Við stöndum með Anahitu og Elissu Valgerður Árnadóttir, Rósa Líf Darradóttir, Aldís Amah Hamilton, Þorgerður María Þorbjarnardóttir og Árni Finnsson skrifa 5. júní 2025 11:00 Við, undirrituð samtök, lýsum yfir stuðningi við Anahitu og Elissu, sem sæta nú ákæru vegna friðsamlegra mótmæla. Réttlætisbarátta hefur jafnan verið leidd af fólki með hugrekki til að mótmæla þegar valdakerfi voru úr takti við siðferðileg viðmið samtímans. Anahita og Elissa gerðu nákvæmlega það. Með því að klifra upp möstrin á Hval 8 og Hval 9 stóðu þær vörð um réttindi dýra og mikilvægi verndar á villtum dýrum. Sérstaklega hvölum sem eru lykiltegund í vistkerfi hafsins. Af einlægri umhyggju tóku þær afstöðu með náttúrunni og dýrunum. Linda Íris Emilsdóttir og Katrín Oddsdóttir, lögmenn Anahitu og Elissu telja að brotið hafi verið gegn grundvallarreglum um meðalhóf og jafnræði og að málið endurspegli refsistefnu sem grafi undan réttarríkinu. Lögmennirnir gagnrýna jafnframt ákæruatriðin, sérstaklega þar sem þeim sé ranglega gefið að sök að hafa „brotist niður í skip“ og benda einnig á að skipin hafi ekki ætlað að sigla þegar mótmælin áttu sér stað, sem geri ákærur vegna brota á siglingalögum enn óljósari. Í ljósi þess að tveggja ára málsmeðferð hefur verið Anahitu og Elissu þungbær teljum við rangt að þær sæti refsingu og krefjumst þess að málið verði látið niður falla. Að mótmæla er stjórnarskrárvarinn réttur okkar! Við undirrituð, stöndum með frelsi til að mótmæla. Velferð dýra og vernd náttúru stendur og fellur með þeim sem láta sig þau mál varða. Þess vegna er réttur almennings til að mótmæla með friðsamlegum hætti tryggður í stjórnarskrá. Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina - vernd hafsinsRósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð á ÍslandiAldís Amah Hamilton, formaður Samtaka grænkera á ÍslandiÞorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar - umhverfisverndarsamtaka ÍslandsÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Þorgerður María Þorbjarnardóttir Árni Finnsson Hvalveiðar Rósa Líf Darradóttir Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Við, undirrituð samtök, lýsum yfir stuðningi við Anahitu og Elissu, sem sæta nú ákæru vegna friðsamlegra mótmæla. Réttlætisbarátta hefur jafnan verið leidd af fólki með hugrekki til að mótmæla þegar valdakerfi voru úr takti við siðferðileg viðmið samtímans. Anahita og Elissa gerðu nákvæmlega það. Með því að klifra upp möstrin á Hval 8 og Hval 9 stóðu þær vörð um réttindi dýra og mikilvægi verndar á villtum dýrum. Sérstaklega hvölum sem eru lykiltegund í vistkerfi hafsins. Af einlægri umhyggju tóku þær afstöðu með náttúrunni og dýrunum. Linda Íris Emilsdóttir og Katrín Oddsdóttir, lögmenn Anahitu og Elissu telja að brotið hafi verið gegn grundvallarreglum um meðalhóf og jafnræði og að málið endurspegli refsistefnu sem grafi undan réttarríkinu. Lögmennirnir gagnrýna jafnframt ákæruatriðin, sérstaklega þar sem þeim sé ranglega gefið að sök að hafa „brotist niður í skip“ og benda einnig á að skipin hafi ekki ætlað að sigla þegar mótmælin áttu sér stað, sem geri ákærur vegna brota á siglingalögum enn óljósari. Í ljósi þess að tveggja ára málsmeðferð hefur verið Anahitu og Elissu þungbær teljum við rangt að þær sæti refsingu og krefjumst þess að málið verði látið niður falla. Að mótmæla er stjórnarskrárvarinn réttur okkar! Við undirrituð, stöndum með frelsi til að mótmæla. Velferð dýra og vernd náttúru stendur og fellur með þeim sem láta sig þau mál varða. Þess vegna er réttur almennings til að mótmæla með friðsamlegum hætti tryggður í stjórnarskrá. Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina - vernd hafsinsRósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð á ÍslandiAldís Amah Hamilton, formaður Samtaka grænkera á ÍslandiÞorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar - umhverfisverndarsamtaka ÍslandsÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar