Áhrif veiðigjalda ná út fyrir atvinnugreinina Ásgerður Kristín Gylfadóttir skrifar 5. júní 2025 11:30 Sjávarútvegur hefur verið lykilstoð í atvinnulífi Hornafjarðar í áratugi og gegnir þar ómetanlegu hlutverki í að tryggja stöðugleika, verðmætasköpun og búsetu. Með tilkomu hátækni, bættrar nýtingar og nýsköpunar, hefur greinin þróast hratt og skapað ný tækifæri. Sjávarútvegurinn stendur nú frammi fyrir áskorunum, ekki síst vegna fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Áforn ríkisstjórnarinnar hafa vakið áhyggjur, sérstaklega í minni samfélögum þar sem atvinnulífið byggir að stórum hluta á sjávarútvegi. Á Hornafirði skapar sjávarútvegurinn ekki aðeins bein störf við veiðar og vinnslu, heldur einnig fjölda afleiddra starfa í flutningum, þjónustu, viðhaldi og tækniþróun. Þessi störf eru mikilvægur burðarás í samfélaginu og gríðalega mikilvæg fyrir áframhaldandi uppbyggingu, þróun og búsetu í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur í umsögn sinni um frumvarpið skorað á stjórnvöld að: Fresta frekari afgreiðslu frumvarpsins þar til ítarlegt áhrifamat liggur fyrir. Tryggja raunverulegt samráð við sveitarfélög áður en ákvörðun er tekin. Innleiða breytingar í áföngum, ef af þeim verður, til að vernda byggðafestu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Í umsögn bæjarráðs kemur jafnframt fram að frumvarpið, í núverandi mynd, fullnægi hvorki kröfum um lög og góðar stjórnsýsluvenjur né stuðli að jafnvægi í byggðaþróun á Íslandi. Á Hornafirði er vilji til framtíðaruppbyggingar og nýsköpunar í sjávarútvegi, en slík þróun krefst öflugs samspils fyrirtækja, stjórnvalda og samfélagsins. Það er því brýnt að ákvarðanir sem snerta grunnstoðir atvinnulífs í sjávarbyggðum séu teknar af ábyrgð, með skýru samráði og markmiðum um jafnvægi og framtíðarhugsun. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarfélagið Hornafjörður Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur hefur verið lykilstoð í atvinnulífi Hornafjarðar í áratugi og gegnir þar ómetanlegu hlutverki í að tryggja stöðugleika, verðmætasköpun og búsetu. Með tilkomu hátækni, bættrar nýtingar og nýsköpunar, hefur greinin þróast hratt og skapað ný tækifæri. Sjávarútvegurinn stendur nú frammi fyrir áskorunum, ekki síst vegna fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda. Áforn ríkisstjórnarinnar hafa vakið áhyggjur, sérstaklega í minni samfélögum þar sem atvinnulífið byggir að stórum hluta á sjávarútvegi. Á Hornafirði skapar sjávarútvegurinn ekki aðeins bein störf við veiðar og vinnslu, heldur einnig fjölda afleiddra starfa í flutningum, þjónustu, viðhaldi og tækniþróun. Þessi störf eru mikilvægur burðarás í samfélaginu og gríðalega mikilvæg fyrir áframhaldandi uppbyggingu, þróun og búsetu í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið Hornafjörður hefur í umsögn sinni um frumvarpið skorað á stjórnvöld að: Fresta frekari afgreiðslu frumvarpsins þar til ítarlegt áhrifamat liggur fyrir. Tryggja raunverulegt samráð við sveitarfélög áður en ákvörðun er tekin. Innleiða breytingar í áföngum, ef af þeim verður, til að vernda byggðafestu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Í umsögn bæjarráðs kemur jafnframt fram að frumvarpið, í núverandi mynd, fullnægi hvorki kröfum um lög og góðar stjórnsýsluvenjur né stuðli að jafnvægi í byggðaþróun á Íslandi. Á Hornafirði er vilji til framtíðaruppbyggingar og nýsköpunar í sjávarútvegi, en slík þróun krefst öflugs samspils fyrirtækja, stjórnvalda og samfélagsins. Það er því brýnt að ákvarðanir sem snerta grunnstoðir atvinnulífs í sjávarbyggðum séu teknar af ábyrgð, með skýru samráði og markmiðum um jafnvægi og framtíðarhugsun. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar í Sveitarfélaginu Hornafirði.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun