Þjóð sem lætur kyrrt liggja? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 11. júní 2025 08:01 Við Íslendingar stöndum frammi fyrir einni af stærstu ákvörðunum í utanríkismálum Íslands í áratugi: Hvort þjóðin vilji endurvekja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eigi síðar en árið 2027. Nú er því rétti tíminn til að byrja að ræða málið opinskátt, af yfirvegun og með framtíðina að leiðarljósi. Í meira en þrjátíu ár höfum við átt í afar nánu samstarfi við Evrópusambandið. Með EES-samningnum höfum við aðgang að innri markaði ESB, og tökum upp meirihluta þess regluverks sem þar gildir. Við erum einnig hluti af Schengen-svæðinu, og tökum þátt í fjölmörgum evrópskum samstarfsverkefnum á sviði vísinda, menntunar og öryggismála. Við nýtum okkur vissulega ávinninginn af þessu samstarfi, en höfum ekki áhrifin. Við segjum okkur sjálfum að við séum fullvalda þjóð, en hvernig nýtum við fullveldið þar sem það skiptir máli? Ísland á ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Við eigum ekki okkar fulltrúa í ráðherraráði ESB, ekki í framkvæmdastjórninni, og ekki á Evrópuþinginu. Við fylgjum reglunum – en mótum þær ekki. Þetta er lýðræðishalli sem við verðum að ræða af fullri alvöru. Með aðild að Evrópusambandinu fengjum við ekki aðeins rödd við borðið, heldur myndu einnig skapast tækifæri fyrir íslenskan almenning til aukinnar lýðræðislegrar þátttöku í mótun evrópskrar löggjafar. Borgarar ESB geta beint erindum til Evrópuþingsins, tekið þátt í evrópskum borgarafrumkvæðum og leitað réttar síns fyrir dómstólum ESB, en þetta eru tæki sem við Íslendingar - ég og þú sem íslenskir ríkisborgarar - höfum ekki aðgang að í dag. Þarna myndi sérhver Íslendingur hafa nákvæmlega sama tækifæri og sömu stöðu og t.d. hver Dani, Frakki eða Þjóðverji. Nú eru liðin næstum sextán ár frá því Ísland sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu árið 2009. Viðræður hófust en stöðvuðust vegna stöðunnar í stjórnmálunum hér heima árið 2013. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa aðstæður breyst hratt – bæði innanlands og í Evrópu. Nú blasir nýtt landslag við. Evrópa hefur í millitíðinni tekist á við kreppur, Brexit, faraldur og stríð. En Evrópusambandið stendur enn – sem bandalag lýðræðisríkja sem vinna saman að sameiginlegum hagsmunum og gildum. Og það hefur ekki notið meiri stuðnings almennings í aðildarríkjunum í næstum 20 ár samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í vikunni. Samvinnan hefur stuðlað að friði í álfunni okkar í áratugi og skapað öflugan ramma fyrir efnahagsþróun, mannréttindi og lýðræði, t.a.m. í suður- og austur Evrópu, þar sem lýðræðisskipulag, stutt af öflugri samvinnu við önnur lýðræðisríki í Evrópu, tók við af einræði og alræði. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur hvar viljum við standa í þessari þróun? Viljum við áfram sitja hjá – eða taka fullan þátt og leggja okkar af mörkum við að standa vörð um þau gildi sem við trúum á? Viljum við virkja fullveldi okkar þar sem það skiptir máli - í samstarfi við þær þjóðir sem við eigum mesta samleið með. Vissulega er það svo að Ísland yrði að óbreyttu fámennasta ríki Evrópusambandsins. En dæmin sýna okkur að það yrði engan veginn áhrifalaust þrátt fyrir það. Við getum bara litið til reynslu landa eins og Lúxemborgar og Möltu í þeim efnum, en þau eru álíka fjölmenn og Ísland. Annað sem vert er að muna í þessu samhengi er að Evrópusambandið er ekki sambandsríki, heldur samstarf fullvalda ríkja. Ef við á einhverjum tímapunkti mætum það svo að það væri okkur ekki lengur í hag að vera aðili að þessu samstarfi, þá væri okkur frjálst að yfirgefa það, eins og dæmin sýna. Það er mín eindregna skoðun, eftir að hafa fylgst með störfum Evrópusambandsins í áratugi, að við gætum beitt okkur með mikið öflugri hætti á alþjóðavettvangi sem aðildarríki þess. Að sama skapi værum við í mun betri stöðu til að standa vörð um íslenska hagsmuni, hvort sem það væri í almennum efnahagsmálum, í sjávarútvegi, í landbúnaði og ekki síst þegar kemur að varnar- og öryggismálum, með sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar og með rödd á þeim fundum þar sem stóru málin í álfunni okkar eru rædd - en með því að standa áfram utan Evrópusambandsins eins og við höfum gert. Ég hef aldrei séð neitt sem hefur getað sannfært mig um annað. Höfundur er prófessor í alþjóðastjórnmálum og formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar stöndum frammi fyrir einni af stærstu ákvörðunum í utanríkismálum Íslands í áratugi: Hvort þjóðin vilji endurvekja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin hefur boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eigi síðar en árið 2027. Nú er því rétti tíminn til að byrja að ræða málið opinskátt, af yfirvegun og með framtíðina að leiðarljósi. Í meira en þrjátíu ár höfum við átt í afar nánu samstarfi við Evrópusambandið. Með EES-samningnum höfum við aðgang að innri markaði ESB, og tökum upp meirihluta þess regluverks sem þar gildir. Við erum einnig hluti af Schengen-svæðinu, og tökum þátt í fjölmörgum evrópskum samstarfsverkefnum á sviði vísinda, menntunar og öryggismála. Við nýtum okkur vissulega ávinninginn af þessu samstarfi, en höfum ekki áhrifin. Við segjum okkur sjálfum að við séum fullvalda þjóð, en hvernig nýtum við fullveldið þar sem það skiptir máli? Ísland á ekki sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Við eigum ekki okkar fulltrúa í ráðherraráði ESB, ekki í framkvæmdastjórninni, og ekki á Evrópuþinginu. Við fylgjum reglunum – en mótum þær ekki. Þetta er lýðræðishalli sem við verðum að ræða af fullri alvöru. Með aðild að Evrópusambandinu fengjum við ekki aðeins rödd við borðið, heldur myndu einnig skapast tækifæri fyrir íslenskan almenning til aukinnar lýðræðislegrar þátttöku í mótun evrópskrar löggjafar. Borgarar ESB geta beint erindum til Evrópuþingsins, tekið þátt í evrópskum borgarafrumkvæðum og leitað réttar síns fyrir dómstólum ESB, en þetta eru tæki sem við Íslendingar - ég og þú sem íslenskir ríkisborgarar - höfum ekki aðgang að í dag. Þarna myndi sérhver Íslendingur hafa nákvæmlega sama tækifæri og sömu stöðu og t.d. hver Dani, Frakki eða Þjóðverji. Nú eru liðin næstum sextán ár frá því Ísland sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu árið 2009. Viðræður hófust en stöðvuðust vegna stöðunnar í stjórnmálunum hér heima árið 2013. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa aðstæður breyst hratt – bæði innanlands og í Evrópu. Nú blasir nýtt landslag við. Evrópa hefur í millitíðinni tekist á við kreppur, Brexit, faraldur og stríð. En Evrópusambandið stendur enn – sem bandalag lýðræðisríkja sem vinna saman að sameiginlegum hagsmunum og gildum. Og það hefur ekki notið meiri stuðnings almennings í aðildarríkjunum í næstum 20 ár samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í vikunni. Samvinnan hefur stuðlað að friði í álfunni okkar í áratugi og skapað öflugan ramma fyrir efnahagsþróun, mannréttindi og lýðræði, t.a.m. í suður- og austur Evrópu, þar sem lýðræðisskipulag, stutt af öflugri samvinnu við önnur lýðræðisríki í Evrópu, tók við af einræði og alræði. Við Íslendingar verðum að spyrja okkur hvar viljum við standa í þessari þróun? Viljum við áfram sitja hjá – eða taka fullan þátt og leggja okkar af mörkum við að standa vörð um þau gildi sem við trúum á? Viljum við virkja fullveldi okkar þar sem það skiptir máli - í samstarfi við þær þjóðir sem við eigum mesta samleið með. Vissulega er það svo að Ísland yrði að óbreyttu fámennasta ríki Evrópusambandsins. En dæmin sýna okkur að það yrði engan veginn áhrifalaust þrátt fyrir það. Við getum bara litið til reynslu landa eins og Lúxemborgar og Möltu í þeim efnum, en þau eru álíka fjölmenn og Ísland. Annað sem vert er að muna í þessu samhengi er að Evrópusambandið er ekki sambandsríki, heldur samstarf fullvalda ríkja. Ef við á einhverjum tímapunkti mætum það svo að það væri okkur ekki lengur í hag að vera aðili að þessu samstarfi, þá væri okkur frjálst að yfirgefa það, eins og dæmin sýna. Það er mín eindregna skoðun, eftir að hafa fylgst með störfum Evrópusambandsins í áratugi, að við gætum beitt okkur með mikið öflugri hætti á alþjóðavettvangi sem aðildarríki þess. Að sama skapi værum við í mun betri stöðu til að standa vörð um íslenska hagsmuni, hvort sem það væri í almennum efnahagsmálum, í sjávarútvegi, í landbúnaði og ekki síst þegar kemur að varnar- og öryggismálum, með sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar og með rödd á þeim fundum þar sem stóru málin í álfunni okkar eru rædd - en með því að standa áfram utan Evrópusambandsins eins og við höfum gert. Ég hef aldrei séð neitt sem hefur getað sannfært mig um annað. Höfundur er prófessor í alþjóðastjórnmálum og formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun