Jón Óttar kærir Ólaf Þór fyrir rangar sakargiftir Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júní 2025 06:27 Jón Óttar hefur kært héraðssaksóknara, Ólaf Þór, fyrir rangar sakargiftir. Refsing er allt að tíu ára fangelsi. Vísir/Ívar Fannar og Vilhelm Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi lögreglumaður og fyrrum eigandi PPP, hefur kært Ólaf Þór Hauksson, héraðssaksóknara og fyrrverandi sérstakan saksóknara, fyrir rangar sakargiftir í tengslum við rannsókn á meintum brotum hans í tengslum við vinnu á vegum PPP á þrotabúi Milestone árið 2011 til 2012. Greint er frá kærunni í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að kæran hafi verið lögð fram á mánudag og að þar sé fullyrt að Ólafur Þór hafi árið 2012 lagt fram kæru gegn Jóni Óttari gegn betri vitund. Kæran hafi á þeim tíma byggt á fölsuðum gögnum. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að vinna Jóns Óttars fyrir skiptastjóra Milestone hafi verið heimiluð af öðrum saksóknara innan embættisins, Hólmsteini Gauta Sigurðssyni, og að Ólafi Þór hafi verið kunnugt um það. Síðustu misseri hefur töluvert verið fjallað um mál Jóns Óttars og PPP í tengslum við vinnu hans fyrir sérstakan saksóknara og sem lögreglumanns á sama tíma. Í viðtali við fréttastofu í maí sakaði Jón Óttar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ sagði Jón Óttar í viðtalinu. PPP til skoðunar Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Fjallað var um það í Kveik og á RÚV fyrr á árinu. Í frétt Morgunblaðsins í dag er einnig fjallað um að engin tilraun hafi verið gerð til að endurheimta eða eyða gögnunum. Þá er einnig fjallað um innanhúsminnisblað þar sem eiga að koma fram upplýsingar um sakleysi Jóns Óttars. Ríkissaksóknari felldi rannsóknina niður árið 2013. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að málið sé ekki fyrnt. Refsing fyrir rangar sakargiftir sé allt að tíu ára fangelsi en til refsiauka gæti verið meint misnotkun saksóknara á stöðu sinni og því fyrnist brotið á 15 árum. Lögreglan Lögreglumál Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Efnahagsbrot Tengdar fréttir Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði kæru Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi lögreglumanns, vegna umfjöllunar Kveiks um persónunjósnir hans frá. Kæran var ekki talin uppfylla formsskilyrði. 26. maí 2025 12:02 Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. 19. maí 2025 07:00 Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins. 13. maí 2025 18:12 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Þar segir að kæran hafi verið lögð fram á mánudag og að þar sé fullyrt að Ólafur Þór hafi árið 2012 lagt fram kæru gegn Jóni Óttari gegn betri vitund. Kæran hafi á þeim tíma byggt á fölsuðum gögnum. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að vinna Jóns Óttars fyrir skiptastjóra Milestone hafi verið heimiluð af öðrum saksóknara innan embættisins, Hólmsteini Gauta Sigurðssyni, og að Ólafi Þór hafi verið kunnugt um það. Síðustu misseri hefur töluvert verið fjallað um mál Jóns Óttars og PPP í tengslum við vinnu hans fyrir sérstakan saksóknara og sem lögreglumanns á sama tíma. Í viðtali við fréttastofu í maí sakaði Jón Óttar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. „Við vorum náttúrulega að nota gögn frá sérstökum saksóknara til að vinna í málum fyrir hann og á sama tíma vorum við náttúrulega að vinna fyrir Milestone skiptastjórann,“ sagði Jón Óttar í viðtalinu. PPP til skoðunar Lögreglan á Suðurlandi, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og nefnd um störf lögreglu hafa ákveðið að rannsaka og eða athuga gagnaþjófnað frá embætti sérstaks saksóknara sem tengd hafa verið fyrirtækinu PPP á árunum 2009-2011. Fjallað var um það í Kveik og á RÚV fyrr á árinu. Í frétt Morgunblaðsins í dag er einnig fjallað um að engin tilraun hafi verið gerð til að endurheimta eða eyða gögnunum. Þá er einnig fjallað um innanhúsminnisblað þar sem eiga að koma fram upplýsingar um sakleysi Jóns Óttars. Ríkissaksóknari felldi rannsóknina niður árið 2013. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að málið sé ekki fyrnt. Refsing fyrir rangar sakargiftir sé allt að tíu ára fangelsi en til refsiauka gæti verið meint misnotkun saksóknara á stöðu sinni og því fyrnist brotið á 15 árum.
Lögreglan Lögreglumál Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Efnahagsbrot Tengdar fréttir Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði kæru Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi lögreglumanns, vegna umfjöllunar Kveiks um persónunjósnir hans frá. Kæran var ekki talin uppfylla formsskilyrði. 26. maí 2025 12:02 Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. 19. maí 2025 07:00 Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins. 13. maí 2025 18:12 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Vísaði frá kæru Jóns Óttars vegna Kveiksumfjöllunarinnar Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands vísaði kæru Jóns Óttars Ólafssonar, fyrrverandi lögreglumanns, vegna umfjöllunar Kveiks um persónunjósnir hans frá. Kæran var ekki talin uppfylla formsskilyrði. 26. maí 2025 12:02
Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Leki á gögnum frá sérstökum saksóknara er kominn til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi í máli sem má rekja allt aftur til falls bankanna haustið 2008. Hleranir, njósnir, vanhæfi, auðmenn og embættið sem enginn vildi stýra; allt er orðið að miklum graut og margir hættir að skilja málið. Jafnvel Namibíumál Samherja fléttast inn í það. 19. maí 2025 07:00
Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Útboð vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun og segist bankastjórinn jákvætt að almenningur njóti forgangs. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja rýnir í fyrsta dag útboðsins. 13. maí 2025 18:12