Að neyðast til að meta sína eigin umsókn í opinberan sjóð Bogi Ragnarsson skrifar 16. júní 2025 07:00 Í framhaldsskólum taka nemendur lokaverkefni sem eru metin út frá skýrum matskvarða. Kennarar veita rökstudda endurgjöf byggða á öllum matsþáttum, og undirþáttum, og útskýra hvernig einkunn er ákvörðuð. Þetta er ekki bara góð venja – heldur sjálfsagður hluti af faglegu og gagnsæju menntakerfi. En hvað ef þetta væri ekki svona? Hugsum okkur nemanda sem skilar vel unnu lokaverkefni. Kennararnir segja honum að ritgerðin sé fín – en aðrir hafi staðið sig betur. Þegar hann biður um rökstuðning fær hann örstuttan texta sem tekur aðeins á mjög takmörkuðum hluta matskvarðans. Og þegar hann spyr nánar, er honum vísað á óútfylltan kvarða á heimasíðu skólans. Þetta er í raun sú staða sem margir umsækjendur í Þróunarsjóð námsgagna standa frammi fyrir. Þegar matskvarðinn er til staðar, en ekki notaður Þegar höfundur þessarar greinar fékk rökstuðning fyrir synjun á umsókn sinni til Þróunarsjóðs námsgagna, fylgdi aðeins stuttur ákvörðunartexti – án mats á einstökum þáttum og án tilvísunar í þann matskvarða sem sjóðurinn gefur út opinberlega. Vegna þess að ekki var veitt efnisleg rökfærsla um mikilvægi verkefnisins, aðgengi þess eða kennslufræðilegan grundvöll, varð höfundur að grípa til þess að rýna eigin umsókn – og leggja sjálfstætt faglegt mat á hana út frá viðmiðum sjóðsins. Þessi grein byggir á slíkri yfirferð og dregur fram grundvallarspurningar um gagnsæi, samræmi og faglegt verklag opinberra sjóða. Umsókn sem stenst matskvarða – en fær samt synjun Matsliður 1, sem vegur 50% í heildarmati, snýst um gildi og mikilvægi verkefnisins. Þar er spurt um markmið, aðgengi, nýnæmi, kennslufræðilega hugsun og hvernig efnið styður grunnþætti menntunar. Greining á umsókninni sýnir að hún: hefur skýr markmið og er vel útfærð uppfyllir 3 af 4 forgangsatriðum sjóðsins er fyrsta íslenska bókaserían með tvíþættri útgáfu fyrir framhaldsskólanemendur hefur verið prófuð í skólum og er aðgengileg bæði rafrænt og prentað byggir á gagnrýninni hugsun, jafnrétti, lýðræði og sjálfbærni Í öllum þessum atriðum stenst umsóknin með stæl og myndi samkvæmt kvarðanum fá 9–10 stig af 10. Sama gildir um aðra matsliði: verkáætlun og fjárhagsáætlun er skýr og fagleg, og bakgrunnur umsækjanda sýnir bæði reynslu af kennslu, rannsóknum og námsefnisgerð. Í heild ætti umsóknin, samkvæmt opinberum matskvarða, að fá um 9,5 af 10 í heildarmat. Höfundur þessarar greinar er jafnframt höfundur umsóknarinnar og hefur rýnt hana ítarlega út frá matskvarðanum. Mat þetta kann að vera litað af eigin sjónarhorni, en byggist á nákvæmri yfirferð allra liða samkvæmt þeim viðmiðum sem sjóðurinn setur sjálfur. Matið má finna á Facebook síðu höfundar. Rökstuðningur sem fjallar ekki um verkefnið Þrátt fyrir þetta fékk umsóknin einkunnina 6.5 og var flokkuð í „C-flokk“, sem þýðir að hún var ekki lögð til úthlutunar. Rökstuðningurinn sem fylgdi sagði að ekki væri ljóst hverjir sinntu ritrýni eða hvernig hún færi fram. Þetta er í raun lýsing á einu tilviki í ferli verkefnisins – en ekki á heildinni og var að mestu hrakið í síðustu grein. Það vekur áhyggjur að stærsti matsliðurinn, sem vegur helming heildarmatsins, er hvergi nefndur í rökstuðningnum og umsóknin metin út frá undirþætti sem vegur miklu minna. Vantar matskvarða með rökstuðningi Það sem eykur á óvissuna er að engin rökstuðningur var veittur út frá matskvarðanum sjálfum – aðeins stuttur „ákvörðunartexti“ fylgdi með synjuninni. Umsækjandi hafði kallað sérstaklega eftir því að fá mat á grundvelli þeirra liða sem koma fram í matskvarðanum, en engin slík greinargóð skýrsla fylgdi. Í kjölfar þess var haft samband við umsjónarmann sjóðsins og sérstaklega óskað eftir því að fá mat samkvæmt matskvarðanum. Engin viðbrögð hafa borist við þeirri beiðni – þrátt fyrir að um eðlilega gagnsæiskröfu hafi verið að ræða. Ef matskvarðinn hefði verið útfylltur, hefði verið eðlilegt að hann fylgdi með upphaflega rökstuðningnum. Þá hefði einnig átt að vera hægur vandi að senda hann í kjölfar beiðninnar. Það að slíkur kvarði hafi hvorki fylgt með né verið afhentur síðar bendir til þess að hann hafi ekki verið notaður við matið – eða að ekki hafi verið talin þörf á að skila af sér útfylltu mati, þrátt fyrir að slíkt eigi að vera grunnstoð matsferlis. Þetta vekur spurningar um hvort matskvarðinn hafi verið notaður að fullu eða útfylltur yfirhöfuð – og hvort stjórnin hafi í raun byggt ákvörðun sína á heildarmati. Sé það raunin dregur það verulega úr gagnsæi og skapar hættu á að mat verði tilviljanakennt eða byggt á misvísandi áherslum. Atriðin sem tekin eru fram í rökstuðningi endurspegla aðeins hluta matskvarðans og gefa þar með ranga eða ófullnægjandi mynd af umsókninni í heild. Þetta vekur spurningar um hvort sjálft matið hafi verið heildstætt – eða hvort túlkun matsins hafi vísvitandi eða óvart orðið of þröng. Þegar stærsti matsliðurinn er ekki til umræðu í rökstuðningi eru blikur á lofti um að kerfið sjálft virði ekki sín eigin viðmið. Þegar form fær meira vægi en faglegt innihald Þetta er ekki bara einkamál höfundar. Það varpar ljósi á stærra kerfisvandamál: Ef verkefni með rótgróinni þróun, sem hefur verið prófað og nýtist í skólum, fær synjun fyrir óskýra lýsingu á einum verkhluta, að mati sjóðsins, hljótum við að spyrja: Hvað er í raun verið að meta? Ný lög verða að efla gæði og aðgengi Í nýjum lögum um námsgögn er áhersla lögð á að efla gæði og aðgengi. Það verður ekki gert nema með gagnsæju og samræmdu mati. Umsækjendur eiga rétt á að vita hvernig umsóknir þeirra eru metnar – og rökstuðningur á að byggja á öllum matsþáttum. Í næstu grein: Hvernig geta umsækjendur í opinbera sjóði unnið „rétt“ – þegar forsendurnar eru þversagnakenndar? Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Í framhaldsskólum taka nemendur lokaverkefni sem eru metin út frá skýrum matskvarða. Kennarar veita rökstudda endurgjöf byggða á öllum matsþáttum, og undirþáttum, og útskýra hvernig einkunn er ákvörðuð. Þetta er ekki bara góð venja – heldur sjálfsagður hluti af faglegu og gagnsæju menntakerfi. En hvað ef þetta væri ekki svona? Hugsum okkur nemanda sem skilar vel unnu lokaverkefni. Kennararnir segja honum að ritgerðin sé fín – en aðrir hafi staðið sig betur. Þegar hann biður um rökstuðning fær hann örstuttan texta sem tekur aðeins á mjög takmörkuðum hluta matskvarðans. Og þegar hann spyr nánar, er honum vísað á óútfylltan kvarða á heimasíðu skólans. Þetta er í raun sú staða sem margir umsækjendur í Þróunarsjóð námsgagna standa frammi fyrir. Þegar matskvarðinn er til staðar, en ekki notaður Þegar höfundur þessarar greinar fékk rökstuðning fyrir synjun á umsókn sinni til Þróunarsjóðs námsgagna, fylgdi aðeins stuttur ákvörðunartexti – án mats á einstökum þáttum og án tilvísunar í þann matskvarða sem sjóðurinn gefur út opinberlega. Vegna þess að ekki var veitt efnisleg rökfærsla um mikilvægi verkefnisins, aðgengi þess eða kennslufræðilegan grundvöll, varð höfundur að grípa til þess að rýna eigin umsókn – og leggja sjálfstætt faglegt mat á hana út frá viðmiðum sjóðsins. Þessi grein byggir á slíkri yfirferð og dregur fram grundvallarspurningar um gagnsæi, samræmi og faglegt verklag opinberra sjóða. Umsókn sem stenst matskvarða – en fær samt synjun Matsliður 1, sem vegur 50% í heildarmati, snýst um gildi og mikilvægi verkefnisins. Þar er spurt um markmið, aðgengi, nýnæmi, kennslufræðilega hugsun og hvernig efnið styður grunnþætti menntunar. Greining á umsókninni sýnir að hún: hefur skýr markmið og er vel útfærð uppfyllir 3 af 4 forgangsatriðum sjóðsins er fyrsta íslenska bókaserían með tvíþættri útgáfu fyrir framhaldsskólanemendur hefur verið prófuð í skólum og er aðgengileg bæði rafrænt og prentað byggir á gagnrýninni hugsun, jafnrétti, lýðræði og sjálfbærni Í öllum þessum atriðum stenst umsóknin með stæl og myndi samkvæmt kvarðanum fá 9–10 stig af 10. Sama gildir um aðra matsliði: verkáætlun og fjárhagsáætlun er skýr og fagleg, og bakgrunnur umsækjanda sýnir bæði reynslu af kennslu, rannsóknum og námsefnisgerð. Í heild ætti umsóknin, samkvæmt opinberum matskvarða, að fá um 9,5 af 10 í heildarmat. Höfundur þessarar greinar er jafnframt höfundur umsóknarinnar og hefur rýnt hana ítarlega út frá matskvarðanum. Mat þetta kann að vera litað af eigin sjónarhorni, en byggist á nákvæmri yfirferð allra liða samkvæmt þeim viðmiðum sem sjóðurinn setur sjálfur. Matið má finna á Facebook síðu höfundar. Rökstuðningur sem fjallar ekki um verkefnið Þrátt fyrir þetta fékk umsóknin einkunnina 6.5 og var flokkuð í „C-flokk“, sem þýðir að hún var ekki lögð til úthlutunar. Rökstuðningurinn sem fylgdi sagði að ekki væri ljóst hverjir sinntu ritrýni eða hvernig hún færi fram. Þetta er í raun lýsing á einu tilviki í ferli verkefnisins – en ekki á heildinni og var að mestu hrakið í síðustu grein. Það vekur áhyggjur að stærsti matsliðurinn, sem vegur helming heildarmatsins, er hvergi nefndur í rökstuðningnum og umsóknin metin út frá undirþætti sem vegur miklu minna. Vantar matskvarða með rökstuðningi Það sem eykur á óvissuna er að engin rökstuðningur var veittur út frá matskvarðanum sjálfum – aðeins stuttur „ákvörðunartexti“ fylgdi með synjuninni. Umsækjandi hafði kallað sérstaklega eftir því að fá mat á grundvelli þeirra liða sem koma fram í matskvarðanum, en engin slík greinargóð skýrsla fylgdi. Í kjölfar þess var haft samband við umsjónarmann sjóðsins og sérstaklega óskað eftir því að fá mat samkvæmt matskvarðanum. Engin viðbrögð hafa borist við þeirri beiðni – þrátt fyrir að um eðlilega gagnsæiskröfu hafi verið að ræða. Ef matskvarðinn hefði verið útfylltur, hefði verið eðlilegt að hann fylgdi með upphaflega rökstuðningnum. Þá hefði einnig átt að vera hægur vandi að senda hann í kjölfar beiðninnar. Það að slíkur kvarði hafi hvorki fylgt með né verið afhentur síðar bendir til þess að hann hafi ekki verið notaður við matið – eða að ekki hafi verið talin þörf á að skila af sér útfylltu mati, þrátt fyrir að slíkt eigi að vera grunnstoð matsferlis. Þetta vekur spurningar um hvort matskvarðinn hafi verið notaður að fullu eða útfylltur yfirhöfuð – og hvort stjórnin hafi í raun byggt ákvörðun sína á heildarmati. Sé það raunin dregur það verulega úr gagnsæi og skapar hættu á að mat verði tilviljanakennt eða byggt á misvísandi áherslum. Atriðin sem tekin eru fram í rökstuðningi endurspegla aðeins hluta matskvarðans og gefa þar með ranga eða ófullnægjandi mynd af umsókninni í heild. Þetta vekur spurningar um hvort sjálft matið hafi verið heildstætt – eða hvort túlkun matsins hafi vísvitandi eða óvart orðið of þröng. Þegar stærsti matsliðurinn er ekki til umræðu í rökstuðningi eru blikur á lofti um að kerfið sjálft virði ekki sín eigin viðmið. Þegar form fær meira vægi en faglegt innihald Þetta er ekki bara einkamál höfundar. Það varpar ljósi á stærra kerfisvandamál: Ef verkefni með rótgróinni þróun, sem hefur verið prófað og nýtist í skólum, fær synjun fyrir óskýra lýsingu á einum verkhluta, að mati sjóðsins, hljótum við að spyrja: Hvað er í raun verið að meta? Ný lög verða að efla gæði og aðgengi Í nýjum lögum um námsgögn er áhersla lögð á að efla gæði og aðgengi. Það verður ekki gert nema með gagnsæju og samræmdu mati. Umsækjendur eiga rétt á að vita hvernig umsóknir þeirra eru metnar – og rökstuðningur á að byggja á öllum matsþáttum. Í næstu grein: Hvernig geta umsækjendur í opinbera sjóði unnið „rétt“ – þegar forsendurnar eru þversagnakenndar? Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun