Álframleiðsla á Íslandi er ekki bara mikilvæg fyrir Ísland Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 11. júní 2025 09:33 Græni sáttmáli Evrópusambandsins miðar að því að gera Evrópu að fyrstu loftslagshlutlausu heimsálfunni fyrir árið 2050. Sáttmálinn sameinar samkeppnishæfni og loftslagsmarkmið undir einni sameiginlegri vaxtarstefnu. Ál er á lista ESB yfir mikilvæga hrávöru til iðnaðar og þarf Evrópa að vera sem minnst háð innflutningi á áli. Þá þarf álframleiðsla í Evrópu að aukast samkvæmt markmiðum græna sáttmálans og er lögð áhersla á að tryggja álframleiðendum í Evrópu lífvænlegt samkeppnisumhverfi, þar með talið aðgengi að grænni orku á samkeppnishæfu verði. Áhugavert markmið innan græna sáttmálans, er að byggja upp leiðandi markaði með grænni iðnaðarvarning og setja hærri verðmiða á vörur sem bera lægra kolefnisspor. Þannig skal stuðla að meiri eftirspurn eftir hrávöru með lægra kolefnisspori sem gerir slíkar vörur verðmætari. Í dag má segja að viðskiptavinurinn velji grænni kostinn ef verðið er það sama, en markmiðið er að viðskiptavinurinn velji grænni kostinn þó að hann sé dýrari. Álframleiðsla ásamt raforkuframleiðslu er einn af grunnatvinnuvegum Íslendinga og voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu um 17% af heildarútflutningstekjum síðasta árs. Álframleiðsla á Íslandi er einnig mikilvæg fyrir sjálfstæða Evrópu en hér er framleiddur yfir fjórðungur af öllu áli sem er framleitt á Evrópska efnahagssvæðinu. Þegar eftirspurn eftir grænna áli vex, munu Íslendingar njóta þess ríkulega þar sem íslenska álið ber lægst kolefnisspor í heimi. Innlend útgjöld álveranna eru nefnilega í réttu hlutfalli við útflutningstekjur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Græni sáttmáli Evrópusambandsins miðar að því að gera Evrópu að fyrstu loftslagshlutlausu heimsálfunni fyrir árið 2050. Sáttmálinn sameinar samkeppnishæfni og loftslagsmarkmið undir einni sameiginlegri vaxtarstefnu. Ál er á lista ESB yfir mikilvæga hrávöru til iðnaðar og þarf Evrópa að vera sem minnst háð innflutningi á áli. Þá þarf álframleiðsla í Evrópu að aukast samkvæmt markmiðum græna sáttmálans og er lögð áhersla á að tryggja álframleiðendum í Evrópu lífvænlegt samkeppnisumhverfi, þar með talið aðgengi að grænni orku á samkeppnishæfu verði. Áhugavert markmið innan græna sáttmálans, er að byggja upp leiðandi markaði með grænni iðnaðarvarning og setja hærri verðmiða á vörur sem bera lægra kolefnisspor. Þannig skal stuðla að meiri eftirspurn eftir hrávöru með lægra kolefnisspori sem gerir slíkar vörur verðmætari. Í dag má segja að viðskiptavinurinn velji grænni kostinn ef verðið er það sama, en markmiðið er að viðskiptavinurinn velji grænni kostinn þó að hann sé dýrari. Álframleiðsla ásamt raforkuframleiðslu er einn af grunnatvinnuvegum Íslendinga og voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu um 17% af heildarútflutningstekjum síðasta árs. Álframleiðsla á Íslandi er einnig mikilvæg fyrir sjálfstæða Evrópu en hér er framleiddur yfir fjórðungur af öllu áli sem er framleitt á Evrópska efnahagssvæðinu. Þegar eftirspurn eftir grænna áli vex, munu Íslendingar njóta þess ríkulega þar sem íslenska álið ber lægst kolefnisspor í heimi. Innlend útgjöld álveranna eru nefnilega í réttu hlutfalli við útflutningstekjur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun