluti og muni Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, gat ekki staðfest hvort fjölskyldubönd væru meðal aðila í málinu. „Lögreglan fékk tilkynningu snemma í morgun um alvarlegt atvik á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang fundust tveir aðilar þar látnir og sá þriðji alvarlega slasaður með áverka og var fluttur á sjúkrahús. Þetta eru alvarlegir stunguáverkar.“ Sá sem var fluttur frá vettvangi með áverka er sú manneskja með stöðu sakbornings? „Sá aðilli er með réttarstöðu sakbornings og rannsóknin miðar að því hvort þarna hafi verið manndráp. Lögreglan hefur lagt hald á hluti og muni. Vettvangsrannsókn stendur yfir og mun standa yfir aðeins áfram.“ Enn fjölmargt á huldu Búið er að taka skýrslu af nokkrum aðilum í dag vegna málsins. Enn er á margt á huldu og rannsókn á frumstigi. Til að mynda liggur ekki fyrir hve langur tími leið frá því að atvikið átti sér stað og þar til að lögreglu bar að garði. Ævar sagði ekki til um hvort fíknifefni hafi verið á vettvangi eða hve lengi aðilarnir hafi verið á Íslandi og hvers eðlis ferð þeirra var. Þar að auki gaf hann ekki upp hver tilkynnti málið til lögreglu eða hvort þeir látnu og sakborningur hafi öll verið innrituð á sama herbergi. „Það er heilmikil rannsókn fram undan og eins og hefur komið fram er um að erlenda ríkisborgara að ræða og það er verið að vinna að því núna með þar til bærum yfirvöldum að hafa uppi á aðstandendum í þeirra heimalandi svo það er heilmikil rannsókn fram undan.“ Munuð þið fara fram á gæsluvarðhald? Já við munum fara fram á gæsluvarðhald yfri þessum aðila sem var fluttur á sjúkrahús með áverkanna. Hvernig ástandi er sá aðili í? „Eftir því sem mér skilst þá er ástandið stöðugt.“ Lögreglumál Hótel á Íslandi Reykjavík Manndráp á Reykjavík Edition Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Það var á áttunda tímanum í morgun á Edition hótel í Reykjavík sem að lögreglan var kölluð til vegna alvarlegs atviks. Sérveit og fjórir sjúkrabílar voru einnig sendir á vettvang. Það var svo laust eftir hádegi sem tilkynning barst frá lögreglu um að tveir erlendir ferðamenn hafi fundist látnir á hótelinu. Krafist verður gæsluvarðhalds yfir sakborningi í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var frönsk kona á sextugsaldri flutt frá vettvangi alvarlega særð með stunguáverka. Hún hefur stöðu sakbornings í málinu og er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur með eggvopni á hótelherbergi. Maðurinn var einnig á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Þau voru franskir ríkisborgarar og voru úrskurðuð látin á vettvangi. Uppfært 19:51 - Konan hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstudagsins 20. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan lagt hald á hluti og muni Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, gat ekki staðfest hvort fjölskyldubönd væru meðal aðila í málinu. „Lögreglan fékk tilkynningu snemma í morgun um alvarlegt atvik á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang fundust tveir aðilar þar látnir og sá þriðji alvarlega slasaður með áverka og var fluttur á sjúkrahús. Þetta eru alvarlegir stunguáverkar.“ Sá sem var fluttur frá vettvangi með áverka er sú manneskja með stöðu sakbornings? „Sá aðilli er með réttarstöðu sakbornings og rannsóknin miðar að því hvort þarna hafi verið manndráp. Lögreglan hefur lagt hald á hluti og muni. Vettvangsrannsókn stendur yfir og mun standa yfir aðeins áfram.“ Enn fjölmargt á huldu Búið er að taka skýrslu af nokkrum aðilum í dag vegna málsins. Enn er á margt á huldu og rannsókn á frumstigi. Til að mynda liggur ekki fyrir hve langur tími leið frá því að atvikið átti sér stað og þar til að lögreglu bar að garði. Ævar sagði ekki til um hvort fíknifefni hafi verið á vettvangi eða hve lengi aðilarnir hafi verið á Íslandi og hvers eðlis ferð þeirra var. Þar að auki gaf hann ekki upp hver tilkynnti málið til lögreglu eða hvort þeir látnu og sakborningur hafi öll verið innrituð á sama herbergi. „Það er heilmikil rannsókn fram undan og eins og hefur komið fram er um að erlenda ríkisborgara að ræða og það er verið að vinna að því núna með þar til bærum yfirvöldum að hafa uppi á aðstandendum í þeirra heimalandi svo það er heilmikil rannsókn fram undan.“ Munuð þið fara fram á gæsluvarðhald? Já við munum fara fram á gæsluvarðhald yfri þessum aðila sem var fluttur á sjúkrahús með áverkanna. Hvernig ástandi er sá aðili í? „Eftir því sem mér skilst þá er ástandið stöðugt.“
Lögreglumál Hótel á Íslandi Reykjavík Manndráp á Reykjavík Edition Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira