Myglaða nestisboxið og gleymda sítrónan María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. júní 2025 14:30 Í síðustu viku lauk skólaári grunnskólabarna með pompi og prakt – útskriftir, vitnisburðir og viðurkenningaskjöl. Í allri gleðinni gerist það stundum að skólatöskunni er hugsanalaust hent aftast inn í skáp og haustið heilsar svo með mygluðum banana og sjálfsprottnu lífríki í löngu gleymdu nestisboxi. Það gerist líka á bestu bæjum að skyndilega kemur vond lykt úr ísskápnum. Þá leynist gjarnan mygluð sítróna, slepjuleg gúrka eða gamalt egg í botninum í einhverri skúffu. Það er sannarlega alls konar flóra í eldhúsum landsmanna og eldhúsverkin margskonar. Og talandi um eldhúsverk. Í kvöld fara fram eldhúsdagsumræður á Alþingi, en þá taka þingmenn til hendinni og líta yfir liðið þing, draga fram það sem gekk vel og það sem stóð út af. Skoða hvaða hráefni eru til staðar, hvort það sé nokkuð mygluð sítróna í grænmetisskúffunni og hvað megi nýta betur. Hvet ykkur öll til að fylgjast með í beinni. Stóraukin áhersla á innviði og öryggi Þegar ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við verkstjórninni í ríkiseldhúsinu var það í slæmu ásigkomulagi. Óreiða og ákvarðanafælni fer illa með eldhús. En nú eru liðnir 172 dagar og tiltektin er í fullum snúningi. Viðreisn hefur lagt áherslu á að taka til í ríkisrekstrinum. Með auknu aðhaldi og skipulagi svo hægt sé að snúa við áralangri skuldasöfnun ríkisins. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra hefur sýnt það í verkir að hann kann sannarlega að vinda tusku. Hann hefur kynnt hagræðingar upp á 107 milljarða og stefnir á hallalaus fjárlög 2027. Svigrúmið sem myndast á svo að nýta til að greiða þá gríðarlegu innviðaskuld sem síðasta ríkisstjórn skildi eftir og forgangsraða á fjármunum í vegaframkvæmdir, löggæslu, heilbrigðis- og félagsmál - ekki veitir af. Það sést vel í fjáraukanum sem lagður var fram í gær að þetta er ekki ríkisstjórn loforða. Heldur ríkisstjórn aðgerða. Ríkisstjórn sítrónuilms Það er góð tilfinning sem fylgir því að taka til hendinni í eldhúsinu. Taka til, þrífa ísskápinn, meta birgðastöðuna og taka til í draslskúffunni (jú hún er til á hverju heimili). Við höfum ríka reynslu af ríkisstjórnum sem sópa drasli undir teppi og loftar ekki út. En ný stjórn hefur tekið við - með nýtt verklag og aðrar áherslur. Þar eru engar myglaðar sítrónur. Eini sítrónuilmurinn sem landsmenn finna er fersk hreingerningalykt nýrrar ríkisstjórnar. Og við erum rétt að byrja. P.s. Hér er svo góðlátleg ábending um að það er gott að kíkja í skólatöskuna áður en sumarfríi lýkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Í síðustu viku lauk skólaári grunnskólabarna með pompi og prakt – útskriftir, vitnisburðir og viðurkenningaskjöl. Í allri gleðinni gerist það stundum að skólatöskunni er hugsanalaust hent aftast inn í skáp og haustið heilsar svo með mygluðum banana og sjálfsprottnu lífríki í löngu gleymdu nestisboxi. Það gerist líka á bestu bæjum að skyndilega kemur vond lykt úr ísskápnum. Þá leynist gjarnan mygluð sítróna, slepjuleg gúrka eða gamalt egg í botninum í einhverri skúffu. Það er sannarlega alls konar flóra í eldhúsum landsmanna og eldhúsverkin margskonar. Og talandi um eldhúsverk. Í kvöld fara fram eldhúsdagsumræður á Alþingi, en þá taka þingmenn til hendinni og líta yfir liðið þing, draga fram það sem gekk vel og það sem stóð út af. Skoða hvaða hráefni eru til staðar, hvort það sé nokkuð mygluð sítróna í grænmetisskúffunni og hvað megi nýta betur. Hvet ykkur öll til að fylgjast með í beinni. Stóraukin áhersla á innviði og öryggi Þegar ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tók við verkstjórninni í ríkiseldhúsinu var það í slæmu ásigkomulagi. Óreiða og ákvarðanafælni fer illa með eldhús. En nú eru liðnir 172 dagar og tiltektin er í fullum snúningi. Viðreisn hefur lagt áherslu á að taka til í ríkisrekstrinum. Með auknu aðhaldi og skipulagi svo hægt sé að snúa við áralangri skuldasöfnun ríkisins. Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra hefur sýnt það í verkir að hann kann sannarlega að vinda tusku. Hann hefur kynnt hagræðingar upp á 107 milljarða og stefnir á hallalaus fjárlög 2027. Svigrúmið sem myndast á svo að nýta til að greiða þá gríðarlegu innviðaskuld sem síðasta ríkisstjórn skildi eftir og forgangsraða á fjármunum í vegaframkvæmdir, löggæslu, heilbrigðis- og félagsmál - ekki veitir af. Það sést vel í fjáraukanum sem lagður var fram í gær að þetta er ekki ríkisstjórn loforða. Heldur ríkisstjórn aðgerða. Ríkisstjórn sítrónuilms Það er góð tilfinning sem fylgir því að taka til hendinni í eldhúsinu. Taka til, þrífa ísskápinn, meta birgðastöðuna og taka til í draslskúffunni (jú hún er til á hverju heimili). Við höfum ríka reynslu af ríkisstjórnum sem sópa drasli undir teppi og loftar ekki út. En ný stjórn hefur tekið við - með nýtt verklag og aðrar áherslur. Þar eru engar myglaðar sítrónur. Eini sítrónuilmurinn sem landsmenn finna er fersk hreingerningalykt nýrrar ríkisstjórnar. Og við erum rétt að byrja. P.s. Hér er svo góðlátleg ábending um að það er gott að kíkja í skólatöskuna áður en sumarfríi lýkur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar