Ökumenn mótorhjóla greiða meira en landsbyggðin minna Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júní 2025 18:56 Daði Már Kristófersson er fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Umdeilt frumvarp um kílómetragjald er loks komið úr nefnd á þinginu. Gildistöku laganna hefur verið frestað og ökumenn bifhjóla koma til með að greiða meira en fyrirhugað var. Fjármálaráðherra segir breytingar nefndarinnar sanngjarnar og til hins betra. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skilaði áliti um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla fyrir helgi. Nefndin var með frumvarpið á sínu borði í þrjá mánuði og gerði fjölmargar breytingar á því, flestar þeirra þó minniháttar. Stærsta breytingin er líklegast sú að gildistökunni er frestað um þrjá mánuði, til 1. október. Sliti vega ekki aðalatriðið Fjölmargir höfðu sent umsagnir um frumvarpið og margar þeirra skoðaðar af nefndinni. Mikið hefur verið rætt um fyrsta gjaldbilið, en þar falla undir öll ökutæki undir 3.500 kíló. Hagsmunahópar vildu að bilið tæki ekki til svo breiðs hóps, en ekki var fallist á það. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kveðst ánægður með það. „Ég held að þarna sé verið að taka undir það sjónarmið að slitið á vegunum eitt og sér er óverulegur hluti af kostnaði ríkisins við að veita þessa þjónustu fyrir þessu léttustu ökutæki. Það hreinlega tekur sig ekki. Munurinn er of lítill. Stóri kostnaðurinn er að byggja veginn og halda honum opnum, ekki slitið á honum,“ segir Daði. Íbúar á landsbyggðinni höfðu áhyggjur af því að minnkað bil yrði dulinn landsbyggðarskattur. „Það er þannig að úti á landi, einfaldlega vegna fjarlægðar, þyngri færðar á veturna og svona, eru bílar að jafnaði stærri. Að vera með eitt gjaldbil upp í 3,5 tonn gerir þetta minna íþyngjandi fyrir landsbyggðina og það að verkum að hún borgi minna en ekki meira,“ segir Daði. Mótorhjólaökumenn greiða meira Þá var því breytt að ökumenn bifhjóla bætast við fyrsta bilið, en í fyrri útgáfu var kveðið á um að þeir myndu greiða fjórar krónur í stað 6,6 króna á hvern kílómetra. „Aftur, þá gæti hljómað skringilega, að bifhjól sem er augljóslega léttara en léttur bíll, flokkist sem bíll. En það er bara þannig að það að byggja veginn, sinna löggæslu á honum, halda honum við, halda honum opnum á veturna, kostar það sama fyrir öll þessi ökutæki. Munurinn vegna slits er óverulegur,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Bifhjól Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skilaði áliti um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla fyrir helgi. Nefndin var með frumvarpið á sínu borði í þrjá mánuði og gerði fjölmargar breytingar á því, flestar þeirra þó minniháttar. Stærsta breytingin er líklegast sú að gildistökunni er frestað um þrjá mánuði, til 1. október. Sliti vega ekki aðalatriðið Fjölmargir höfðu sent umsagnir um frumvarpið og margar þeirra skoðaðar af nefndinni. Mikið hefur verið rætt um fyrsta gjaldbilið, en þar falla undir öll ökutæki undir 3.500 kíló. Hagsmunahópar vildu að bilið tæki ekki til svo breiðs hóps, en ekki var fallist á það. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kveðst ánægður með það. „Ég held að þarna sé verið að taka undir það sjónarmið að slitið á vegunum eitt og sér er óverulegur hluti af kostnaði ríkisins við að veita þessa þjónustu fyrir þessu léttustu ökutæki. Það hreinlega tekur sig ekki. Munurinn er of lítill. Stóri kostnaðurinn er að byggja veginn og halda honum opnum, ekki slitið á honum,“ segir Daði. Íbúar á landsbyggðinni höfðu áhyggjur af því að minnkað bil yrði dulinn landsbyggðarskattur. „Það er þannig að úti á landi, einfaldlega vegna fjarlægðar, þyngri færðar á veturna og svona, eru bílar að jafnaði stærri. Að vera með eitt gjaldbil upp í 3,5 tonn gerir þetta minna íþyngjandi fyrir landsbyggðina og það að verkum að hún borgi minna en ekki meira,“ segir Daði. Mótorhjólaökumenn greiða meira Þá var því breytt að ökumenn bifhjóla bætast við fyrsta bilið, en í fyrri útgáfu var kveðið á um að þeir myndu greiða fjórar krónur í stað 6,6 króna á hvern kílómetra. „Aftur, þá gæti hljómað skringilega, að bifhjól sem er augljóslega léttara en léttur bíll, flokkist sem bíll. En það er bara þannig að það að byggja veginn, sinna löggæslu á honum, halda honum við, halda honum opnum á veturna, kostar það sama fyrir öll þessi ökutæki. Munurinn vegna slits er óverulegur,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Kílómetragjald Bensín og olía Skattar og tollar Vegagerð Samgöngur Bílar Bifhjól Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira