Snjallasta stefnubreyting Samfylkingarinnar Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar 4. júní 2025 17:01 Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Þingkona Samfylkingarinnar, skrifaði nýlega hvernig það færi fyrir brjóstið á henni að íslenski fáninn sé notaður af hópi fólks sem nýverið söfnaðist saman á Austurvelli til að berjast fyrir hertri útlendingalöggjöf. Fyrrverandi þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson lét svipuð orð falla. Burtséð frá því að íslenski fáninn er fáni allra íslendinga, sama hvaða afbökuðu skoðanir þeir kunna að hafa, þá velti ég því fyrir mér hvort að það hafi farið framhjá Ásu, á sínum tíma þegar Samfylkingin mældist með 30-plús prósent í skoðanakönnunum í fyrsta sinn í einn og hálfan áratug. Það var fyrir rúmlega einu ári síðan, minnir mig. Og það skeði skömmu eftir að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar lýsti því yfir að hún hyggðist skoða af mikilli alvöru að taka harðar á útlendingamálum. Samfylkingin fylgdi þarmeð fordæmi systurflokka sinna í Danmörku og Svíþjóð sem einnig hafa breitt um tón í útlendingamálum og sveigt inn á braut harðari nálgunnar, aukinna brottvísanna og aukins landamæraeftirlits. Og það var einmitt eftir þessi ummæli sem Samfylkingin, sem reyndar var þegar á mikilli uppleið í könnunum undir forystu Kristrúnar, sem að flokkurinn reif 30-prósenta múrinn í fyrsta sinn síðan fyrir Bankahrun. Enda ekki skrítið. Um veturinn 2024, kom út Maskínu-könnun sem leiddi í ljós að 60 prósent íslendinga töldu flóttamenn á Íslandi vera of marga og var það hæsta hlutfall sem að nokkru sinni hefur mælst hérlendis. Árið 2021 þótti það fréttnæmt þegar hlutfallið fór uppí 40 prósent í fyrsta sinn. Og Maskínu-könnununin árið 2024 var gerð áður en í ljós kom að helmingur allra þeirra sem setið höfðu í gæsluvarðhaldi árið 2024 hefðu verið erlendir ríkisborgarar. Ekki innflytjendur heldur erlendir ríkisborgarar. M.ö.o. einstaklingur af erlendum uppruna, en sem er orðinn íslendur ríkisborgari er ekki meðtalin. Þessi könnun var einnig gerð áður en holskelfa af neikvæðum fréttum úr leigubílabransanum þar sem að erlendir leigubílstjórar skall á þjóðfélagsumræðunni. Og einnig áður en byrjað var að fjalla um ofbeldismál í Breiðholtsskóla, svo að fátt eitt sé nefnt. M.ö.o. þetta voru sextíu prósent í gær en þessi tala á eftir að verða hærri næst þegar Maskína eða Gallup leggur þessa sömu könnun fyrir. Samfylkingin vann svo sætan sigur í alþingiskosningunum í nóvember. Í þeim sömu kosningum fékk Framsóknarflokkurinn sína verstu niðurstöðu í sögu flokksins, 7,8% fylgi og fimm þingmenn. Og það var eftir að formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson lýsti því yfir í kappræðum að flokkurinn talaði ekki fyrir hetri útlendingalöggjöf. Og í þessum sömu kosningum tóku þátt þrír aðrir flokkar sem allir líta á sjálfa sig sem kyndilbera fjölmenningarstefnu og málsvara flóttafólks. Vinstri Grænir og Píratar þurrkuðust útaf þingi og Sósíalistaflokkur Íslands náði engum mönnum inn þrátt fyrir að tefla fram afar vinsælum borgarfulltrúa.Það voru vissulega margar fleiri ástæður fyrir því að þessum flokkum gekk illa en höfundur ætlar sér ekki að breyta þessari grein í heila ritgerð. En staðreyndin er að Framsókn, VG, Píratar og Sósíalistar völdu óvinsælli kostinn þegar kemur að útlendingamálum. Greinahöfundur veit ekki hvað gæti mögulega verið þjóðlegra en að veifa þjóðarfána okkar fögru Ísafoldar einmitt þegar maður maður skorar á stjórnvöld til þess að standa sig í stykkinu við að framkvæma vilja meirihluta þjóðarinnar. Voru einhverjir af mótmælendum helgarinnar rasistar? Já, eflaust. Nokkrir þeirra voru greinilega talsmenn samsæriskenninga sem er, að mati höfundar, alveg jafn slæmt. En það breytir því ekki að þessir mótmælendur tala að vissu leyti fyrir vilja stórs hluta þjóðarinnar, vilja kannski ganga lengra en flestir, en í grunninn eru þeir á sama meiði og meirihluti þjóðarinnar; Flóttamenn sem koma til Íslands eru of margir og vandamálin tengd þeim eru orðin of mörg, of ofbeldisfull, of óþægileg. Það er mat höfundar, að frjálslynt fólk á vinstri vængnum vill helst beina athyglinni að rasismanum til þess að þurfa ekki að horfast í augu við að þeirra stefnumál í útlendingamálum hafa misheppnast harkalega. Erlent fólk sem hingað kemur inngildist verr og verr eftir því sem hlutfall þeirra meðal landsmanna fjölgar. Samfélagið verður ekki opnara og umburðarlyndara með auknum straumi flóttafólks heldur hefur tortryggni, rasismi, og óöryggi aukist. Svo að ekki sé minnst á glæpatíðnina. Einu sinni stökk maður í hvern þann leigubíl sem að hendi var næst. Núna eru konur byrjaðar að biðja sérstaklega sérstaklega um bíla með kvenbílstjórum. Það er í raun furðulegt að mótmælin hafi ekki verið stærri og að þau hafi ekki átt sér stað fyrr. Höfundur er framsóknarmaður, stoltur þjóðernissinni og rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Jóhann Frímann Arinbjarnarson Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Þingkona Samfylkingarinnar, skrifaði nýlega hvernig það færi fyrir brjóstið á henni að íslenski fáninn sé notaður af hópi fólks sem nýverið söfnaðist saman á Austurvelli til að berjast fyrir hertri útlendingalöggjöf. Fyrrverandi þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson lét svipuð orð falla. Burtséð frá því að íslenski fáninn er fáni allra íslendinga, sama hvaða afbökuðu skoðanir þeir kunna að hafa, þá velti ég því fyrir mér hvort að það hafi farið framhjá Ásu, á sínum tíma þegar Samfylkingin mældist með 30-plús prósent í skoðanakönnunum í fyrsta sinn í einn og hálfan áratug. Það var fyrir rúmlega einu ári síðan, minnir mig. Og það skeði skömmu eftir að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar lýsti því yfir að hún hyggðist skoða af mikilli alvöru að taka harðar á útlendingamálum. Samfylkingin fylgdi þarmeð fordæmi systurflokka sinna í Danmörku og Svíþjóð sem einnig hafa breitt um tón í útlendingamálum og sveigt inn á braut harðari nálgunnar, aukinna brottvísanna og aukins landamæraeftirlits. Og það var einmitt eftir þessi ummæli sem Samfylkingin, sem reyndar var þegar á mikilli uppleið í könnunum undir forystu Kristrúnar, sem að flokkurinn reif 30-prósenta múrinn í fyrsta sinn síðan fyrir Bankahrun. Enda ekki skrítið. Um veturinn 2024, kom út Maskínu-könnun sem leiddi í ljós að 60 prósent íslendinga töldu flóttamenn á Íslandi vera of marga og var það hæsta hlutfall sem að nokkru sinni hefur mælst hérlendis. Árið 2021 þótti það fréttnæmt þegar hlutfallið fór uppí 40 prósent í fyrsta sinn. Og Maskínu-könnununin árið 2024 var gerð áður en í ljós kom að helmingur allra þeirra sem setið höfðu í gæsluvarðhaldi árið 2024 hefðu verið erlendir ríkisborgarar. Ekki innflytjendur heldur erlendir ríkisborgarar. M.ö.o. einstaklingur af erlendum uppruna, en sem er orðinn íslendur ríkisborgari er ekki meðtalin. Þessi könnun var einnig gerð áður en holskelfa af neikvæðum fréttum úr leigubílabransanum þar sem að erlendir leigubílstjórar skall á þjóðfélagsumræðunni. Og einnig áður en byrjað var að fjalla um ofbeldismál í Breiðholtsskóla, svo að fátt eitt sé nefnt. M.ö.o. þetta voru sextíu prósent í gær en þessi tala á eftir að verða hærri næst þegar Maskína eða Gallup leggur þessa sömu könnun fyrir. Samfylkingin vann svo sætan sigur í alþingiskosningunum í nóvember. Í þeim sömu kosningum fékk Framsóknarflokkurinn sína verstu niðurstöðu í sögu flokksins, 7,8% fylgi og fimm þingmenn. Og það var eftir að formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson lýsti því yfir í kappræðum að flokkurinn talaði ekki fyrir hetri útlendingalöggjöf. Og í þessum sömu kosningum tóku þátt þrír aðrir flokkar sem allir líta á sjálfa sig sem kyndilbera fjölmenningarstefnu og málsvara flóttafólks. Vinstri Grænir og Píratar þurrkuðust útaf þingi og Sósíalistaflokkur Íslands náði engum mönnum inn þrátt fyrir að tefla fram afar vinsælum borgarfulltrúa.Það voru vissulega margar fleiri ástæður fyrir því að þessum flokkum gekk illa en höfundur ætlar sér ekki að breyta þessari grein í heila ritgerð. En staðreyndin er að Framsókn, VG, Píratar og Sósíalistar völdu óvinsælli kostinn þegar kemur að útlendingamálum. Greinahöfundur veit ekki hvað gæti mögulega verið þjóðlegra en að veifa þjóðarfána okkar fögru Ísafoldar einmitt þegar maður maður skorar á stjórnvöld til þess að standa sig í stykkinu við að framkvæma vilja meirihluta þjóðarinnar. Voru einhverjir af mótmælendum helgarinnar rasistar? Já, eflaust. Nokkrir þeirra voru greinilega talsmenn samsæriskenninga sem er, að mati höfundar, alveg jafn slæmt. En það breytir því ekki að þessir mótmælendur tala að vissu leyti fyrir vilja stórs hluta þjóðarinnar, vilja kannski ganga lengra en flestir, en í grunninn eru þeir á sama meiði og meirihluti þjóðarinnar; Flóttamenn sem koma til Íslands eru of margir og vandamálin tengd þeim eru orðin of mörg, of ofbeldisfull, of óþægileg. Það er mat höfundar, að frjálslynt fólk á vinstri vængnum vill helst beina athyglinni að rasismanum til þess að þurfa ekki að horfast í augu við að þeirra stefnumál í útlendingamálum hafa misheppnast harkalega. Erlent fólk sem hingað kemur inngildist verr og verr eftir því sem hlutfall þeirra meðal landsmanna fjölgar. Samfélagið verður ekki opnara og umburðarlyndara með auknum straumi flóttafólks heldur hefur tortryggni, rasismi, og óöryggi aukist. Svo að ekki sé minnst á glæpatíðnina. Einu sinni stökk maður í hvern þann leigubíl sem að hendi var næst. Núna eru konur byrjaðar að biðja sérstaklega sérstaklega um bíla með kvenbílstjórum. Það er í raun furðulegt að mótmælin hafi ekki verið stærri og að þau hafi ekki átt sér stað fyrr. Höfundur er framsóknarmaður, stoltur þjóðernissinni og rithöfundur
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun