Hver á arðinn af sjávarútvegsauðlindinni? Einar G. Harðarson skrifar 16. júní 2025 08:02 Fólk hefur takmarkaða samúð með stórútgerð – en mikla samúð með fólkinu sem situr eftir í tómum byggðarlögum. Sjávarútvegurinn skilaði 89 milljörðum króna í hagnað árið 2021. Nú er til umræðu að hækka veiðigjöld um 7 milljarða – sem í raun samsvarar 10 milljörðum þegar skattaleg áhrif eru tekin með í reikninginn – en slíkar breytingar verður að útfæra af sanngirni, svo kerfið njóti áfram trausts og byggðir landsins verði ekki undir. Sjávarútvegurinn hefur um langt skeið verið ein arðbærasta atvinnugrein þjóðarinnar. Árið 2021 skilaði greinin heildar hagnaði upp á 89 milljarða króna og stærstu útgerðir landsins – eins og Brim og Síldarvinnslan – hafa reglulega sýnt stöðugan hagnað á bilinu 3–8 milljarðar króna. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna, því í ársreikningum eru teknar inn afskriftir af skipum og tækjum of arðsemi eigin fjár – en ekki af kvótanum sjálfum. Eigið fé hefur hins vegar myndast af miklum hagnaði en ekki framlagi einstaklinga. Kvótinn er í eðli sínu ekki tímabundinn eign heldur óendanlega endurnýjanleg auðlind sem úthlutað er árlega á grundvelli ráðgjafar Hafró. Eins og lækurinn. Þegar rætt er um að hækka veiðigjöld um 7 milljarða á ári, þarf að setja þá upphæð í raunhæft samhengi. Slíkt gjald nemur innan við 10% af hagnaði greinarinnar á góðu ári og rúmlega 1% af heildarveltu. Það er ljóst að stærstu útgerðir landsins hafa bæði bolmagn og skipulag til að mæta slíkri hækkun án þess að stofna rekstrargrundvelli sínum í hættu. Þá ber að nefna að veiðigjald er frádráttarbært frá skatti – og því erfitt að flokka það sem raunverulegan skatt, þar sem skattar eru almennt ekki frádráttarbærir frá sjálfum sér. En það dugar ekki að horfa eingöngu á heildartölur. Til að breytingar á veiðigjöldum standist réttlætissjónarmið þarf að tryggja að þær leggist sanngjarnt og hlutfallslega á útgerðir – þannig að minni og viðkvæmari aðilar verði ekki fyrir ósanngjörnu álagi á meðan stærri fyrirtæki hagnast vel áfram. Verði skekkjan of mikil tapast bæði trúverðugleiki og pólitískur stuðningur við nauðsynlega endurskoðun. Slíkar breytingar verður að vinna af yfirvegun og gagnsæi – og eftir 40 ár með núverandi kerfi hlýtur að mega gefa sér tíma til að útfæra þær rétt, fremur en að þröngva þeim í gegn í flýti. Fólk hefur mikla samúð með fólkið sem situr eftir, atvinnulaust, með verðlausar eignir. Það endurspeglast í almenningsáliti og pólitísku landslagi: stjórnmálamenn sem verja óbreytt ástand, þar sem kvóti færist á milli byggðarlaga án þess að upprunalega samfélagið fái nokkuð í staðinn, tapa trúverðugleika – og líklega fylgi. Samfélagið man og mun muna þegar kvóti var tekinn frá byggðarlögum og eftir stóðu tóm hús og vonlaus atvinnuástand. Það sárnar mörgum – sérstaklega þegar reynt er að réttlæta slíkar tilfærslur með því að „verja bakarann og leikskólann“, á meðan raunveruleg verðmæti hverfa annað. Hagnaðar áhrif eru metin fyrir útgerð og fiskvinnslu en hefur einhver reiknað út verðmætarýrnun bæjarfélaga og einstaklinga þegar kvóti er fluttur annað? Við verðum að standa í raun með bakaranum, rafvirkjanum og kennaranum – fólkinu sem heldur uppi samfélögum sem kvótinn stendur undir. Hér er tilefni til að læra af reynslu síðustu áratuga. Eftir bankahrunið beitti þáverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þeirri nálgun að þegar verðmæti eru flutt út úr samfélagi – þá skuli sá sem flytur skilja eitthvað eftir. Þessi nálgun, að krefjast sanngjarns gjalds fyrir nýtingu sameiginlegra verðmæta, var beitt gagnvart erlendum vogunarsjóðum og reyndist áhrifarík í að verja hagsmuni þjóðarinnar. Á sama hátt má líta á kvótann: ef hann færist milli byggðarlaga eða ef fiskistofnar nýtast betur en áður, þá á hluti arðsins að renna aftur til þess samfélags sem studdi við útgerðina – til sveitarfélaganna og fólksins sem byggði upp aðstöðuna. Fiskurinn hverfur ekki úr sjónum – og hann hverfur ekki úr samfélaginu nema við leyfum það. Fullyrðingar um annað eru aðeins hávær vörn fyrir núverandi skipan mála, þar sem kvóti færist um landið eins og hvert annað viðskiptatæki. En um leið verðum við að gæta að því að draga ekki úr virkni eða arðbærni kvótakerfisins, sem hefur að mörgu leyti reynst þjóðinni vel. Kerfið má þróa – en ekki afbaka. Veiðigjöld þurfa að hækka – en með réttlæti og ábyrgð að leiðarljósi. Þau eiga hvorki að fella smærri útgerðir né veikja byggðarlög, heldur styrkja stoðir þeirra með markvissum aðgerðum, til dæmis í gegnum samgöngubætur, byggðastyrki og innviðaþróun. Þetta er ekki aðeins fjárhagslega og samfélagslega skynsamlegt – þetta er sáttarhönd og pólitískt nauðsynlegt. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Fólk hefur takmarkaða samúð með stórútgerð – en mikla samúð með fólkinu sem situr eftir í tómum byggðarlögum. Sjávarútvegurinn skilaði 89 milljörðum króna í hagnað árið 2021. Nú er til umræðu að hækka veiðigjöld um 7 milljarða – sem í raun samsvarar 10 milljörðum þegar skattaleg áhrif eru tekin með í reikninginn – en slíkar breytingar verður að útfæra af sanngirni, svo kerfið njóti áfram trausts og byggðir landsins verði ekki undir. Sjávarútvegurinn hefur um langt skeið verið ein arðbærasta atvinnugrein þjóðarinnar. Árið 2021 skilaði greinin heildar hagnaði upp á 89 milljarða króna og stærstu útgerðir landsins – eins og Brim og Síldarvinnslan – hafa reglulega sýnt stöðugan hagnað á bilinu 3–8 milljarðar króna. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna, því í ársreikningum eru teknar inn afskriftir af skipum og tækjum of arðsemi eigin fjár – en ekki af kvótanum sjálfum. Eigið fé hefur hins vegar myndast af miklum hagnaði en ekki framlagi einstaklinga. Kvótinn er í eðli sínu ekki tímabundinn eign heldur óendanlega endurnýjanleg auðlind sem úthlutað er árlega á grundvelli ráðgjafar Hafró. Eins og lækurinn. Þegar rætt er um að hækka veiðigjöld um 7 milljarða á ári, þarf að setja þá upphæð í raunhæft samhengi. Slíkt gjald nemur innan við 10% af hagnaði greinarinnar á góðu ári og rúmlega 1% af heildarveltu. Það er ljóst að stærstu útgerðir landsins hafa bæði bolmagn og skipulag til að mæta slíkri hækkun án þess að stofna rekstrargrundvelli sínum í hættu. Þá ber að nefna að veiðigjald er frádráttarbært frá skatti – og því erfitt að flokka það sem raunverulegan skatt, þar sem skattar eru almennt ekki frádráttarbærir frá sjálfum sér. En það dugar ekki að horfa eingöngu á heildartölur. Til að breytingar á veiðigjöldum standist réttlætissjónarmið þarf að tryggja að þær leggist sanngjarnt og hlutfallslega á útgerðir – þannig að minni og viðkvæmari aðilar verði ekki fyrir ósanngjörnu álagi á meðan stærri fyrirtæki hagnast vel áfram. Verði skekkjan of mikil tapast bæði trúverðugleiki og pólitískur stuðningur við nauðsynlega endurskoðun. Slíkar breytingar verður að vinna af yfirvegun og gagnsæi – og eftir 40 ár með núverandi kerfi hlýtur að mega gefa sér tíma til að útfæra þær rétt, fremur en að þröngva þeim í gegn í flýti. Fólk hefur mikla samúð með fólkið sem situr eftir, atvinnulaust, með verðlausar eignir. Það endurspeglast í almenningsáliti og pólitísku landslagi: stjórnmálamenn sem verja óbreytt ástand, þar sem kvóti færist á milli byggðarlaga án þess að upprunalega samfélagið fái nokkuð í staðinn, tapa trúverðugleika – og líklega fylgi. Samfélagið man og mun muna þegar kvóti var tekinn frá byggðarlögum og eftir stóðu tóm hús og vonlaus atvinnuástand. Það sárnar mörgum – sérstaklega þegar reynt er að réttlæta slíkar tilfærslur með því að „verja bakarann og leikskólann“, á meðan raunveruleg verðmæti hverfa annað. Hagnaðar áhrif eru metin fyrir útgerð og fiskvinnslu en hefur einhver reiknað út verðmætarýrnun bæjarfélaga og einstaklinga þegar kvóti er fluttur annað? Við verðum að standa í raun með bakaranum, rafvirkjanum og kennaranum – fólkinu sem heldur uppi samfélögum sem kvótinn stendur undir. Hér er tilefni til að læra af reynslu síðustu áratuga. Eftir bankahrunið beitti þáverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þeirri nálgun að þegar verðmæti eru flutt út úr samfélagi – þá skuli sá sem flytur skilja eitthvað eftir. Þessi nálgun, að krefjast sanngjarns gjalds fyrir nýtingu sameiginlegra verðmæta, var beitt gagnvart erlendum vogunarsjóðum og reyndist áhrifarík í að verja hagsmuni þjóðarinnar. Á sama hátt má líta á kvótann: ef hann færist milli byggðarlaga eða ef fiskistofnar nýtast betur en áður, þá á hluti arðsins að renna aftur til þess samfélags sem studdi við útgerðina – til sveitarfélaganna og fólksins sem byggði upp aðstöðuna. Fiskurinn hverfur ekki úr sjónum – og hann hverfur ekki úr samfélaginu nema við leyfum það. Fullyrðingar um annað eru aðeins hávær vörn fyrir núverandi skipan mála, þar sem kvóti færist um landið eins og hvert annað viðskiptatæki. En um leið verðum við að gæta að því að draga ekki úr virkni eða arðbærni kvótakerfisins, sem hefur að mörgu leyti reynst þjóðinni vel. Kerfið má þróa – en ekki afbaka. Veiðigjöld þurfa að hækka – en með réttlæti og ábyrgð að leiðarljósi. Þau eiga hvorki að fella smærri útgerðir né veikja byggðarlög, heldur styrkja stoðir þeirra með markvissum aðgerðum, til dæmis í gegnum samgöngubætur, byggðastyrki og innviðaþróun. Þetta er ekki aðeins fjárhagslega og samfélagslega skynsamlegt – þetta er sáttarhönd og pólitískt nauðsynlegt. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar