Þrír reyndu að komast undan lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2025 07:30 Svo virðist sem lögregluþjónar hafi verið uppteknir í nótt og eru fjölmörg mál skráð í kerfi lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Meðal annars reyndu þrír ökumenn í mismunandi ásigkomulagi að reyna að komast undan lögregluþjónum. Þá var einn vopnaður maður sem reyndi að komast undan á hlaupum, svo eitthvað sé nefnt. Alls voru 99 mál bókuð í kerfi lögreglu frá fimm seinni partinn í gær til fimm í morgun og gistu átta í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Þegar lögregluþjónar reyndu að stöðva ökumann reyndi sá að komast undan á akstri. Það tókst honum ekki og þá reyndi hann að hlaupa á brott en var samkvæmt dagbók lögreglu hlaupinn uppi og handsamaður. Maðurinn var með fíkniefni og peninga og er grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna. Þá var hann einnig vopnaður hnífi og verður kærður fyrir það. Þá reyndi annar ökumaður að komast undan lögregluþjónum og ók sá á ofsahraða og braut fjölda umferðarlaga áður en hann náðist og gafst upp. Hann reyndist bæði án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna en hann var einnig með fíkniefni á sér. Í enn einu tilfellinu fékk lögreglan ábendingu um ökumann sem virtist mjög ölvaður og var búinn að „aka utan í ýmislegt á leið sinni áleiðis um hverfið,“ eins og segir í dagbók lögreglu. Hann neitaði að stöðva bílinn þegar lögregluþjóna bar að garði og reyndi að komast undan. Það tókst ekki og þá reyndi hann að komast undan á tveimur jafnfljótum. Hann var þó ekki nægilega fljótur og var hlaupinni uppi og handtekinn. Tveir aðrir vopnaðir Þá var lögregla kölluð til þar sem maður hafði skemmt hurð við að reyna að komast inn í hús. Þegar lögregluþjóna bar að garði og þeir ræddu við manninn kom í ljós að hann var vopnaður. Annað slíkt mál kom upp á svæði Lögreglustöðvar 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur, auk Seltjarnarness, en þá hafði maður verið á skemmtistað að tala um að hann væri vopnaður. Þegar lögregluþjóna bar að garði reyndi hann að hlaupa á brott. Eins og virðist eiga við flesta, tókst manninum það þó ekki, og reyndist hann raunverulega vopnaður og var handtekinn. Ekið á gangandi vegfaranda Meðal annarra mála á borði lögreglu má nefna að ekið var á gangandi vegfaranda en meiðsli voru talin minniháttar. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir án réttinda og/eða undir áhrifum. fíkniefna og/eða áfengis. Maður sem var að áreita íbúa húss á svæði Lögreglustöðvar 4, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, braut rúðu í húsinu. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa. Einn var handtekinn fyrir að trufla störf lögreglu í miðbæ Reykjavíkur. Hann hlýddi ekki ítrekuðum fyrirmælum um að hætta. Þá var tilkynnt um þjófnaði í nokkrum verslunum. Enginn var handtekinn og málin leyst með vettvangsskýrslu. Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Sjá meira
Alls voru 99 mál bókuð í kerfi lögreglu frá fimm seinni partinn í gær til fimm í morgun og gistu átta í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Þegar lögregluþjónar reyndu að stöðva ökumann reyndi sá að komast undan á akstri. Það tókst honum ekki og þá reyndi hann að hlaupa á brott en var samkvæmt dagbók lögreglu hlaupinn uppi og handsamaður. Maðurinn var með fíkniefni og peninga og er grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna. Þá var hann einnig vopnaður hnífi og verður kærður fyrir það. Þá reyndi annar ökumaður að komast undan lögregluþjónum og ók sá á ofsahraða og braut fjölda umferðarlaga áður en hann náðist og gafst upp. Hann reyndist bæði án ökuréttinda og undir áhrifum fíkniefna en hann var einnig með fíkniefni á sér. Í enn einu tilfellinu fékk lögreglan ábendingu um ökumann sem virtist mjög ölvaður og var búinn að „aka utan í ýmislegt á leið sinni áleiðis um hverfið,“ eins og segir í dagbók lögreglu. Hann neitaði að stöðva bílinn þegar lögregluþjóna bar að garði og reyndi að komast undan. Það tókst ekki og þá reyndi hann að komast undan á tveimur jafnfljótum. Hann var þó ekki nægilega fljótur og var hlaupinni uppi og handtekinn. Tveir aðrir vopnaðir Þá var lögregla kölluð til þar sem maður hafði skemmt hurð við að reyna að komast inn í hús. Þegar lögregluþjóna bar að garði og þeir ræddu við manninn kom í ljós að hann var vopnaður. Annað slíkt mál kom upp á svæði Lögreglustöðvar 1, sem sér um Austurbæ, Miðbæ og Vesturbæ Reykjavíkur, auk Seltjarnarness, en þá hafði maður verið á skemmtistað að tala um að hann væri vopnaður. Þegar lögregluþjóna bar að garði reyndi hann að hlaupa á brott. Eins og virðist eiga við flesta, tókst manninum það þó ekki, og reyndist hann raunverulega vopnaður og var handtekinn. Ekið á gangandi vegfaranda Meðal annarra mála á borði lögreglu má nefna að ekið var á gangandi vegfaranda en meiðsli voru talin minniháttar. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir án réttinda og/eða undir áhrifum. fíkniefna og/eða áfengis. Maður sem var að áreita íbúa húss á svæði Lögreglustöðvar 4, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, braut rúðu í húsinu. Hann var í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa. Einn var handtekinn fyrir að trufla störf lögreglu í miðbæ Reykjavíkur. Hann hlýddi ekki ítrekuðum fyrirmælum um að hætta. Þá var tilkynnt um þjófnaði í nokkrum verslunum. Enginn var handtekinn og málin leyst með vettvangsskýrslu.
Lögreglumál Næturlíf Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Sjá meira