Þrátt fyrir að vera með fimm vill Newcastle einn markvörð til viðbótar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2025 09:30 Eddie Howe vill fá Trafford í markið hjá sér þrátt fyrir að vera með fimm aðra markverði. James Gill/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Newcastle United vill fá James Trafford, markvörð Burnley, í sínar raðir. Það vekur athygli þar sem nú þegar eru fimm markverðir á launaskrá aðalliðs félagsins. The Athletic greinir frá að ekkert lið ensku úrvalsdeildarinnar hafi haft fleiri markverði á sínum snærum heldur en Newcastle á liðinni leiktíð. Það vekur því enn meiri athygli hversu annt liðinu er um að festa kaup á Trafford sem átti magnað tímabil í ensku B-deildinni. Hinn 22 ára gamli Trafford spilaði 45 leiki, hélt 29 sinnum hreinu, fékk aðeins á sig 16 mörk og nældi sér í 7 gul spjöld. Trafford átti því risastóran þátt í að Burnley mun leika í ensku úrvalsdeildinni á ný á næstu leiktíð. Hann verður þó ef til vill ekki þar. Ef til vill verður hann í Newcastle að berjast við Nick Pope, sem lék einnig með Burnley á sínum tíma, um stöðu aðalmarkvarðar. Hinn 33 ára gamli Pope missti af 10 deildarleikjum vegna meiðsla. Í Trafford væri Newcastle komið með verðugan arftaka Pope en hvað með hina markverðinu. Martin Dúbravka (36 ára) hefur spilað 179 leiki fyrir Newcastle. Á að baki 53 A-landsleiki fyrir Slóvakíu. Odysseas Vlachodimos (31 árs). Á að baki 48 A-landsleiki fyrir Grikkland. Kostaði Newcastle 20 milljónir punda síðasta sumar þegar hann var keyptur frá Nottingham Forest. Hann kom einu sinni við sögu á síðasta tímabili, sem varamaður gegn AFC Wimbledon í deildarbikarnum. John Ruddy (38 ára). Kom einnig síðasta sumar. Hefur spilað fyrir Norwich City, Birmingham City og Úlfana. Mark Gillespie (33 ára). Á að baki 241 deildarleik með Carlisle United, Walsall og Motherwell í Skotlandi. Er uppalinn hjá Newcastle og mikill stuðningsmaður félagsins. Vegna fjárhagsreglna ensku úrvalsdeildarinnar þá eru allar líkur á að Newcastle þurfi að taka til í markmannsmálum hjá sér. Það er allavega ljóst að félagið gæti selt þrjá og enn verið með þrjá til taks komi Trafford frá Burnley. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
The Athletic greinir frá að ekkert lið ensku úrvalsdeildarinnar hafi haft fleiri markverði á sínum snærum heldur en Newcastle á liðinni leiktíð. Það vekur því enn meiri athygli hversu annt liðinu er um að festa kaup á Trafford sem átti magnað tímabil í ensku B-deildinni. Hinn 22 ára gamli Trafford spilaði 45 leiki, hélt 29 sinnum hreinu, fékk aðeins á sig 16 mörk og nældi sér í 7 gul spjöld. Trafford átti því risastóran þátt í að Burnley mun leika í ensku úrvalsdeildinni á ný á næstu leiktíð. Hann verður þó ef til vill ekki þar. Ef til vill verður hann í Newcastle að berjast við Nick Pope, sem lék einnig með Burnley á sínum tíma, um stöðu aðalmarkvarðar. Hinn 33 ára gamli Pope missti af 10 deildarleikjum vegna meiðsla. Í Trafford væri Newcastle komið með verðugan arftaka Pope en hvað með hina markverðinu. Martin Dúbravka (36 ára) hefur spilað 179 leiki fyrir Newcastle. Á að baki 53 A-landsleiki fyrir Slóvakíu. Odysseas Vlachodimos (31 árs). Á að baki 48 A-landsleiki fyrir Grikkland. Kostaði Newcastle 20 milljónir punda síðasta sumar þegar hann var keyptur frá Nottingham Forest. Hann kom einu sinni við sögu á síðasta tímabili, sem varamaður gegn AFC Wimbledon í deildarbikarnum. John Ruddy (38 ára). Kom einnig síðasta sumar. Hefur spilað fyrir Norwich City, Birmingham City og Úlfana. Mark Gillespie (33 ára). Á að baki 241 deildarleik með Carlisle United, Walsall og Motherwell í Skotlandi. Er uppalinn hjá Newcastle og mikill stuðningsmaður félagsins. Vegna fjárhagsreglna ensku úrvalsdeildarinnar þá eru allar líkur á að Newcastle þurfi að taka til í markmannsmálum hjá sér. Það er allavega ljóst að félagið gæti selt þrjá og enn verið með þrjá til taks komi Trafford frá Burnley.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira