Gott frumvarp, en hvað með verklagið? Bogi Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 07:01 Frumvarp um námsefni sem nú liggur fyrir Alþingi kveður á um aukna fjármögnun og eflingu útgáfu námsefnis. Það er vel. En ef fjármagnið á að nýtast sem skyldi, þarf umgjörðin – það er að segja verklagið, matsviðmiðin og starfsvenjur þróunarsjóðs námsgagna – að styðja við faglega nýsköpun. Annars glatast verðmæt tækifæri. Góð verkefni, óljós viðmið Þróunarverkefni höfundar er dæmi um námsefni sem hefur verið þróað af sjálfstæðum höfundi í rúman áratug, notað í framhaldsskólum og sannarlega komið að gagni fyrir bæði almennar námsbrautir og starfsbrautir. Þegar sótt var um styrk til að vinna ritrýni efnis og þróa það áfram, var umsóknin felld úr leik – ekki vegna mats á markmiðum, kennslufræðilegu gildi eða nýnæmi, heldur vegna formsatriða um ritrýni sem þó voru að mestu skýrð í umsókn. Í stað þess að vísa í matslista sjóðsins – þar sem fjórir matsliðir með skýrum undirliðum eiga að liggja til grundvallar – var ákvörðunartextinn einungis byggður á efasemdum um framkvæmd ritrýni. Skortur á faglegri rýni í matsferlinu, þvert á tilgang sjóðsins, getur þannig orðið hindrun fyrir gæðaverkefni. Verklagsrammi þarf að vera skýr – og samræmdur Í vinnusmiðjum sem NýMennt við HÍ hefur haldið í samstarfi við Rannís hefur komið í ljós að kennarar sem leggja sig alla fram við að þróa námsefni gera það oft með ólaunaðri vinnu og ótrúlega lítilli fjárhagslegri umbun. Á sama tíma hefur komið fram að sjóðurinn líti á of lágt verðlagt vinnuframlag sem „óraunhæfa kostnaðaráætlun“ og velji frekar einfaldari verkefni. Þetta sendir misvísandi skilaboð: annars vegar eru verkefni gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu umfangsmikil eða skýr, en hins vegar fyrir að vera of metnaðarfull og „pakkað“ í fjármagnsramma sem dugar vart til. Sjóðurinn þarf því bæði að tryggja stuðning við raunveruleg fagverkefni – og að forsendur mats séu gegnsæjar, samræmdar og réttlátar. Aukinni fjárveitingu fylgir ábyrgð Þegar frumvarpið um námsefni verður að lögum með aukinni fjárveitingu, verður að fylgja því ábyrgð: að tryggja rýnt og faglegt mat á öllum umsóknum, leiðbeinandi útskýringar á því sem vantar og skilvirka afgreiðslu sem hvetur til þróunar í stað þess að letja frumkvæði. Það má hvetja höfunda til að vinna samkvæmt forsendum sjóðsins – en þá verða forsendurnar að vera réttar. Þær mega ekki mismuna verkefnum sem hafa þróast með ástríðu og fagmennsku í fjölda ára, heldur styðja við þau. Faglegt umhverfi og hlutverk NýMennt Ef markmið frumvarpsins eiga að ná fram að ganga – að efla íslenskt námsefni með faglegri ritrýni og nýsköpun í kennslu – þarf ekki aðeins að styrkja fjárhagslega umgjörð, heldur líka hið faglega rými sem umsækjendur starfa innan. Þar skiptir miklu máli að háskólasamfélagið styðji við höfundana með markvissri ráðgjöf og hæfnisþróun. NýMennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands gegnir hér lykilhlutverki. Með því að halda vinnusmiðjur um þróun námsefnis, ritrýni og styrkumsóknir hefur NýMennt skapað vísi að vettvangi sem getur styrkt höfunda og kennara í að takast á við kröfur þróunarsjóðsins. Í þessum vinnusmiðjum hefur komið í ljós að mörg þeirra verkefna sem síðar sækja um í sjóðinn eru unnin af einstaklingum með mikla faglega þekkingu – en skortir leiðsögn um hvernig skuli undirbúa umsókn á réttum forsendum og þá mega forsendurnar ekki vera þversagnakenndar. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að slíkt stuðningsumhverfi verði formfest og styrkt. Það þarf að vera ljóst að þróun nýs námsefnis krefst sértækrar kunnáttu, fræðilegs bakgrunns og skilnings á styrkjakerfinu sjálfu. NýMennt getur þar gegnt lykilhlutverki – ekki aðeins sem fræðsluaðili heldur sem brú milli fagmennsku kennara og stofnana sem úthluta almannafé. Ég vil þakka Þróunarsjóði námsgagna fyrir tækifærið til að leggja fram umsókn og meta hana. Með auknu gagnsæi og skýrari rökstuðningi gæti sjóðurinn enn frekar stuðlað að þróun nýrra og aðgengilegra námsgagna sem þjónar þörfum íslenskrar menntastefnu. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Frumvarp um námsefni sem nú liggur fyrir Alþingi kveður á um aukna fjármögnun og eflingu útgáfu námsefnis. Það er vel. En ef fjármagnið á að nýtast sem skyldi, þarf umgjörðin – það er að segja verklagið, matsviðmiðin og starfsvenjur þróunarsjóðs námsgagna – að styðja við faglega nýsköpun. Annars glatast verðmæt tækifæri. Góð verkefni, óljós viðmið Þróunarverkefni höfundar er dæmi um námsefni sem hefur verið þróað af sjálfstæðum höfundi í rúman áratug, notað í framhaldsskólum og sannarlega komið að gagni fyrir bæði almennar námsbrautir og starfsbrautir. Þegar sótt var um styrk til að vinna ritrýni efnis og þróa það áfram, var umsóknin felld úr leik – ekki vegna mats á markmiðum, kennslufræðilegu gildi eða nýnæmi, heldur vegna formsatriða um ritrýni sem þó voru að mestu skýrð í umsókn. Í stað þess að vísa í matslista sjóðsins – þar sem fjórir matsliðir með skýrum undirliðum eiga að liggja til grundvallar – var ákvörðunartextinn einungis byggður á efasemdum um framkvæmd ritrýni. Skortur á faglegri rýni í matsferlinu, þvert á tilgang sjóðsins, getur þannig orðið hindrun fyrir gæðaverkefni. Verklagsrammi þarf að vera skýr – og samræmdur Í vinnusmiðjum sem NýMennt við HÍ hefur haldið í samstarfi við Rannís hefur komið í ljós að kennarar sem leggja sig alla fram við að þróa námsefni gera það oft með ólaunaðri vinnu og ótrúlega lítilli fjárhagslegri umbun. Á sama tíma hefur komið fram að sjóðurinn líti á of lágt verðlagt vinnuframlag sem „óraunhæfa kostnaðaráætlun“ og velji frekar einfaldari verkefni. Þetta sendir misvísandi skilaboð: annars vegar eru verkefni gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu umfangsmikil eða skýr, en hins vegar fyrir að vera of metnaðarfull og „pakkað“ í fjármagnsramma sem dugar vart til. Sjóðurinn þarf því bæði að tryggja stuðning við raunveruleg fagverkefni – og að forsendur mats séu gegnsæjar, samræmdar og réttlátar. Aukinni fjárveitingu fylgir ábyrgð Þegar frumvarpið um námsefni verður að lögum með aukinni fjárveitingu, verður að fylgja því ábyrgð: að tryggja rýnt og faglegt mat á öllum umsóknum, leiðbeinandi útskýringar á því sem vantar og skilvirka afgreiðslu sem hvetur til þróunar í stað þess að letja frumkvæði. Það má hvetja höfunda til að vinna samkvæmt forsendum sjóðsins – en þá verða forsendurnar að vera réttar. Þær mega ekki mismuna verkefnum sem hafa þróast með ástríðu og fagmennsku í fjölda ára, heldur styðja við þau. Faglegt umhverfi og hlutverk NýMennt Ef markmið frumvarpsins eiga að ná fram að ganga – að efla íslenskt námsefni með faglegri ritrýni og nýsköpun í kennslu – þarf ekki aðeins að styrkja fjárhagslega umgjörð, heldur líka hið faglega rými sem umsækjendur starfa innan. Þar skiptir miklu máli að háskólasamfélagið styðji við höfundana með markvissri ráðgjöf og hæfnisþróun. NýMennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands gegnir hér lykilhlutverki. Með því að halda vinnusmiðjur um þróun námsefnis, ritrýni og styrkumsóknir hefur NýMennt skapað vísi að vettvangi sem getur styrkt höfunda og kennara í að takast á við kröfur þróunarsjóðsins. Í þessum vinnusmiðjum hefur komið í ljós að mörg þeirra verkefna sem síðar sækja um í sjóðinn eru unnin af einstaklingum með mikla faglega þekkingu – en skortir leiðsögn um hvernig skuli undirbúa umsókn á réttum forsendum og þá mega forsendurnar ekki vera þversagnakenndar. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að slíkt stuðningsumhverfi verði formfest og styrkt. Það þarf að vera ljóst að þróun nýs námsefnis krefst sértækrar kunnáttu, fræðilegs bakgrunns og skilnings á styrkjakerfinu sjálfu. NýMennt getur þar gegnt lykilhlutverki – ekki aðeins sem fræðsluaðili heldur sem brú milli fagmennsku kennara og stofnana sem úthluta almannafé. Ég vil þakka Þróunarsjóði námsgagna fyrir tækifærið til að leggja fram umsókn og meta hana. Með auknu gagnsæi og skýrari rökstuðningi gæti sjóðurinn enn frekar stuðlað að þróun nýrra og aðgengilegra námsgagna sem þjónar þörfum íslenskrar menntastefnu. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun