Engu slaufað Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 7. júní 2025 08:32 Þingmaður Framsóknarflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, fór mikinn í ræðustól Alþingis fyrr í vikunni með stórkarlalegum yfirlýsingum um að uppbyggingu verknámsskóla hafi nú verið „slaufað“, á vakt nýrrar ríkisstjórnar. Það er einfaldlega rangt. Frumvarpi til fjáraukalaga var dreift á Alþingi í vikunni og þar kemur skýrt fram, eins og hefur reyndar líka komið fram í máli Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra, að ekki er verið að slaufa neinum framkvæmdum sem varða verknámshús framhaldsskólanna eða draga úr því fé sem ráðstafað verður til þeirra verkefna sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Einungis er verið að hliðra fjárheimildum á milli ára, af þeirri ástæðu að fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki komnar á það stig að unnt sé að ráðstafa því fjármagni til verkefnanna, sem áður hafði verið ráðgert að setja í verkin strax á þessu ári. Fjármagnið er hins vegar og verður áfram til staðar og verkefnin halda áfram. Verknámshús munu rísa. Þetta ætti þingmaður Framsóknar að vita, enda eru tilfærslur fjármuna til fjárfestinga á milli ára eðlilegur hluti af stjórn ríkisfjármálanna. Stefán Vagn ætti að vera sérstaklega meðvitaður um þetta, enda var hann formaður fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili og sem slíkur innsti koppur í búri í fyrri ríkisstjórn, þegar mörg þessara verkefna voru kynnt og ákveðin. Hins vegar hafa verkin gengið hægar en vonir höfðu verið kveiktar um. Þáverandi ráðherra Framsóknarflokksins fór enda vítt og breitt um landið með penna á lofti og undirritaði viljayfirlýsingar um verkefnin, án þess að fjármunirnir sem til þeirra áttu að renna væru endilega tryggðir. Nú hefur ný verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hins vegar tekið við og mun vinna þessi verkefni af ábyrgð, með raunhæfum áætlunum og því fjármagni sem þarf til. Það er ekki ábyrg nálgun að skapa óvissu og vekja ótta með upphrópunum í þingsal um að verið sé að slaufa heilu verknámshúsunum. Í stað þess að gera það og veitast að mennta- og barnamálaráðherra í leiðinni ætti Stefán Vagn að líta í eigin barm og íhuga hvernig gekk hjá honum og öðrum í meirihluta fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili við að tryggja fé til þessarar uppbyggingar. Það var ekki gert í þeim mæli sem til þurfti, bara alls ekki, og það er ástæðan fyrir því að þessi verkefni eru ekki komin lengra á veg. En nú höldum við áfram, af ábyrgð og alvöru, að byggja upp verknám á Íslandi. Það er ein undirstaða atvinnulífs okkar til framtíðar sem þar liggur undir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrv. skólameistari verkmenntaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eydís Ásbjörnsdóttir Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins, Stefán Vagn Stefánsson, fór mikinn í ræðustól Alþingis fyrr í vikunni með stórkarlalegum yfirlýsingum um að uppbyggingu verknámsskóla hafi nú verið „slaufað“, á vakt nýrrar ríkisstjórnar. Það er einfaldlega rangt. Frumvarpi til fjáraukalaga var dreift á Alþingi í vikunni og þar kemur skýrt fram, eins og hefur reyndar líka komið fram í máli Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra, að ekki er verið að slaufa neinum framkvæmdum sem varða verknámshús framhaldsskólanna eða draga úr því fé sem ráðstafað verður til þeirra verkefna sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Einungis er verið að hliðra fjárheimildum á milli ára, af þeirri ástæðu að fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki komnar á það stig að unnt sé að ráðstafa því fjármagni til verkefnanna, sem áður hafði verið ráðgert að setja í verkin strax á þessu ári. Fjármagnið er hins vegar og verður áfram til staðar og verkefnin halda áfram. Verknámshús munu rísa. Þetta ætti þingmaður Framsóknar að vita, enda eru tilfærslur fjármuna til fjárfestinga á milli ára eðlilegur hluti af stjórn ríkisfjármálanna. Stefán Vagn ætti að vera sérstaklega meðvitaður um þetta, enda var hann formaður fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili og sem slíkur innsti koppur í búri í fyrri ríkisstjórn, þegar mörg þessara verkefna voru kynnt og ákveðin. Hins vegar hafa verkin gengið hægar en vonir höfðu verið kveiktar um. Þáverandi ráðherra Framsóknarflokksins fór enda vítt og breitt um landið með penna á lofti og undirritaði viljayfirlýsingar um verkefnin, án þess að fjármunirnir sem til þeirra áttu að renna væru endilega tryggðir. Nú hefur ný verkstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hins vegar tekið við og mun vinna þessi verkefni af ábyrgð, með raunhæfum áætlunum og því fjármagni sem þarf til. Það er ekki ábyrg nálgun að skapa óvissu og vekja ótta með upphrópunum í þingsal um að verið sé að slaufa heilu verknámshúsunum. Í stað þess að gera það og veitast að mennta- og barnamálaráðherra í leiðinni ætti Stefán Vagn að líta í eigin barm og íhuga hvernig gekk hjá honum og öðrum í meirihluta fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili við að tryggja fé til þessarar uppbyggingar. Það var ekki gert í þeim mæli sem til þurfti, bara alls ekki, og það er ástæðan fyrir því að þessi verkefni eru ekki komin lengra á veg. En nú höldum við áfram, af ábyrgð og alvöru, að byggja upp verknám á Íslandi. Það er ein undirstaða atvinnulífs okkar til framtíðar sem þar liggur undir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrv. skólameistari verkmenntaskóla
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun