Til hamingju með daginn á ný! Árni Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 15:31 Þann 16. júní 2025 eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum. Þann 5. mars sl. tók lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Halla Bergþóra Björnsdóttir, á móti forystu breiðfylkingar forvarnarsamtaka. Samtökin eru Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Tilefni fundarins var að ræða þennan óheyrilega drátt á niðurstöðu í kærumálinu. Á fundinum kom fram hjá lögreglustjóra að þess væri skammt að bíða að niðurstaða lægi fyrir. Nú eru liðnir margir mánuðir síðan þetta var sagt og ekkert bólar á niðurstöðu frekar en fyrri daginn. Kötturinn Diego fannst á tveimur dögum Nú er ég mikill dýravinur og gladdist mjög þegar lögreglunni tókst að finna frægsta kött landsins Diego á sirka tveimur dögum. Vel að verki staðið. Að sama skapi er ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að komast að niðurstöðu hvort sækja eigi til saka algerlega ólöglega áfengissölu sem búið er að kæra fyrir fimm árum. Á meðan svo er spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna. Hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Fóstra áfengismenningu, nei takk Upp á síðkastið hefur farið fram nauðsynleg umræða um ágang áfengisiðnaðarins í tengslum við íþróttastarf og íþróttakappleiki á Íslandi. Áfengi og íþróttir fara ekki saman. Nauðsynlegt er að almenningur verði upplýstur um að ef íþróttastarf snýr sér að því að fóstra áfengismenningu verður umtalsverður lýðheilsuskaði sem samfélagið allt þarf að standa undir. Við eigum að segja nei takk við því að áfengisiðnaðurinn fái að hefja innreið sína á íþróttaviðburðum. Flöggum fána lýðheilsu Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og fræði um samspil áfengis og lýðheilsu. Af því tilefni standa ofangreind forvarnarsamtök fyrir stuttu og snörpu málþingi “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann16. júní kl. 13-15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Þar mun heilbrigðisráðherra, forseti Íþrótta- og Olympíusambands Íslands ofl. halda stutt erindi um sína sýn á framtíðina í þessum málum. Málþingið ber upp á daginn þegar hálfur áratugur er liðinn frá kæru, í einu stærsta lýðheilsumáli í sögu Íslands, sem ekki hefur fengið niðurstöðu. Ekki enn. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Guðmundsson Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þann 16. júní 2025 eru nákvæmlega fimm ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fimm árum, hálfum áratug. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum. Þann 5. mars sl. tók lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Halla Bergþóra Björnsdóttir, á móti forystu breiðfylkingar forvarnarsamtaka. Samtökin eru Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum. Tilefni fundarins var að ræða þennan óheyrilega drátt á niðurstöðu í kærumálinu. Á fundinum kom fram hjá lögreglustjóra að þess væri skammt að bíða að niðurstaða lægi fyrir. Nú eru liðnir margir mánuðir síðan þetta var sagt og ekkert bólar á niðurstöðu frekar en fyrri daginn. Kötturinn Diego fannst á tveimur dögum Nú er ég mikill dýravinur og gladdist mjög þegar lögreglunni tókst að finna frægsta kött landsins Diego á sirka tveimur dögum. Vel að verki staðið. Að sama skapi er ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að komast að niðurstöðu hvort sækja eigi til saka algerlega ólöglega áfengissölu sem búið er að kæra fyrir fimm árum. Á meðan svo er spretta upp ólöglegar áfengissölur og selja fyrir milljarða króna. Hirða þannig fjármagn sem betur væri að rynni í ríkiskassann til að greiða fyrir neikvæðar afleiðingar óhóflegrar áfengisdrykkju. Fóstra áfengismenningu, nei takk Upp á síðkastið hefur farið fram nauðsynleg umræða um ágang áfengisiðnaðarins í tengslum við íþróttastarf og íþróttakappleiki á Íslandi. Áfengi og íþróttir fara ekki saman. Nauðsynlegt er að almenningur verði upplýstur um að ef íþróttastarf snýr sér að því að fóstra áfengismenningu verður umtalsverður lýðheilsuskaði sem samfélagið allt þarf að standa undir. Við eigum að segja nei takk við því að áfengisiðnaðurinn fái að hefja innreið sína á íþróttaviðburðum. Flöggum fána lýðheilsu Þar sem áfengisiðnaðurinn beitir öllum hugsanlegum klækjum til að auka söluna er mikilvægt að lýðheilsusinnar snúi bökum saman og fræði um samspil áfengis og lýðheilsu. Af því tilefni standa ofangreind forvarnarsamtök fyrir stuttu og snörpu málþingi “Flöggum fána lýðheilsu – málþing um áfengi og lýðheilsu” þann16. júní kl. 13-15 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Þar mun heilbrigðisráðherra, forseti Íþrótta- og Olympíusambands Íslands ofl. halda stutt erindi um sína sýn á framtíðina í þessum málum. Málþingið ber upp á daginn þegar hálfur áratugur er liðinn frá kæru, í einu stærsta lýðheilsumáli í sögu Íslands, sem ekki hefur fengið niðurstöðu. Ekki enn. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar