Versta sem gæti gerzt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 14:31 Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn ekki fram að ganga og málið færi í kjölfarið hugsanlega fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að fara bæri að kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um forgang innleidds regluverks frá Evrópusambandinu gagnvart innlendri lagasetningu. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér. Um fyrirfram uppgjöf er að ræða án þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyrir dómi. Dómstólaleiðin þýddi hins vegar að möguleiki væri á því að dæmt yrði okkur í vil. Líkt og raunin varð í Icesave-málinu á sínum tíma þegar ekki mátti heldur fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn af einhverjum óútskýrðum ástæðum. Sá möguleiki er hins vegar að engu gerður með því að gefast upp fyrir fram eins og til stendur með frumvarpinu. Ef það uppfyllti ekki kröfur ESA myndi það eðli málsins samkvæmt kalla á frekari aðgerðir af hálfu stofnunarinnar þar til sú yrði raunin. Tal um að frumvarpið sé hugsað til þess að tryggja að íslenzk stjórnvöld hafi forræði á málinu stenzt þannig alls enga skoðun. Fullyrðingar um að mögulega yrðu gerðar einhverjar frekari kröfur um breytingar á lögum eða annað á hendur Íslandi ef málið færi fyrir EFTA-dómstólinn standast að sama skapi enga skoðun. Hlutverk dómstólsins í þessum efnum er fyrst og fremst að kveða upp úrskurð á grundvelli málatilbúnaðs ESA í samningsbrotamáli stofnunarinnar gegn viðkomandi EFTA/EES-ríki. Þess utan er ljóst með tilliti til efnis bókunar 35 að ESA er að fara fram með ítrustu kröfur í þeim efnum. Það hefur enda ekki komið fram hvaða frekari kröfur ætti að vera um að ræða enda alls óljóst hverjar þær gætu mögulega verið. Hið sama á við um fullyrðingar um það að EES-samningurinn kunni að vera í uppnámi verði frumvarpið ekki samþykkt. Nokkuð sem einnig var haldið fram að yrði raunin færi Icesave-málsins fyrir EFTA-dómstólinn. Ísland gerðist aðili að EES-samningnum á sínum tíma á tilteknum forsendum. Ein þeirra var innleiðing bókunar 35 með þeim hætti sem gert var með 3. grein laga um Evrópska efnahagssvæðið. Sameiginlegur skilningur var með samningsaðilum um þetta fyrirkomulag allt þar til ESA hóf skyndilega umræddan málatilbúnað gegn Íslandi nær tveimur áratugum eftir gildistöku samningsins. Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir rúmum 30 árum ef litið hefði verið svo á að standa þyrfti að málum með þeim hætti sem nú stendur til með frumvarpi Þorgerðar Katrínar. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð. Það er ekki að ástæðulausu að þannig var haldið á málum. Tilgangurinn var einmitt að tryggja nægjanlegan pólitískan stuðning við málið. Þá fyrst og fremst í röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Með öðrum orðum er ljóst að ef einhver er að setja EES-samninginn í uppnám er það ESA sem með málatilbúnaði sínum er að fara gegn þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands að samningnum og stofnunin gerði engar athugasemdir við í tæpa tvo áratugi þrátt fyrir að hlutverk hennar sé að hafa eftirlit með réttri framkvæmd hans. Ástæðan er ekki sú að ESA hafi verið að vanrækja það hlutverk sitt í tæp 20 ár heldur vegna þess að stofnunin var einfaldlega að taka mið af þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands. Allt þar til núverandi málatilbúnaður hennar gegn landinu hófst. Vörnum var að sama skapi ekki haldið uppi í málinu af hálfu íslenzkra stjórnvalda árum saman að ástæðulausu. Þar af og ekki sízt þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og með utanríkisráðuneytið. Allt þar til nýr utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók við embætti eftir þingkosningarnar 2021 að algerlega var snúið við blaðinu og tekið undir kröfu ESA. Haldbærar skýringar hafa ekki fengizt á þeim viðsnúningi þrátt fyrir ítrekaðar óskir í þeim efnum. Ekki sízt frá fjölmiðlum. Vert er að skora á þingmenn okkar sjálfstæðismanna að taka aftur hraustlega til varna vegna málsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn ekki fram að ganga og málið færi í kjölfarið hugsanlega fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að fara bæri að kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um forgang innleidds regluverks frá Evrópusambandinu gagnvart innlendri lagasetningu. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér. Um fyrirfram uppgjöf er að ræða án þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyrir dómi. Dómstólaleiðin þýddi hins vegar að möguleiki væri á því að dæmt yrði okkur í vil. Líkt og raunin varð í Icesave-málinu á sínum tíma þegar ekki mátti heldur fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn af einhverjum óútskýrðum ástæðum. Sá möguleiki er hins vegar að engu gerður með því að gefast upp fyrir fram eins og til stendur með frumvarpinu. Ef það uppfyllti ekki kröfur ESA myndi það eðli málsins samkvæmt kalla á frekari aðgerðir af hálfu stofnunarinnar þar til sú yrði raunin. Tal um að frumvarpið sé hugsað til þess að tryggja að íslenzk stjórnvöld hafi forræði á málinu stenzt þannig alls enga skoðun. Fullyrðingar um að mögulega yrðu gerðar einhverjar frekari kröfur um breytingar á lögum eða annað á hendur Íslandi ef málið færi fyrir EFTA-dómstólinn standast að sama skapi enga skoðun. Hlutverk dómstólsins í þessum efnum er fyrst og fremst að kveða upp úrskurð á grundvelli málatilbúnaðs ESA í samningsbrotamáli stofnunarinnar gegn viðkomandi EFTA/EES-ríki. Þess utan er ljóst með tilliti til efnis bókunar 35 að ESA er að fara fram með ítrustu kröfur í þeim efnum. Það hefur enda ekki komið fram hvaða frekari kröfur ætti að vera um að ræða enda alls óljóst hverjar þær gætu mögulega verið. Hið sama á við um fullyrðingar um það að EES-samningurinn kunni að vera í uppnámi verði frumvarpið ekki samþykkt. Nokkuð sem einnig var haldið fram að yrði raunin færi Icesave-málsins fyrir EFTA-dómstólinn. Ísland gerðist aðili að EES-samningnum á sínum tíma á tilteknum forsendum. Ein þeirra var innleiðing bókunar 35 með þeim hætti sem gert var með 3. grein laga um Evrópska efnahagssvæðið. Sameiginlegur skilningur var með samningsaðilum um þetta fyrirkomulag allt þar til ESA hóf skyndilega umræddan málatilbúnað gegn Íslandi nær tveimur áratugum eftir gildistöku samningsins. Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir rúmum 30 árum ef litið hefði verið svo á að standa þyrfti að málum með þeim hætti sem nú stendur til með frumvarpi Þorgerðar Katrínar. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð. Það er ekki að ástæðulausu að þannig var haldið á málum. Tilgangurinn var einmitt að tryggja nægjanlegan pólitískan stuðning við málið. Þá fyrst og fremst í röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Með öðrum orðum er ljóst að ef einhver er að setja EES-samninginn í uppnám er það ESA sem með málatilbúnaði sínum er að fara gegn þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands að samningnum og stofnunin gerði engar athugasemdir við í tæpa tvo áratugi þrátt fyrir að hlutverk hennar sé að hafa eftirlit með réttri framkvæmd hans. Ástæðan er ekki sú að ESA hafi verið að vanrækja það hlutverk sitt í tæp 20 ár heldur vegna þess að stofnunin var einfaldlega að taka mið af þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands. Allt þar til núverandi málatilbúnaður hennar gegn landinu hófst. Vörnum var að sama skapi ekki haldið uppi í málinu af hálfu íslenzkra stjórnvalda árum saman að ástæðulausu. Þar af og ekki sízt þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og með utanríkisráðuneytið. Allt þar til nýr utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók við embætti eftir þingkosningarnar 2021 að algerlega var snúið við blaðinu og tekið undir kröfu ESA. Haldbærar skýringar hafa ekki fengizt á þeim viðsnúningi þrátt fyrir ítrekaðar óskir í þeim efnum. Ekki sízt frá fjölmiðlum. Vert er að skora á þingmenn okkar sjálfstæðismanna að taka aftur hraustlega til varna vegna málsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun