Versta sem gæti gerzt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 14:31 Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn ekki fram að ganga og málið færi í kjölfarið hugsanlega fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að fara bæri að kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um forgang innleidds regluverks frá Evrópusambandinu gagnvart innlendri lagasetningu. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér. Um fyrirfram uppgjöf er að ræða án þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyrir dómi. Dómstólaleiðin þýddi hins vegar að möguleiki væri á því að dæmt yrði okkur í vil. Líkt og raunin varð í Icesave-málinu á sínum tíma þegar ekki mátti heldur fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn af einhverjum óútskýrðum ástæðum. Sá möguleiki er hins vegar að engu gerður með því að gefast upp fyrir fram eins og til stendur með frumvarpinu. Ef það uppfyllti ekki kröfur ESA myndi það eðli málsins samkvæmt kalla á frekari aðgerðir af hálfu stofnunarinnar þar til sú yrði raunin. Tal um að frumvarpið sé hugsað til þess að tryggja að íslenzk stjórnvöld hafi forræði á málinu stenzt þannig alls enga skoðun. Fullyrðingar um að mögulega yrðu gerðar einhverjar frekari kröfur um breytingar á lögum eða annað á hendur Íslandi ef málið færi fyrir EFTA-dómstólinn standast að sama skapi enga skoðun. Hlutverk dómstólsins í þessum efnum er fyrst og fremst að kveða upp úrskurð á grundvelli málatilbúnaðs ESA í samningsbrotamáli stofnunarinnar gegn viðkomandi EFTA/EES-ríki. Þess utan er ljóst með tilliti til efnis bókunar 35 að ESA er að fara fram með ítrustu kröfur í þeim efnum. Það hefur enda ekki komið fram hvaða frekari kröfur ætti að vera um að ræða enda alls óljóst hverjar þær gætu mögulega verið. Hið sama á við um fullyrðingar um það að EES-samningurinn kunni að vera í uppnámi verði frumvarpið ekki samþykkt. Nokkuð sem einnig var haldið fram að yrði raunin færi Icesave-málsins fyrir EFTA-dómstólinn. Ísland gerðist aðili að EES-samningnum á sínum tíma á tilteknum forsendum. Ein þeirra var innleiðing bókunar 35 með þeim hætti sem gert var með 3. grein laga um Evrópska efnahagssvæðið. Sameiginlegur skilningur var með samningsaðilum um þetta fyrirkomulag allt þar til ESA hóf skyndilega umræddan málatilbúnað gegn Íslandi nær tveimur áratugum eftir gildistöku samningsins. Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir rúmum 30 árum ef litið hefði verið svo á að standa þyrfti að málum með þeim hætti sem nú stendur til með frumvarpi Þorgerðar Katrínar. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð. Það er ekki að ástæðulausu að þannig var haldið á málum. Tilgangurinn var einmitt að tryggja nægjanlegan pólitískan stuðning við málið. Þá fyrst og fremst í röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Með öðrum orðum er ljóst að ef einhver er að setja EES-samninginn í uppnám er það ESA sem með málatilbúnaði sínum er að fara gegn þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands að samningnum og stofnunin gerði engar athugasemdir við í tæpa tvo áratugi þrátt fyrir að hlutverk hennar sé að hafa eftirlit með réttri framkvæmd hans. Ástæðan er ekki sú að ESA hafi verið að vanrækja það hlutverk sitt í tæp 20 ár heldur vegna þess að stofnunin var einfaldlega að taka mið af þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands. Allt þar til núverandi málatilbúnaður hennar gegn landinu hófst. Vörnum var að sama skapi ekki haldið uppi í málinu af hálfu íslenzkra stjórnvalda árum saman að ástæðulausu. Þar af og ekki sízt þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og með utanríkisráðuneytið. Allt þar til nýr utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók við embætti eftir þingkosningarnar 2021 að algerlega var snúið við blaðinu og tekið undir kröfu ESA. Haldbærar skýringar hafa ekki fengizt á þeim viðsnúningi þrátt fyrir ítrekaðar óskir í þeim efnum. Ekki sízt frá fjölmiðlum. Vert er að skora á þingmenn okkar sjálfstæðismanna að taka aftur hraustlega til varna vegna málsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn ekki fram að ganga og málið færi í kjölfarið hugsanlega fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að fara bæri að kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um forgang innleidds regluverks frá Evrópusambandinu gagnvart innlendri lagasetningu. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér. Um fyrirfram uppgjöf er að ræða án þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyrir dómi. Dómstólaleiðin þýddi hins vegar að möguleiki væri á því að dæmt yrði okkur í vil. Líkt og raunin varð í Icesave-málinu á sínum tíma þegar ekki mátti heldur fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn af einhverjum óútskýrðum ástæðum. Sá möguleiki er hins vegar að engu gerður með því að gefast upp fyrir fram eins og til stendur með frumvarpinu. Ef það uppfyllti ekki kröfur ESA myndi það eðli málsins samkvæmt kalla á frekari aðgerðir af hálfu stofnunarinnar þar til sú yrði raunin. Tal um að frumvarpið sé hugsað til þess að tryggja að íslenzk stjórnvöld hafi forræði á málinu stenzt þannig alls enga skoðun. Fullyrðingar um að mögulega yrðu gerðar einhverjar frekari kröfur um breytingar á lögum eða annað á hendur Íslandi ef málið færi fyrir EFTA-dómstólinn standast að sama skapi enga skoðun. Hlutverk dómstólsins í þessum efnum er fyrst og fremst að kveða upp úrskurð á grundvelli málatilbúnaðs ESA í samningsbrotamáli stofnunarinnar gegn viðkomandi EFTA/EES-ríki. Þess utan er ljóst með tilliti til efnis bókunar 35 að ESA er að fara fram með ítrustu kröfur í þeim efnum. Það hefur enda ekki komið fram hvaða frekari kröfur ætti að vera um að ræða enda alls óljóst hverjar þær gætu mögulega verið. Hið sama á við um fullyrðingar um það að EES-samningurinn kunni að vera í uppnámi verði frumvarpið ekki samþykkt. Nokkuð sem einnig var haldið fram að yrði raunin færi Icesave-málsins fyrir EFTA-dómstólinn. Ísland gerðist aðili að EES-samningnum á sínum tíma á tilteknum forsendum. Ein þeirra var innleiðing bókunar 35 með þeim hætti sem gert var með 3. grein laga um Evrópska efnahagssvæðið. Sameiginlegur skilningur var með samningsaðilum um þetta fyrirkomulag allt þar til ESA hóf skyndilega umræddan málatilbúnað gegn Íslandi nær tveimur áratugum eftir gildistöku samningsins. Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir rúmum 30 árum ef litið hefði verið svo á að standa þyrfti að málum með þeim hætti sem nú stendur til með frumvarpi Þorgerðar Katrínar. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð. Það er ekki að ástæðulausu að þannig var haldið á málum. Tilgangurinn var einmitt að tryggja nægjanlegan pólitískan stuðning við málið. Þá fyrst og fremst í röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Með öðrum orðum er ljóst að ef einhver er að setja EES-samninginn í uppnám er það ESA sem með málatilbúnaði sínum er að fara gegn þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands að samningnum og stofnunin gerði engar athugasemdir við í tæpa tvo áratugi þrátt fyrir að hlutverk hennar sé að hafa eftirlit með réttri framkvæmd hans. Ástæðan er ekki sú að ESA hafi verið að vanrækja það hlutverk sitt í tæp 20 ár heldur vegna þess að stofnunin var einfaldlega að taka mið af þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands. Allt þar til núverandi málatilbúnaður hennar gegn landinu hófst. Vörnum var að sama skapi ekki haldið uppi í málinu af hálfu íslenzkra stjórnvalda árum saman að ástæðulausu. Þar af og ekki sízt þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og með utanríkisráðuneytið. Allt þar til nýr utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók við embætti eftir þingkosningarnar 2021 að algerlega var snúið við blaðinu og tekið undir kröfu ESA. Haldbærar skýringar hafa ekki fengizt á þeim viðsnúningi þrátt fyrir ítrekaðar óskir í þeim efnum. Ekki sízt frá fjölmiðlum. Vert er að skora á þingmenn okkar sjálfstæðismanna að taka aftur hraustlega til varna vegna málsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar