Öryggismál að eiga reiðufé heima fyrir „ef í harðbakkann slær“ Magnús Jochum Pálsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. júní 2025 21:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að unnið sé að því að tryggja varaleiðir í greiðslumálum svo Íslendingar séu ekki háðir útlöndum. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir það öryggisatriði fyrir almenning að eiga reiðufé heima fyrir ef í harðbakkann slær. Hann segir ráðlegt að upphæðin dugi í það minnsta fyrir vikuinnkaupunum. Á síðustu árum hafa netárásir og netsvik farið vaxandi. Dæmi eru um slíkar árásir hafi haft það í för með sér að fólk hafi ekki getað notað greiðslukort sín. Á fundi í Seðlabankanum í dag var farið yfir hvernig bankinn hefur unnið að því að auka öryggi þegar kemur að greiðslumiðlun. En hún fer í dag fyrst og fremst fram með rafrænum hætti og að hluta til í gegnum útlönd. „Sem er ákveðin áhætta að við séum háðir því að það eru ákveðnir kaplar sem liggja til útlanda sem eru þá notaðir þegar er verið að framkvæma greiðslur og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að við höfum aðrar leiðir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Verið sé að vinna í öðrum greiðslulausnum sem eru ekki háðar útlöndum og verða þær vonandi tilbúnar fyrir áramótin. „Í rauninni að reyna að tryggja aukið öryggi í greiðslumiðlun. Tryggja það að fólk geti keypt hluti. Geti keypt sér nauðsynjar jafnvel þótt við lendum í sambandsleysi við útlönd eða rafmagnsleysi eða einhverju slíku.“ Vilja tryggja að ákveðnir aðilar taki við reiðufé Það þurfi þó líka að huga að varalausnum. Þær séu nokkrar en önnur Norðurlönd hafa til að mynda ráðlagt fólki að eiga lágmarksreiðufé á heimilum sínum. „Núna er litið á reiðufé sem öryggismál. Þetta er í rauninni ákvörðun sem við tókum strax eftir Úkraínustríðið að láta prenta peninga meðal annars til þess að tryggja það að við hefðum nægilegan forða af reiðufé inni í þessum banka. Við teljum að það sé alveg öryggismál að eiga eitthvert reiðufé heima til að hafa ef í harðbakkann slær. Ég myndi halda það að fólk ætti allavega að eiga reiðufé sem það telur að dugi fyrir einni viku í innkaupum,“ segir Ásgeir. Þróunin á síðustu árum hefur verið í þá átt að fólk borgar meira með kortum en peningum. „Við munum væntanlega reyna að tryggja það að allavega þeir aðilar sem eru með það sem við getum kallað nauðsynjavörur, matvörubúðir og apótek get nefnt sem dæmi, að þessir aðilar taki við reiðufé.“ Seðlabankinn Greiðslumiðlun Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Á síðustu árum hafa netárásir og netsvik farið vaxandi. Dæmi eru um slíkar árásir hafi haft það í för með sér að fólk hafi ekki getað notað greiðslukort sín. Á fundi í Seðlabankanum í dag var farið yfir hvernig bankinn hefur unnið að því að auka öryggi þegar kemur að greiðslumiðlun. En hún fer í dag fyrst og fremst fram með rafrænum hætti og að hluta til í gegnum útlönd. „Sem er ákveðin áhætta að við séum háðir því að það eru ákveðnir kaplar sem liggja til útlanda sem eru þá notaðir þegar er verið að framkvæma greiðslur og það er mjög mikilvægt fyrir okkur að við höfum aðrar leiðir,“ segir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. Verið sé að vinna í öðrum greiðslulausnum sem eru ekki háðar útlöndum og verða þær vonandi tilbúnar fyrir áramótin. „Í rauninni að reyna að tryggja aukið öryggi í greiðslumiðlun. Tryggja það að fólk geti keypt hluti. Geti keypt sér nauðsynjar jafnvel þótt við lendum í sambandsleysi við útlönd eða rafmagnsleysi eða einhverju slíku.“ Vilja tryggja að ákveðnir aðilar taki við reiðufé Það þurfi þó líka að huga að varalausnum. Þær séu nokkrar en önnur Norðurlönd hafa til að mynda ráðlagt fólki að eiga lágmarksreiðufé á heimilum sínum. „Núna er litið á reiðufé sem öryggismál. Þetta er í rauninni ákvörðun sem við tókum strax eftir Úkraínustríðið að láta prenta peninga meðal annars til þess að tryggja það að við hefðum nægilegan forða af reiðufé inni í þessum banka. Við teljum að það sé alveg öryggismál að eiga eitthvert reiðufé heima til að hafa ef í harðbakkann slær. Ég myndi halda það að fólk ætti allavega að eiga reiðufé sem það telur að dugi fyrir einni viku í innkaupum,“ segir Ásgeir. Þróunin á síðustu árum hefur verið í þá átt að fólk borgar meira með kortum en peningum. „Við munum væntanlega reyna að tryggja það að allavega þeir aðilar sem eru með það sem við getum kallað nauðsynjavörur, matvörubúðir og apótek get nefnt sem dæmi, að þessir aðilar taki við reiðufé.“
Seðlabankinn Greiðslumiðlun Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira