Sækja WorldPride í skugga bakslags í réttindum hinsegin fólks Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. júní 2025 22:25 Íslenska sendinefndin í Washington. Aðsend Fjölmennur hópur fulltrúa Íslands sótti WorldPride hátíðina í Bandaríkjunum sem fer fram um helgina. Gleðigangan fór fram í dag en hún var haldin í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks. „Íslenska sendinefndin hefur verið sýnileg og virk alla vikuna og gengur í dag stolt með öðrum norrænum sendiráðum í göngunni - sem fjölmennasta sendinefnd Norðurlandanna,“ segir í tilkynningu frá Helgu Haraldsdóttir, formanni Hinsegin daga, sem er meðal Íslendinganna sem sækja WorldPride í Washington í Bandaríkjunum. Viðburðurinn fer fram í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks í Bandaríkunum. Í tilkynningu Helgu kemur fram að bandrísk yfirvöld hafi ákveðið að loka Dunpont Circle garðinum yfir helgina en garðurinn er sögulgur samkomustaður LGBTQ+ samfélagsins í borginni. „Lokunin hefur verið túlkuð sem táknræn útilokun á helgri jörð samfélagsins á mikilvægum tíma.“ Pete Hegseth, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, tók einnig þá ákvörðun í vikunni að fjarlægja nafn Harvey Milk af herskipi bandaríska flotans. Milk var einn af fyrstu opinberlega samkynhneigðu kjörnu embættismönnum í Bandaríkjunum. „Þessi gjörningur hefur verið túlkaður sem afturför í viðurkenningu á framlagi hinsegin einstaklinga til bandarísks samfélags. Dreifa upplýsingum til aðstoðar ef einhver skyldi verða handtekinn Kjör Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu bakslagi í réttinum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Til að mynda hefur hann afturkallað tilskipun Joes Biden, fyrrverandi forseta, um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kynvitundar eða kynhneigðar. Þá lagði hann einnig niður fjölbreytnis-, jafnréttis- og aðgengisstefnur innan alríkisstofnanna. Samkvæmt umfjöllun BBC fer hátíðin í fyrsta sinn fram á lokuðu svæði og þurfa þeir sem sækja viðburðinn að fara í gegnum öryggisleit. Miðum líkt og þessum var dreift til þátttakenda göngunnar.Aðsend Þá er miðum líkt og sést hér á myndinni verið dreift í göngunni. „Lögmannafélag Bandaríkjanna í Washington D.C. býður upp á símaþjónustu allan sólarhringinn í fangelsum til að koma mótmælendum í samband við lögfræðinga til að kanna velferð þeirra sem eru í haldi,“ stendur á miðanum. Gefið er upp símanúmer sem þátttakendur í göngunni geta hringt í, ef þeir verða handteknir á meðan göngunni stendur. Þeir eru þá hvattir til að skrifa símanúmerið á líkama sinn og senda áfram á vini og vandamenn til að auðvelda leit skyldi einhver verða handtekinn. Þrátt fyrir herta öryggisgæslu go dreifingu á miðum segir Helga íslenska hópinn ekki hafa fundið fyrir neinu. Þau tóku hins vegar eftir mikill öryggisgæslu á svæðinu, eitthvað sem Íslendingar eru almennt ekki vanir. „Þetta var alveg yndislegt, ekkert sem að við fundum fyrir,“ segir hún. Íslendingar duglegir að taka þátt Íslendingar, sem eru eins og áður kom fram með fjölmennustu sendinefnd af Norðurlöndunum, hafa tekið virkan þátt í aðdraganda göngunnar. Til að mynda var haldið íslenskt pallborð undir yfirskriftinni „Working Together, Rising Together - íslenskt pallborð um réttindi kvenna og hinsegin fólks.“ Þar tók Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, þátt auk Helgu Haraldsdóttur og Bjarndísi Helgu Tómasdóttur, formanni Samtakanna 78. Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, stjórnaði umræðunum. Að auki var samnorrænt pallborð og tók Bjarndís Helga þátt fyrir hönd Íslands. Hinsegin Íslendingar erlendis Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
„Íslenska sendinefndin hefur verið sýnileg og virk alla vikuna og gengur í dag stolt með öðrum norrænum sendiráðum í göngunni - sem fjölmennasta sendinefnd Norðurlandanna,“ segir í tilkynningu frá Helgu Haraldsdóttir, formanni Hinsegin daga, sem er meðal Íslendinganna sem sækja WorldPride í Washington í Bandaríkjunum. Viðburðurinn fer fram í skugga bakslags réttinda hinsegin fólks í Bandaríkunum. Í tilkynningu Helgu kemur fram að bandrísk yfirvöld hafi ákveðið að loka Dunpont Circle garðinum yfir helgina en garðurinn er sögulgur samkomustaður LGBTQ+ samfélagsins í borginni. „Lokunin hefur verið túlkuð sem táknræn útilokun á helgri jörð samfélagsins á mikilvægum tíma.“ Pete Hegseth, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, tók einnig þá ákvörðun í vikunni að fjarlægja nafn Harvey Milk af herskipi bandaríska flotans. Milk var einn af fyrstu opinberlega samkynhneigðu kjörnu embættismönnum í Bandaríkjunum. „Þessi gjörningur hefur verið túlkaður sem afturför í viðurkenningu á framlagi hinsegin einstaklinga til bandarísks samfélags. Dreifa upplýsingum til aðstoðar ef einhver skyldi verða handtekinn Kjör Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna hefur valdið miklu bakslagi í réttinum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. Til að mynda hefur hann afturkallað tilskipun Joes Biden, fyrrverandi forseta, um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kynvitundar eða kynhneigðar. Þá lagði hann einnig niður fjölbreytnis-, jafnréttis- og aðgengisstefnur innan alríkisstofnanna. Samkvæmt umfjöllun BBC fer hátíðin í fyrsta sinn fram á lokuðu svæði og þurfa þeir sem sækja viðburðinn að fara í gegnum öryggisleit. Miðum líkt og þessum var dreift til þátttakenda göngunnar.Aðsend Þá er miðum líkt og sést hér á myndinni verið dreift í göngunni. „Lögmannafélag Bandaríkjanna í Washington D.C. býður upp á símaþjónustu allan sólarhringinn í fangelsum til að koma mótmælendum í samband við lögfræðinga til að kanna velferð þeirra sem eru í haldi,“ stendur á miðanum. Gefið er upp símanúmer sem þátttakendur í göngunni geta hringt í, ef þeir verða handteknir á meðan göngunni stendur. Þeir eru þá hvattir til að skrifa símanúmerið á líkama sinn og senda áfram á vini og vandamenn til að auðvelda leit skyldi einhver verða handtekinn. Þrátt fyrir herta öryggisgæslu go dreifingu á miðum segir Helga íslenska hópinn ekki hafa fundið fyrir neinu. Þau tóku hins vegar eftir mikill öryggisgæslu á svæðinu, eitthvað sem Íslendingar eru almennt ekki vanir. „Þetta var alveg yndislegt, ekkert sem að við fundum fyrir,“ segir hún. Íslendingar duglegir að taka þátt Íslendingar, sem eru eins og áður kom fram með fjölmennustu sendinefnd af Norðurlöndunum, hafa tekið virkan þátt í aðdraganda göngunnar. Til að mynda var haldið íslenskt pallborð undir yfirskriftinni „Working Together, Rising Together - íslenskt pallborð um réttindi kvenna og hinsegin fólks.“ Þar tók Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, þátt auk Helgu Haraldsdóttur og Bjarndísi Helgu Tómasdóttur, formanni Samtakanna 78. Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, stjórnaði umræðunum. Að auki var samnorrænt pallborð og tók Bjarndís Helga þátt fyrir hönd Íslands.
Hinsegin Íslendingar erlendis Bandaríkin Málefni trans fólks Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira