Sækja WorldPride í skugga bakslags í réttindum hinsegin fólks Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. júní 2025 22:25 Íslenska sendinefndin í Washington. Aðsend Fjölmennur hópur fulltrúa Íslands sótti WorldPride hátíðina í Bandaríkjunum sem fer fram um helgina. Gleðigangan fór fram í dag en hún var haldin í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks. „Íslenska sendinefndin hefur verið sýnileg og virk alla vikuna og gengur í dag stolt með öðrum norrænum sendiráðum í göngunni - sem fjölmennasta sendinefnd Norðurlandanna,“ segir í tilkynningu frá Helgu Haraldsdóttir, formanni Hinsegin daga, sem er meðal Íslendinganna sem sækja WorldPride í Washington í Bandaríkjunum. Viðburðurinn fer fram í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks í Bandaríkunum. Í tilkynningu Helgu kemur fram að bandrísk yfirvöld hafi ákveðið að loka Dunpont Circle garðinum yfir helgina en garðurinn er sögulgur samkomustaður LGBTQ+ samfélagsins í borginni. „Lokunin hefur verið túlkuð sem táknræn útilokun á helgri jörð samfélagsins á mikilvægum tíma.“ Pete Hegseth, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, tók einnig þá ákvörðun í vikunni að fjarlægja nafn Harvey Milk af herskipi bandaríska flotans. Milk var einn af fyrstu opinberlega samkynhneigðu kjörnu embættismönnum í Bandaríkjunum. „Þessi gjörningur hefur verið túlkaður sem afturför í viðurkenningu á framlagi hinsegin einstaklinga til bandarísks samfélags. Dreifa upplýsingum til aðstoðar ef einhver skyldi verða handtekinn Kjör Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu bakslagi í réttinum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Til að mynda hefur hann afturkallað tilskipun Joes Biden, fyrrverandi forseta, um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kynvitundar eða kynhneigðar. Þá lagði hann einnig niður fjölbreytnis-, jafnréttis- og aðgengisstefnur innan alríkisstofnanna. Samkvæmt umfjöllun BBC fer hátíðin í fyrsta sinn fram á lokuðu svæði og þurfa þeir sem sækja viðburðinn að fara í gegnum öryggisleit. Miðum líkt og þessum var dreift til þátttakenda göngunnar.Aðsend Þá er miðum líkt og sést hér á myndinni verið dreift í göngunni. „Lögmannafélag Bandaríkjanna í Washington D.C. býður upp á símaþjónustu allan sólarhringinn í fangelsum til að koma mótmælendum í samband við lögfræðinga til að kanna velferð þeirra sem eru í haldi,“ stendur á miðanum. Gefið er upp símanúmer sem þátttakendur í göngunni geta hringt í, ef þeir verða handteknir á meðan göngunni stendur. Þeir eru þá hvattir til að skrifa símanúmerið á líkama sinn og senda áfram á vini og vandamenn til að auðvelda leit skyldi einhver verða handtekinn. Þrátt fyrir herta öryggisgæslu go dreifingu á miðum segir Helga íslenska hópinn ekki hafa fundið fyrir neinu. Þau tóku hins vegar eftir mikill öryggisgæslu á svæðinu, eitthvað sem Íslendingar eru almennt ekki vanir. „Þetta var alveg yndislegt, ekkert sem að við fundum fyrir,“ segir hún. Íslendingar duglegir að taka þátt Íslendingar, sem eru eins og áður kom fram með fjölmennustu sendinefnd af Norðurlöndunum, hafa tekið virkan þátt í aðdraganda göngunnar. Til að mynda var haldið íslenskt pallborð undir yfirskriftinni „Working Together, Rising Together - íslenskt pallborð um réttindi kvenna og hinsegin fólks.“ Þar tók Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, þátt auk Helgu Haraldsdóttur og Bjarndísi Helgu Tómasdóttur, formanni Samtakanna 78. Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, stjórnaði umræðunum. Að auki var samnorrænt pallborð og tók Bjarndís Helga þátt fyrir hönd Íslands. Hinsegin Íslendingar erlendis Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
„Íslenska sendinefndin hefur verið sýnileg og virk alla vikuna og gengur í dag stolt með öðrum norrænum sendiráðum í göngunni - sem fjölmennasta sendinefnd Norðurlandanna,“ segir í tilkynningu frá Helgu Haraldsdóttir, formanni Hinsegin daga, sem er meðal Íslendinganna sem sækja WorldPride í Washington í Bandaríkjunum. Viðburðurinn fer fram í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks í Bandaríkunum. Í tilkynningu Helgu kemur fram að bandrísk yfirvöld hafi ákveðið að loka Dunpont Circle garðinum yfir helgina en garðurinn er sögulgur samkomustaður LGBTQ+ samfélagsins í borginni. „Lokunin hefur verið túlkuð sem táknræn útilokun á helgri jörð samfélagsins á mikilvægum tíma.“ Pete Hegseth, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, tók einnig þá ákvörðun í vikunni að fjarlægja nafn Harvey Milk af herskipi bandaríska flotans. Milk var einn af fyrstu opinberlega samkynhneigðu kjörnu embættismönnum í Bandaríkjunum. „Þessi gjörningur hefur verið túlkaður sem afturför í viðurkenningu á framlagi hinsegin einstaklinga til bandarísks samfélags. Dreifa upplýsingum til aðstoðar ef einhver skyldi verða handtekinn Kjör Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu bakslagi í réttinum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Til að mynda hefur hann afturkallað tilskipun Joes Biden, fyrrverandi forseta, um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kynvitundar eða kynhneigðar. Þá lagði hann einnig niður fjölbreytnis-, jafnréttis- og aðgengisstefnur innan alríkisstofnanna. Samkvæmt umfjöllun BBC fer hátíðin í fyrsta sinn fram á lokuðu svæði og þurfa þeir sem sækja viðburðinn að fara í gegnum öryggisleit. Miðum líkt og þessum var dreift til þátttakenda göngunnar.Aðsend Þá er miðum líkt og sést hér á myndinni verið dreift í göngunni. „Lögmannafélag Bandaríkjanna í Washington D.C. býður upp á símaþjónustu allan sólarhringinn í fangelsum til að koma mótmælendum í samband við lögfræðinga til að kanna velferð þeirra sem eru í haldi,“ stendur á miðanum. Gefið er upp símanúmer sem þátttakendur í göngunni geta hringt í, ef þeir verða handteknir á meðan göngunni stendur. Þeir eru þá hvattir til að skrifa símanúmerið á líkama sinn og senda áfram á vini og vandamenn til að auðvelda leit skyldi einhver verða handtekinn. Þrátt fyrir herta öryggisgæslu go dreifingu á miðum segir Helga íslenska hópinn ekki hafa fundið fyrir neinu. Þau tóku hins vegar eftir mikill öryggisgæslu á svæðinu, eitthvað sem Íslendingar eru almennt ekki vanir. „Þetta var alveg yndislegt, ekkert sem að við fundum fyrir,“ segir hún. Íslendingar duglegir að taka þátt Íslendingar, sem eru eins og áður kom fram með fjölmennustu sendinefnd af Norðurlöndunum, hafa tekið virkan þátt í aðdraganda göngunnar. Til að mynda var haldið íslenskt pallborð undir yfirskriftinni „Working Together, Rising Together - íslenskt pallborð um réttindi kvenna og hinsegin fólks.“ Þar tók Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, þátt auk Helgu Haraldsdóttur og Bjarndísi Helgu Tómasdóttur, formanni Samtakanna 78. Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, stjórnaði umræðunum. Að auki var samnorrænt pallborð og tók Bjarndís Helga þátt fyrir hönd Íslands.
Hinsegin Íslendingar erlendis Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent