Yfirtaka Trumps á þjóðvarðliðinu dæmd ólögleg en hann heldur stjórninni Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2025 10:19 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Bandarískur dómari skipaði seint í gærkvöldi Donald Trump, forseta, að færa stjórn þjóðvarðliða í Kaliforníu aftur í hendur Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Dómarinn sagði að Trump hefði tekið stjórn á þjóðvarðliði ríkisins með ólöglegum hætti. Hann hefði farið út fyrir valdsvið sitt og farið gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Dómarinn sakar Trump um að setja hættulegt fordæmi í notkun hermanna á bandarískri grundu. Úrskurðurinn, sem lesa má hér, átti að taka gildi á hádegi í Kaliforníu í dag, en lögmenn dómsmálaráðuneytisins lýstu því strax yfir að málinu yrði áfrýjað. Alríkisdómarar sem munu taka þá áfrýjun fyrir samþykktu fljótt að fresta gildistöku úrskurðarins. Áfrýjunin verður þó ekki tekin fyrir fyrr en á þriðjudaginn, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Því mun Trump hafa áfram stjórn á þeim fjögur þúsudnd meðlimum þjóðvarðliðsins sem hann hefur sent til Los Angeles, í það minnsta þar til á þriðjudaginn. Trump heldur því fram að Los Angeles stæði í ljósum logum ef hann hefði ekki sent þjóðvarðliðið til borgarinnar. Úrskurður dómarans tók ekki tillit til bandarískra landgönguliða sem Trump hefur sagt að verði sendir til Los Angeles. Newsom höfðaði málið gegn Trump og bað dómarann um að stöðva það að hermennirnir tækju þátt í því að handsama fólk sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum í borginni. Trump lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarðliði Kaliforníu til Los Angeles til að kveða niður mótmæli gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Þá tók hann yfir stjórn þjóðvarðliðsins en Newsom, Karen Bass borgarstjóri LA og yfirmenn lögreglunnar þar sögðu enga þörf á að senda þjóðvarðliða á vettvang. Trump fjölgaði þeim svo um tvö þúsund til viðbótar og ætlar einnig að senda sjö hundruð landgönguliða. Trump og hans fólk hafa talað um mótmælin sem mjög umfangsmikil og stórhættulegar óeirðir sem ógni jafnvel tilvist borgarinnar. Ástandinu hefur einnig verið lýst sem innrás af Trump-liðum. Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í gær, þar sem sitjandi öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu var handtekinn, að heimavaráðuneytið myndi auka viðveru í Los Angeles þar til borgin yrði „frelsuð“. Noem: So we will stay here and build our operations until we make sure to liberate the city of Los Angeles pic.twitter.com/tKeevnPVy1— Acyn (@Acyn) June 12, 2025 Embættismenn í Los Angeles og yfirmenn lögreglunnar segja ástandið langt frá því að vera eins slæmt og Trump og hans fólk hafi talað um. Um tiltölulega lítil mótmæli hafi verið að ræða og að löggæslustofnanir borgarinnar hafi verið vel í stakk búnar til að takast á við þau og refsa þeim sem brutu af sér, til dæmis með því að kveikja í bílum og veitast að löggæslumönnum. Talsmenn Trumps segja úrskurðinn hættulegan en dómstólar hafa ítrekað staðið í vegi Trumps varðandi viðleitni hans til að vísa fjölda fólks úr landi, tolla og ýmislegt annað. Anna Kelly, einn talsmanna Trumps, sendi út yfirlýsingu um að dómarar hefðu ekki heimildir til að svipta Trump valdi hans og að áfrýjun ríkisstjórnarinnar myndi bera árangur. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Undirbúa flutning þúsunda til Guantánamo Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er byrjuð að undirbúa mögulegan flutning þúsunda erlendra manna sem eru í Bandaríkjunum ólöglega til Guantánamo á Kúbu. Meðal þeirra sem til stendur að senda eru hundruð manna frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og stendur ekki til að láta yfirvöld þar vita. 11. júní 2025 16:50 Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur. 11. júní 2025 11:52 Öldungadeildarþingmaður borinn út af blaðamannafundi Alex Padilla öldungadeildarþingmaður Demókrata í Bandaríkjunum var borinn út með valdi af blaðamannafundi Kristi Noem heimavarnarráðherra Bandaríkjanna í kvöld. 12. júní 2025 21:51 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Sjá meira
Dómarinn sakar Trump um að setja hættulegt fordæmi í notkun hermanna á bandarískri grundu. Úrskurðurinn, sem lesa má hér, átti að taka gildi á hádegi í Kaliforníu í dag, en lögmenn dómsmálaráðuneytisins lýstu því strax yfir að málinu yrði áfrýjað. Alríkisdómarar sem munu taka þá áfrýjun fyrir samþykktu fljótt að fresta gildistöku úrskurðarins. Áfrýjunin verður þó ekki tekin fyrir fyrr en á þriðjudaginn, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Því mun Trump hafa áfram stjórn á þeim fjögur þúsudnd meðlimum þjóðvarðliðsins sem hann hefur sent til Los Angeles, í það minnsta þar til á þriðjudaginn. Trump heldur því fram að Los Angeles stæði í ljósum logum ef hann hefði ekki sent þjóðvarðliðið til borgarinnar. Úrskurður dómarans tók ekki tillit til bandarískra landgönguliða sem Trump hefur sagt að verði sendir til Los Angeles. Newsom höfðaði málið gegn Trump og bað dómarann um að stöðva það að hermennirnir tækju þátt í því að handsama fólk sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum í borginni. Trump lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarðliði Kaliforníu til Los Angeles til að kveða niður mótmæli gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Þá tók hann yfir stjórn þjóðvarðliðsins en Newsom, Karen Bass borgarstjóri LA og yfirmenn lögreglunnar þar sögðu enga þörf á að senda þjóðvarðliða á vettvang. Trump fjölgaði þeim svo um tvö þúsund til viðbótar og ætlar einnig að senda sjö hundruð landgönguliða. Trump og hans fólk hafa talað um mótmælin sem mjög umfangsmikil og stórhættulegar óeirðir sem ógni jafnvel tilvist borgarinnar. Ástandinu hefur einnig verið lýst sem innrás af Trump-liðum. Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í gær, þar sem sitjandi öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu var handtekinn, að heimavaráðuneytið myndi auka viðveru í Los Angeles þar til borgin yrði „frelsuð“. Noem: So we will stay here and build our operations until we make sure to liberate the city of Los Angeles pic.twitter.com/tKeevnPVy1— Acyn (@Acyn) June 12, 2025 Embættismenn í Los Angeles og yfirmenn lögreglunnar segja ástandið langt frá því að vera eins slæmt og Trump og hans fólk hafi talað um. Um tiltölulega lítil mótmæli hafi verið að ræða og að löggæslustofnanir borgarinnar hafi verið vel í stakk búnar til að takast á við þau og refsa þeim sem brutu af sér, til dæmis með því að kveikja í bílum og veitast að löggæslumönnum. Talsmenn Trumps segja úrskurðinn hættulegan en dómstólar hafa ítrekað staðið í vegi Trumps varðandi viðleitni hans til að vísa fjölda fólks úr landi, tolla og ýmislegt annað. Anna Kelly, einn talsmanna Trumps, sendi út yfirlýsingu um að dómarar hefðu ekki heimildir til að svipta Trump valdi hans og að áfrýjun ríkisstjórnarinnar myndi bera árangur.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Undirbúa flutning þúsunda til Guantánamo Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er byrjuð að undirbúa mögulegan flutning þúsunda erlendra manna sem eru í Bandaríkjunum ólöglega til Guantánamo á Kúbu. Meðal þeirra sem til stendur að senda eru hundruð manna frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og stendur ekki til að láta yfirvöld þar vita. 11. júní 2025 16:50 Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur. 11. júní 2025 11:52 Öldungadeildarþingmaður borinn út af blaðamannafundi Alex Padilla öldungadeildarþingmaður Demókrata í Bandaríkjunum var borinn út með valdi af blaðamannafundi Kristi Noem heimavarnarráðherra Bandaríkjanna í kvöld. 12. júní 2025 21:51 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Sjá meira
Undirbúa flutning þúsunda til Guantánamo Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er byrjuð að undirbúa mögulegan flutning þúsunda erlendra manna sem eru í Bandaríkjunum ólöglega til Guantánamo á Kúbu. Meðal þeirra sem til stendur að senda eru hundruð manna frá Evrópuríkjum eins og Bretlandi, Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og stendur ekki til að láta yfirvöld þar vita. 11. júní 2025 16:50
Hermenn bauluðu á Biden, Newsom og blaðamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fékk hermenn í Fort Bragg í Bandaríkjunum til að baula á Joe Biden forvera sinn, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og fjölmiðla. Trump kallaði Los Angeles ruslahaug og hét því að frelsa borgina, auk þess sem hann tilkynnti að breyta ætti nöfnum herstöðva sem báru nöfn leiðtoga Suðurríkjasambandsins aftur. 11. júní 2025 11:52
Öldungadeildarþingmaður borinn út af blaðamannafundi Alex Padilla öldungadeildarþingmaður Demókrata í Bandaríkjunum var borinn út með valdi af blaðamannafundi Kristi Noem heimavarnarráðherra Bandaríkjanna í kvöld. 12. júní 2025 21:51