Ríkið tekur – landsbyggðirnar fá minna Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar 4. júní 2025 21:00 Óvissa, sundurlyndi og uggur einkennir umræðuna um hækkun veiðigjalda. Þar sem hún mun hafa mest áhrif. Vilji ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er skýr um að gjöldin skuli hækka. Og um það virðist stór hluti þjóðarinnar sammála. Að í sameiginlega sjóði renni með beinum hætti aukin renta af fiskveiðiauðlindinni. En það hvernig þessum réttlætisskatti skal komið á er önnur saga. Markmiðið virðist vera að ná meira af þeim fyrirtækjum sem hafa það best og mest en stefnir í að hafa mest áhrif á þau fyrirtæki sem síst geta brugðist við á svo skömmum tíma. Tilraun til að jafna tekjumun sem mun leiða til aukinnar samþjöppunar og einhæfni, draga úr nýsköpun til skemmri tíma með alvarlegum afleiðingum á minni byggðarlög. Því hvaða fyrirtæki eða útgerðir eru líklegust til að geta keypt minni fyrirtæki eða útgerðir. Umræðan má ekki hverfast aðeins um þann stærsta og hinn minnsta heldur allt þar á milli. Raufarhöfn Skilningur á mikilvægi sjávarútvegs í mörgum sjávarplássum, líkt og Raufarhöfn, virðist vera takmarkaður hjá þeim ráða för. Enn síður um þau afleiddu störf sem styðja þessa mikilvægu atvinnugrein. Þar sem sjávarútvegur og fiskvinnsla er grunnurinn að öðru atvinnulífi. En mest öll þjónusta á Raufarhöfn er háð þessum eina stóra vinnustað í kaupstaðnum. Það eitt og sér er ekki eftirsótt ábyrgð að bera. Staðan er engu að síður þannig. Í frystihúsinu á Raufarhöfn, þessu nyrsta kauptúni sem lengst er frá þjónustumiðju ríkisins, starfa um 35 einstaklingar. Þeirri aðferðafræði sem nú er beitt, að keyra hækkun veiðigjalda í gegn skapar óvissu um þessi störf, um stærsta vinnustaðinn. Ekki hefur gengið vel að fá ríkisvaldið til að klára verkefni og fjárfesta í innviðum eins og Heimskautsgerði eða opinberum störfum. Því skyldi útgerðin gera það þegar herða skal ólina og auka skattbyrði fyrirtækja um 47%? Meiri gjöld → minni hagnaður → minna útsvar → minni fjárhagur sveitarfélaga. Þvert á tilgang frumvarpsins. Tekjur ríkisins munu hinsvegar aukast. Það er vel. Um 81% af skattspori sjávarútvegsins verður til utan höfuðborgarsvæðisins. Verði af óðahækkun ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur mun það skerða getu fyrirtækja til skamms tíma. Það veldur óvissu í hinum dreifðu byggðum. Þetta vita þingmenn landsbyggðanna hvar í flokki sem þeir standa og þau sem til þekkja. Leiðir til minna útsvars og lækkar tekjur sveitarfélaga. Það eru mögulega afleiðingar sem einhver telja ásættanlegar? Raufarhöfn. Eitt er að hafa sýn og markmið og annað að geta bent á gögn og útreikninga. Jú, markmiðið er skýrt og gott; að hækka veiðigjöld, að fólk telji sig fá meira í sameiginlega sjóði af auðlind í sinni eigu. En á kostnað hvers kæra Kristrún Frostadóttir? Heilu byggðalögin, sveitarfélögin og fólk víða um land spyr og fær ekki svör. Það skapar óvissu sem verður að eyða svo hægt sé að halda áfram með málið. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Sjávarútvegur Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Óvissa, sundurlyndi og uggur einkennir umræðuna um hækkun veiðigjalda. Þar sem hún mun hafa mest áhrif. Vilji ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur er skýr um að gjöldin skuli hækka. Og um það virðist stór hluti þjóðarinnar sammála. Að í sameiginlega sjóði renni með beinum hætti aukin renta af fiskveiðiauðlindinni. En það hvernig þessum réttlætisskatti skal komið á er önnur saga. Markmiðið virðist vera að ná meira af þeim fyrirtækjum sem hafa það best og mest en stefnir í að hafa mest áhrif á þau fyrirtæki sem síst geta brugðist við á svo skömmum tíma. Tilraun til að jafna tekjumun sem mun leiða til aukinnar samþjöppunar og einhæfni, draga úr nýsköpun til skemmri tíma með alvarlegum afleiðingum á minni byggðarlög. Því hvaða fyrirtæki eða útgerðir eru líklegust til að geta keypt minni fyrirtæki eða útgerðir. Umræðan má ekki hverfast aðeins um þann stærsta og hinn minnsta heldur allt þar á milli. Raufarhöfn Skilningur á mikilvægi sjávarútvegs í mörgum sjávarplássum, líkt og Raufarhöfn, virðist vera takmarkaður hjá þeim ráða för. Enn síður um þau afleiddu störf sem styðja þessa mikilvægu atvinnugrein. Þar sem sjávarútvegur og fiskvinnsla er grunnurinn að öðru atvinnulífi. En mest öll þjónusta á Raufarhöfn er háð þessum eina stóra vinnustað í kaupstaðnum. Það eitt og sér er ekki eftirsótt ábyrgð að bera. Staðan er engu að síður þannig. Í frystihúsinu á Raufarhöfn, þessu nyrsta kauptúni sem lengst er frá þjónustumiðju ríkisins, starfa um 35 einstaklingar. Þeirri aðferðafræði sem nú er beitt, að keyra hækkun veiðigjalda í gegn skapar óvissu um þessi störf, um stærsta vinnustaðinn. Ekki hefur gengið vel að fá ríkisvaldið til að klára verkefni og fjárfesta í innviðum eins og Heimskautsgerði eða opinberum störfum. Því skyldi útgerðin gera það þegar herða skal ólina og auka skattbyrði fyrirtækja um 47%? Meiri gjöld → minni hagnaður → minna útsvar → minni fjárhagur sveitarfélaga. Þvert á tilgang frumvarpsins. Tekjur ríkisins munu hinsvegar aukast. Það er vel. Um 81% af skattspori sjávarútvegsins verður til utan höfuðborgarsvæðisins. Verði af óðahækkun ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur mun það skerða getu fyrirtækja til skamms tíma. Það veldur óvissu í hinum dreifðu byggðum. Þetta vita þingmenn landsbyggðanna hvar í flokki sem þeir standa og þau sem til þekkja. Leiðir til minna útsvars og lækkar tekjur sveitarfélaga. Það eru mögulega afleiðingar sem einhver telja ásættanlegar? Raufarhöfn. Eitt er að hafa sýn og markmið og annað að geta bent á gögn og útreikninga. Jú, markmiðið er skýrt og gott; að hækka veiðigjöld, að fólk telji sig fá meira í sameiginlega sjóði af auðlind í sinni eigu. En á kostnað hvers kæra Kristrún Frostadóttir? Heilu byggðalögin, sveitarfélögin og fólk víða um land spyr og fær ekki svör. Það skapar óvissu sem verður að eyða svo hægt sé að halda áfram með málið. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Norðurþings
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar