Guðrún spyr um há laun æðstu ráðamanna Jakob Bjarnar skrifar 10. júní 2025 14:09 Guðrún rifjaði upp umræðu sem Kristrún tók þátt í fyrir tveimur árum og sneri að afar háum launum æðstu embættismanna, en nú hins vegar léti hún sem ekkert væri. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins steig í pontu í dagskrárliðnum Óundirbúnar fyrirspurnir og spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra út í nýlegar launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins, um 5,6 prósent. „Nú eru liðin tvö ár síðan hæstvirtur forsætisráðherra gagnrýndi harðlega laun æðstu embættismanna og dómara,“ sagði Guðrún. Og hún hélt áfram að vitna til orða Kristrúnar, þá í stjórnarandstöðu, að þetta væru kolröng skilaboð að senda vinnumarkaðinum. „Stór orð og sönn sem spegluðu réttlætiskennd og almenna skynsemi,“ sagði Guðrún. Hvers vegna vill ríkisstjórnin halda í 5,6 prósenta hækkun launa? Nú standi hins vegar Kristrún frammi fyrir sömu spurningu, hvort vert sé að láta laun æðstu embættismanna hækka um 5,6 prósent meðan laun hækka um rétt rúm þrjú prósent. Nú grafi ríkisstjórnin hins vegar undan þeirri ábyrgð sem stjórnvöld segist vilja sýna í orði og verki. Guðrún sagði ríkisstjórnina tala fjálglega fyrir aðhald en þegar þeirra eigin persónulegu hagsmunir væru undir þá heyrðist lítið.vísir/vilhelm „Af hverju ákvað ríkisstjórnin að halda í þessa 5,6 prósenta vinnumarkaði. Hver á að sýna aðhald ef stjórnvöld vilja það ekki sjálf?“ Kristrún sagðist í svari muna vel eftir þeirri umræðu sem Guðrún vísaði til. Og að formenn þingflokka hafi þá komið saman og rætt þá stöðu sem kemur upp á hverju einasta ári. Kristrún sagði að ekki hafi þá verið ráðist í að fara í kerfisbreytingu til lengri tíma. Hún sagði að við gætum ekki verið í skammtímainngripum í hvert og eitt einasta skipti sem þetta kemur upp. „Breytt þessu og fundið fyrirkomulag. Hvort það eru 3,5 prósent um aldur og ævi, veit ég ekki. Ég ætla ekki að fara að kýta um það,“ sagði Kristrún og benti á að í útreikningum komi allskonar vísitölur upp. Launahækkanir snúa ekki bara að stjórnvöldum „Finnst mér gott að það sé að skila meiri prónsentu en almenna viðmiðið segir til um. Nei. En þetta snýst ekki bara um okkar laun heldur dómara, lögreglustjóra, saksóknara,“ sagði Kristrún og að það hafi í gegnum tíðina reynst erfitt þegar stjórnvöld grípa inn í slíkar launahækkanir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra bauð minnihlutanum í þá vegferð að breyta þessu svo ekki kæmi til handstýringa á hverju einasta ári.vísir/vilhelm Guðrún endurtók spurninguna og vildi meina að það væri takturinn í ríkisstjórninni, að vilja hófsemd nema þegar kæmi að eigin persónulegum hagsmunum. Hvers vegna ekki núna? Kristrún sagði að fyrir tveimur árum hafi landið verið í annarri stöðu. „Almenningur hefði kannski haldið að þá yrði farið kerfislægt í breytingar á þessu.“ En það var ekki gert og Kristrún sagði að ekki gengi að fara í að handstýra þessu á hverju ári. Hún bauð minnihlutanum á þingi að koma með í þá vegferð að breyta þessu svo dygði. Eru svör hennar að verulegu leyti í samræmi við það sem hún sagði í viðtali við fréttastofu á föstudaginn: Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Kjaramál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Nú eru liðin tvö ár síðan hæstvirtur forsætisráðherra gagnrýndi harðlega laun æðstu embættismanna og dómara,“ sagði Guðrún. Og hún hélt áfram að vitna til orða Kristrúnar, þá í stjórnarandstöðu, að þetta væru kolröng skilaboð að senda vinnumarkaðinum. „Stór orð og sönn sem spegluðu réttlætiskennd og almenna skynsemi,“ sagði Guðrún. Hvers vegna vill ríkisstjórnin halda í 5,6 prósenta hækkun launa? Nú standi hins vegar Kristrún frammi fyrir sömu spurningu, hvort vert sé að láta laun æðstu embættismanna hækka um 5,6 prósent meðan laun hækka um rétt rúm þrjú prósent. Nú grafi ríkisstjórnin hins vegar undan þeirri ábyrgð sem stjórnvöld segist vilja sýna í orði og verki. Guðrún sagði ríkisstjórnina tala fjálglega fyrir aðhald en þegar þeirra eigin persónulegu hagsmunir væru undir þá heyrðist lítið.vísir/vilhelm „Af hverju ákvað ríkisstjórnin að halda í þessa 5,6 prósenta vinnumarkaði. Hver á að sýna aðhald ef stjórnvöld vilja það ekki sjálf?“ Kristrún sagðist í svari muna vel eftir þeirri umræðu sem Guðrún vísaði til. Og að formenn þingflokka hafi þá komið saman og rætt þá stöðu sem kemur upp á hverju einasta ári. Kristrún sagði að ekki hafi þá verið ráðist í að fara í kerfisbreytingu til lengri tíma. Hún sagði að við gætum ekki verið í skammtímainngripum í hvert og eitt einasta skipti sem þetta kemur upp. „Breytt þessu og fundið fyrirkomulag. Hvort það eru 3,5 prósent um aldur og ævi, veit ég ekki. Ég ætla ekki að fara að kýta um það,“ sagði Kristrún og benti á að í útreikningum komi allskonar vísitölur upp. Launahækkanir snúa ekki bara að stjórnvöldum „Finnst mér gott að það sé að skila meiri prónsentu en almenna viðmiðið segir til um. Nei. En þetta snýst ekki bara um okkar laun heldur dómara, lögreglustjóra, saksóknara,“ sagði Kristrún og að það hafi í gegnum tíðina reynst erfitt þegar stjórnvöld grípa inn í slíkar launahækkanir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra bauð minnihlutanum í þá vegferð að breyta þessu svo ekki kæmi til handstýringa á hverju einasta ári.vísir/vilhelm Guðrún endurtók spurninguna og vildi meina að það væri takturinn í ríkisstjórninni, að vilja hófsemd nema þegar kæmi að eigin persónulegum hagsmunum. Hvers vegna ekki núna? Kristrún sagði að fyrir tveimur árum hafi landið verið í annarri stöðu. „Almenningur hefði kannski haldið að þá yrði farið kerfislægt í breytingar á þessu.“ En það var ekki gert og Kristrún sagði að ekki gengi að fara í að handstýra þessu á hverju ári. Hún bauð minnihlutanum á þingi að koma með í þá vegferð að breyta þessu svo dygði. Eru svör hennar að verulegu leyti í samræmi við það sem hún sagði í viðtali við fréttastofu á föstudaginn:
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Kjaramál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira