Talið við okkur áður en þið talið um okkur Ian McDonald skrifar 11. júní 2025 12:00 Ég skrifa þessa grein í svari við mótmælum gegn innflytjendum og einnig sem skilaboð til stjórnmálamanna sem, viljandi eða ekki, kynda undir þessari hættulegu orðræðu. Stöðvum þetta drama. Ísland er ekki að þróast vegna þess að einhver ráðherra flytur ómerkilega ræðu í RÚV eða vegna þess að hópur jakkafötna situr á Alþingi yfir kaffi og flatkökum. Ísland er að þróast vegna þess að innflytjendur vinna hörðum höndum, dag eftir dag, í störfum sem flestir Íslendingar myndu aldrei sækjast eftir. Störf sem eru fyrirlitin. Og við vinnum þau fyrir léleg laun, án öryggis og með varla snefil af viðurkenningu. Við erum þau sem þrífum herbergi, skrúbbum salerni, veiðum, eldum mat, keyrum fólk til og frá og annast aldraða á næturvöktum. Við vinnum langa daga, brosum í gegnum vinnuna okkar, á meðan stjórnmálamenn klippa borða og tala um „samfélagslega ábyrgð“. Við vitum innst inni að ef við myndum öll bara „fara aftur þangað sem við komum frá“ (eins og við höfum öll heyrt oft) þá myndi sjálft samfélagsgerð íslenska fólksins hrynja innan vikna. Sömu stjórnmálamennirnir búa í allt öðrum heimi. Þau fá há laun, fríðindi, ferðafé, skattalækkanir og mikla peninga á efri árum. Margir þeirra hafa aldrei átt erfiðan vinnudag á ævinni og hafa enga hugmynd um hvernig það er að vakna klukkan fimm, taka tvo strætisvagna í myrkri og frosti, vinna tvær vaktir í röð og reyna svo að vera til staðar fyrir/annast börnin sín á kvöldin, á meðan þau læra nýtt tungumál frá grunni. En þau standa samt upp og segja okkur hvernig við eigum að lifa. Svo eru það fjölmiðlar og þingmenn eins og Snorri Másson og Diljá Mist sem tala um okkur eins og við séum bara tóm tölfræði. Það er eins og við séum ósýnileg. Þetta er móðgandi. Líf okkar er rætt og greint í sjónvarpi og á netinu af fólki sem hvorki lítur út né hljómar eins og við og hefur aldrei upplifað þann veruleika sem við lifum í. Þau tala um okkur, en ekki við okkur. Þetta er ekki lýðræði, þetta er niðurlægjandi og niðrandi. Að ekki sé minnst á hræsni þessa fólks sem hrópar slagorð gegn innflytjendum og líf þeirra er auðgað (persónulega eða faglega) af sama fólki sem þau hefðu vísað úr landi. Ég velti því fyrir mér hvort þeir tali nokkurn tímann við erlenda vini sína og innflytjendafjölskyldur með sama eitri og þeir gera opinberlega? Og þetta er ekki bara vandamál á Íslandi. Orðræðan sem afneitar samkennd er að breiðast út um allan heim. Þú heyrir hana frá stjórnmálamönnum, frá fjölmiðlum, jafnvel frá auðkýfingjum eins og Elon Musk. Þeir halda því fram að samkennd sé veikleiki, að umhyggja fyrir öðru fólki geri þig óhæfan til að lifa í „veruleikanum“. Við höfum heyrt þetta áður. Nasistar litu á samkennd sem ógn við hreina þjóðarframtíð og reyndu að útrýma henni. Samkennd kemur í veg fyrir grimmd og gerir hana óæskilega. Og nú sjáum við svipað mynstur gerast. Þegar samkennd er kölluð veikleiki og innflytjendur eru málaðir sem ógn, opnast dyrnar að einhverju mjög hættulegu. Hatursorðræða þarf ekki lengur að fela sig. Hún stendur fyrir framan okkur, segir okkur að við eigum ekki heima hér og heldur síðan áfram að ryðja brautina. Þannig missir samfélag sál sína. Við höfum séð þetta áður. Þegar fólk er afmennskað verður auðveldara að særa það, útiloka það frá samfélagslegri umræðu og ráðast á það. Þegar samkennd deyr hætta menn að sjá aðra sem manneskjur. Þeir sjá bara vandamál. Ég hef séð af eigin raun hvernig orð geta orðið að ofbeldi. Þegar fólk eins og Nigel Farage talar um nauðsyn þess að „taka landið okkar til baka“ er það ekki bara pólitísk orðræða. Fyrir suma er það ákall til aðgerða. Slík orð skapa ótta, skipta fólki í „við og þau“ og stimpla þau sem skotmörk. Við vitum hvert það leiðir. Moskur eru skotmark, flóttamenn eru barðir, saklausir eru myrtir á götum úti af fólki sem heldur að það sé að verja heimaland sitt. Þetta eru ekki einangruð atvik, heldur afleiðing orðræðu sem kyndir undir hatri og ótta. Við verðum að stöðva þetta. Ekki bara fyrir okkur sjálf, heldur fyrir framtíð allra. Ef við leyfum þessu hugarfari að vaxa, munum við ekki aðeins missa réttlæti og mannúð, heldur mannúðina sjálfa. Svo hér er byltingarkennd hugmynd: Talaðu við okkur áður en þú talar um okkur. Höfundur er innflytjandi og verkamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Ian McDonald Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég skrifa þessa grein í svari við mótmælum gegn innflytjendum og einnig sem skilaboð til stjórnmálamanna sem, viljandi eða ekki, kynda undir þessari hættulegu orðræðu. Stöðvum þetta drama. Ísland er ekki að þróast vegna þess að einhver ráðherra flytur ómerkilega ræðu í RÚV eða vegna þess að hópur jakkafötna situr á Alþingi yfir kaffi og flatkökum. Ísland er að þróast vegna þess að innflytjendur vinna hörðum höndum, dag eftir dag, í störfum sem flestir Íslendingar myndu aldrei sækjast eftir. Störf sem eru fyrirlitin. Og við vinnum þau fyrir léleg laun, án öryggis og með varla snefil af viðurkenningu. Við erum þau sem þrífum herbergi, skrúbbum salerni, veiðum, eldum mat, keyrum fólk til og frá og annast aldraða á næturvöktum. Við vinnum langa daga, brosum í gegnum vinnuna okkar, á meðan stjórnmálamenn klippa borða og tala um „samfélagslega ábyrgð“. Við vitum innst inni að ef við myndum öll bara „fara aftur þangað sem við komum frá“ (eins og við höfum öll heyrt oft) þá myndi sjálft samfélagsgerð íslenska fólksins hrynja innan vikna. Sömu stjórnmálamennirnir búa í allt öðrum heimi. Þau fá há laun, fríðindi, ferðafé, skattalækkanir og mikla peninga á efri árum. Margir þeirra hafa aldrei átt erfiðan vinnudag á ævinni og hafa enga hugmynd um hvernig það er að vakna klukkan fimm, taka tvo strætisvagna í myrkri og frosti, vinna tvær vaktir í röð og reyna svo að vera til staðar fyrir/annast börnin sín á kvöldin, á meðan þau læra nýtt tungumál frá grunni. En þau standa samt upp og segja okkur hvernig við eigum að lifa. Svo eru það fjölmiðlar og þingmenn eins og Snorri Másson og Diljá Mist sem tala um okkur eins og við séum bara tóm tölfræði. Það er eins og við séum ósýnileg. Þetta er móðgandi. Líf okkar er rætt og greint í sjónvarpi og á netinu af fólki sem hvorki lítur út né hljómar eins og við og hefur aldrei upplifað þann veruleika sem við lifum í. Þau tala um okkur, en ekki við okkur. Þetta er ekki lýðræði, þetta er niðurlægjandi og niðrandi. Að ekki sé minnst á hræsni þessa fólks sem hrópar slagorð gegn innflytjendum og líf þeirra er auðgað (persónulega eða faglega) af sama fólki sem þau hefðu vísað úr landi. Ég velti því fyrir mér hvort þeir tali nokkurn tímann við erlenda vini sína og innflytjendafjölskyldur með sama eitri og þeir gera opinberlega? Og þetta er ekki bara vandamál á Íslandi. Orðræðan sem afneitar samkennd er að breiðast út um allan heim. Þú heyrir hana frá stjórnmálamönnum, frá fjölmiðlum, jafnvel frá auðkýfingjum eins og Elon Musk. Þeir halda því fram að samkennd sé veikleiki, að umhyggja fyrir öðru fólki geri þig óhæfan til að lifa í „veruleikanum“. Við höfum heyrt þetta áður. Nasistar litu á samkennd sem ógn við hreina þjóðarframtíð og reyndu að útrýma henni. Samkennd kemur í veg fyrir grimmd og gerir hana óæskilega. Og nú sjáum við svipað mynstur gerast. Þegar samkennd er kölluð veikleiki og innflytjendur eru málaðir sem ógn, opnast dyrnar að einhverju mjög hættulegu. Hatursorðræða þarf ekki lengur að fela sig. Hún stendur fyrir framan okkur, segir okkur að við eigum ekki heima hér og heldur síðan áfram að ryðja brautina. Þannig missir samfélag sál sína. Við höfum séð þetta áður. Þegar fólk er afmennskað verður auðveldara að særa það, útiloka það frá samfélagslegri umræðu og ráðast á það. Þegar samkennd deyr hætta menn að sjá aðra sem manneskjur. Þeir sjá bara vandamál. Ég hef séð af eigin raun hvernig orð geta orðið að ofbeldi. Þegar fólk eins og Nigel Farage talar um nauðsyn þess að „taka landið okkar til baka“ er það ekki bara pólitísk orðræða. Fyrir suma er það ákall til aðgerða. Slík orð skapa ótta, skipta fólki í „við og þau“ og stimpla þau sem skotmörk. Við vitum hvert það leiðir. Moskur eru skotmark, flóttamenn eru barðir, saklausir eru myrtir á götum úti af fólki sem heldur að það sé að verja heimaland sitt. Þetta eru ekki einangruð atvik, heldur afleiðing orðræðu sem kyndir undir hatri og ótta. Við verðum að stöðva þetta. Ekki bara fyrir okkur sjálf, heldur fyrir framtíð allra. Ef við leyfum þessu hugarfari að vaxa, munum við ekki aðeins missa réttlæti og mannúð, heldur mannúðina sjálfa. Svo hér er byltingarkennd hugmynd: Talaðu við okkur áður en þú talar um okkur. Höfundur er innflytjandi og verkamaður.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun