„Hann er ástæðan fyrir því að það er ótti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. júní 2025 23:13 Þjóðvarðliðar standa tilbúnir vegna mótmæla utan við opinbera byggingu í Los Angeles. Vísir/Getty Mótmælin í Los Angeles héldu áfram í nótt og eru farin að breiðast út til annarra borga í Bandaríkjunum. Íbúi í borginni segir engar óeirðir ríkja og að inngrip Donald Trump sé aðalstæðan fyrir spennunni sem ríkir. Yfir 200 manns hafa verið handteknir í Los Angeles síðan mótmælin í borginni hófust síðastliðinn föstudag. Á myndböndum frá mótmælum gærkvöldsins má sjá fólk bæði flýja og vera handtekið af fulltrúum innflytjendastofnunar landsins. Mótmælin hafa breiðst út í aðrar borgir í Bandaríkjunum og meðal annars var táragasi beitt gegn mótmælendum í Las Vegas og þá voru átta handteknir í Seattle í mótmælum sem lögregla taldi ólögleg. Yfirmaður Innflytjendastofnunar landsins varði aðgerðir yfirvalda í viðtali í dag og sagði algjört stjórnleysi ríkja í Los Angeles. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas íbúi í borginni segir engar óeirðir ríkja þó vissulega séu einstaklingar með einbeittan brotavilja sem brjóti af sér og skapi vandræði. „Það eru vissulega mótmæli í borginni, það eru engar óeirðir hér í borginni. Eldar loga ekki og það hefur verið meira stuð í borginni þegar Dodgers unnu úrslitaleikinn í fyrra,“ segir Dröfn í samtali við fréttastofu. Þúsundir þjóðvarða- og landgönguliða hafa verið kallaðir út til aðstoðar yfirvöldum og munu koma til borgarinnar á næstu tveimur sólarhringum. Dröfn segir að aðgerðir Donald Trump séu ástæðan fyrir þeirri spennu sem ríki í borginni. „Trump situr í Washington og segir að hann ætli að bjarga Kaliforníu með öllu þessu hervaldi sem er hérna. Það er ekkert að bjarga, það er ekkert að. Hann er ástæðan fyrir því að það eru mótmæli, hann er ástæðan fyrir því að það er spenna. Hann er ástæðan fyrir því að það er ótti.“ Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Yfir 200 manns hafa verið handteknir í Los Angeles síðan mótmælin í borginni hófust síðastliðinn föstudag. Á myndböndum frá mótmælum gærkvöldsins má sjá fólk bæði flýja og vera handtekið af fulltrúum innflytjendastofnunar landsins. Mótmælin hafa breiðst út í aðrar borgir í Bandaríkjunum og meðal annars var táragasi beitt gegn mótmælendum í Las Vegas og þá voru átta handteknir í Seattle í mótmælum sem lögregla taldi ólögleg. Yfirmaður Innflytjendastofnunar landsins varði aðgerðir yfirvalda í viðtali í dag og sagði algjört stjórnleysi ríkja í Los Angeles. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas íbúi í borginni segir engar óeirðir ríkja þó vissulega séu einstaklingar með einbeittan brotavilja sem brjóti af sér og skapi vandræði. „Það eru vissulega mótmæli í borginni, það eru engar óeirðir hér í borginni. Eldar loga ekki og það hefur verið meira stuð í borginni þegar Dodgers unnu úrslitaleikinn í fyrra,“ segir Dröfn í samtali við fréttastofu. Þúsundir þjóðvarða- og landgönguliða hafa verið kallaðir út til aðstoðar yfirvöldum og munu koma til borgarinnar á næstu tveimur sólarhringum. Dröfn segir að aðgerðir Donald Trump séu ástæðan fyrir þeirri spennu sem ríki í borginni. „Trump situr í Washington og segir að hann ætli að bjarga Kaliforníu með öllu þessu hervaldi sem er hérna. Það er ekkert að bjarga, það er ekkert að. Hann er ástæðan fyrir því að það eru mótmæli, hann er ástæðan fyrir því að það er spenna. Hann er ástæðan fyrir því að það er ótti.“
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira