Nemar á Landspítalanum klæddust „Öldrunarbúningi“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. júní 2025 20:03 Ólafur Guðbjörn, framkvæmdastjóri hjúkrunar, ásamt Jóhönnu Lind, hjúkrunarfræðingi, sem var ein af þeim, sem skipulagði daginn. Bæði voru þau mjög ánægð með hvernig til tókst. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 400 lækna- og hjúkrunarnemar munu vinna á Landspítalanum í sumar en áður en vinnan hófst var haldin svokallaður „tækjadagur“ á spítalanum þar sem ýmis tæki og tól voru til sýnis fyrir sumarstarfsmenn. Það sem vakti þó hvað mesta athygli var „Öldrunarbúningur“, sem nemarnir fengu að prófa. Tækjadagurinn var haldinn í Eirbergi þar sem sumarstarfsmennirnir gengu á milli stöðva og fengu að kynnast helstu tækjunum og lækningaverkfærunum, sem þau koma til með að nota í sumarvinnunni. Mikil ánægja var með daginn. „Heyrðu, þetta er geggjað og hefur mælst mjög vel fyrir og starfsfólkið er mjög ánægt með þetta með allskonar tæki til að kenna þeim og líka að fá innsýn inn í hvernig er að vera sjúklingur, vera aldraður og hrumur, sem að hefur gefist mjög vel,“ segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum og bætir við. „Ég er mjög stoltur af þessu verkefni og ég er bara almennt stoltur af hermináminu og hermissetrinu okkar á Landsspítalanum, sem er algjör leikbreytir í því hvernig við þjálfum upp nýtt heilbrigðisstarfsfólk.“ Og sú stöð, sem vakti hvað mesta athygli var“ Öldrunarbúningurinn”, en þar fengu nemendurnir að upplifa hvernig er að vera aldraður og færniskertur á ýmsum sviðum. Fyrst voru gleraugu sett upp þar sem sjónsviðið er mjög skert, svo voru heyrnartól sett á höfuðið þannig að nemendur heyrðu mjög lítið og allir þurftu að fara í hanska til að finna fyrir minnkuðu skyni í fingrunum og svo voru allskonar þyngingar settar á nemendur. Ein af þrautunum var svo að finna til lyfin með allan þennan búnað sér, D-vítamín og hjartamagnyl og gekk það hjá flestum mjög brösuglega. „Þetta er mjög skemmtilegt og ótrúlegt hvernig fólk upplifir að vera svona færniskertur. Einn sagði hérna áðan, ég vona að ég verði aldrei gamall,” segir Jakobína Rut Daníelsdóttir, sjúkraliði á Landspítalanum, sem vann á „Öldrunarbúningastöðinni“ á tækjadeginum. Jakobína Rut og einn af nemendum að prófa sig áfram í „Öldrunarbúningnum“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér fannst þetta bara mjög erfitt að gera þetta. Fann ekki töflurnar, sá ekki neitt, heyrði lítið, mjög íþyngjandi hendur, já mér fannst þetta svolítið erfitt,” segir Ingibjörg Valmundsdóttir, nemandi í hjúkrunarfræði eftir að hafa farið í „Öldrunarbúninginn“. „Þetta gekk svolítið brösuglega en þetta gekk í lokin. Mér fannst erfiðast að taka saman lyfin, það var mjög erfitt,” segir Valdimar Sveinsson, nemandi í læknisfræði. Hvernig heldur þú að það sé að vera gamall? „Ég held að það geti bara verið mjög erfitt, það reynir á margt, sem að maður gerir sér kannski ekki grein fyrir,” segir Valdimar. Svo var komið að því að fréttamaður var klæddur í „Öldrunarbúninginn” og fékk að prófa sig áfram, æi hvað það gekk allt brösuglega hjá honum. Öldrunarbúningsstöðin“ hjá lækna- og hjúkrunarnemendunum var mjög vinsæl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Tækjadagurinn var haldinn í Eirbergi þar sem sumarstarfsmennirnir gengu á milli stöðva og fengu að kynnast helstu tækjunum og lækningaverkfærunum, sem þau koma til með að nota í sumarvinnunni. Mikil ánægja var með daginn. „Heyrðu, þetta er geggjað og hefur mælst mjög vel fyrir og starfsfólkið er mjög ánægt með þetta með allskonar tæki til að kenna þeim og líka að fá innsýn inn í hvernig er að vera sjúklingur, vera aldraður og hrumur, sem að hefur gefist mjög vel,“ segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum og bætir við. „Ég er mjög stoltur af þessu verkefni og ég er bara almennt stoltur af hermináminu og hermissetrinu okkar á Landsspítalanum, sem er algjör leikbreytir í því hvernig við þjálfum upp nýtt heilbrigðisstarfsfólk.“ Og sú stöð, sem vakti hvað mesta athygli var“ Öldrunarbúningurinn”, en þar fengu nemendurnir að upplifa hvernig er að vera aldraður og færniskertur á ýmsum sviðum. Fyrst voru gleraugu sett upp þar sem sjónsviðið er mjög skert, svo voru heyrnartól sett á höfuðið þannig að nemendur heyrðu mjög lítið og allir þurftu að fara í hanska til að finna fyrir minnkuðu skyni í fingrunum og svo voru allskonar þyngingar settar á nemendur. Ein af þrautunum var svo að finna til lyfin með allan þennan búnað sér, D-vítamín og hjartamagnyl og gekk það hjá flestum mjög brösuglega. „Þetta er mjög skemmtilegt og ótrúlegt hvernig fólk upplifir að vera svona færniskertur. Einn sagði hérna áðan, ég vona að ég verði aldrei gamall,” segir Jakobína Rut Daníelsdóttir, sjúkraliði á Landspítalanum, sem vann á „Öldrunarbúningastöðinni“ á tækjadeginum. Jakobína Rut og einn af nemendum að prófa sig áfram í „Öldrunarbúningnum“.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér fannst þetta bara mjög erfitt að gera þetta. Fann ekki töflurnar, sá ekki neitt, heyrði lítið, mjög íþyngjandi hendur, já mér fannst þetta svolítið erfitt,” segir Ingibjörg Valmundsdóttir, nemandi í hjúkrunarfræði eftir að hafa farið í „Öldrunarbúninginn“. „Þetta gekk svolítið brösuglega en þetta gekk í lokin. Mér fannst erfiðast að taka saman lyfin, það var mjög erfitt,” segir Valdimar Sveinsson, nemandi í læknisfræði. Hvernig heldur þú að það sé að vera gamall? „Ég held að það geti bara verið mjög erfitt, það reynir á margt, sem að maður gerir sér kannski ekki grein fyrir,” segir Valdimar. Svo var komið að því að fréttamaður var klæddur í „Öldrunarbúninginn” og fékk að prófa sig áfram, æi hvað það gekk allt brösuglega hjá honum. Öldrunarbúningsstöðin“ hjá lækna- og hjúkrunarnemendunum var mjög vinsæl.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Landspítalinn Eldri borgarar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira