Tvöfalt fleiri Parkinson-sjúklingar eftir fimmtán ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2025 15:31 Framlag Sjúkratrygginga Íslands til endurhæfingarstöðvar Parkinson-samtakanna nam 27 milljónum króna í fyrra en rekstrarkostnaður starfseminnar var 122 milljónir. Í nýrri skýrslu kemur fram að Íslendingar með Parkinson verði tvöfalt fleiri eftir fimmtán ár. Þá muni árlegur beinn kostnaður ríkisins vegna sjúkdómsins fara úr fimm milljörðum króna í tíu milljarða. Í skýrslunni „Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig“, sem Parkinson-samtökin fengu Ágúst Ólaf Ágústsson hagfræðing og lögfræðing til að vinna, er mælt með auknum framlögum til endurhæfingar þeirra sem greinast með Parkinson hér á landi. „Sífellt stærra hlutfall fólks fær Parkinson, þar á meðal yngra fólk, en orsakir aukningarinnar eru ekki þekktar. Lengri lífaldur þjóðarinnar veldur því að fleiri geta búist við því að fá sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni,“ segir í tilkynningu frá Parkinson-samtökunum. Í dag var skýrt frá því að Morten Harket, söngvari hljómsveitarinnar A-ha, hafi greinst með sjúkdóminn. Hann er 65 ára gamall. Framlag Sjúkratrygginga Íslands til endurhæfingarstöðvar Parkinson-samtakanna nam 27 milljónum króna í fyrra en rekstrarkostnaður starfseminnar var 122 milljónir. Þá hefur höfundur skýrslunnar reiknað út að beinn ábati ríkisins af starfi samtakanna sé um 400 milljónir króna á ári. Með auknum stuðningi megi spara stærri fjárhæðir og auka lífsgæði fjölda fólks. „Sannað er að endurhæfing heldur mjög aftur af einkennum Parkinson og dregur þannig úr þörf fólks fyrir dýra heilbrigðisþjónustu. Læknar, sem vitnað er til í skýrslunni, segja að heilbrigðiskerfið reiði sig mjög á Parkinsonsamtökin um þjónustu við þennan sístækkandi hóp. Ekki er boðið upp á endurhæfingu annars staðar, sambærilega þeirri sem veitt er í stöð samtakanna á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,“ segir í tilkynningu samtakanna. Forsvarsmenn Parkinsonsamtakanna gagnrýna hversu lágt framlag ríkisins er í ljósi þessa mikla ábata. Þá segja þau að áhyggjuefni sé ef fyrirhuguð heildarstefnumótun um endurhæfingu hér á landi tekur ekki mið af hagkvæmni þjónustu sjúkdómasamtaka. Parkinsonsamtökin eru ein nokkurra íslenskra sjúkdómasamtökum sem halda úti víðtækri þjónustu við félagsmenn sína og aðstandendur þeirra. „Það segir sig sjálft að fræðslu-, ráðgjafar- og endurhæfingarþjónusta sem veitt er af sjúkdómasamtökum er afar hagkvæm fyrir ríkið og tekur álagið af heilbrigðiskerfinu þar sem kostnaður við að þjónusta þessa sjúklinga er mun meiri. Endurhæfingarstöð Parkinsonsamtakanna er viðurkennd heilbrigðisstofnun sem starfar samkvæmt leyfi frá Landlæknisembættinu. Nú þegar sífellt fleiri greinast þá skiptir endurhæfing sem hægir á þróun sjúkdómsins og dregur úr einkennum æ meira máli. Okkar fólk er dýrir sjúklingar, hvort sem litið er til heilbrigðis- eða öldrunarþjónustu. Parkinson er ólæknandi sjúkdómur en með réttri meðferð aukast líkurnar á að fólk geti búið heima og verið virkt þrátt fyrir greininguna,“ segir Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parkinson-samtakanna.“ Skýrsluna má sjá að neðan (PDF). Tengd skjöl Parkinsonsamtokin_-_Heilbrigdisthjonusta_sem_borgar_sigPDF630KBSækja skjal Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Í skýrslunni „Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig“, sem Parkinson-samtökin fengu Ágúst Ólaf Ágústsson hagfræðing og lögfræðing til að vinna, er mælt með auknum framlögum til endurhæfingar þeirra sem greinast með Parkinson hér á landi. „Sífellt stærra hlutfall fólks fær Parkinson, þar á meðal yngra fólk, en orsakir aukningarinnar eru ekki þekktar. Lengri lífaldur þjóðarinnar veldur því að fleiri geta búist við því að fá sjúkdóminn einhvern tímann á ævinni,“ segir í tilkynningu frá Parkinson-samtökunum. Í dag var skýrt frá því að Morten Harket, söngvari hljómsveitarinnar A-ha, hafi greinst með sjúkdóminn. Hann er 65 ára gamall. Framlag Sjúkratrygginga Íslands til endurhæfingarstöðvar Parkinson-samtakanna nam 27 milljónum króna í fyrra en rekstrarkostnaður starfseminnar var 122 milljónir. Þá hefur höfundur skýrslunnar reiknað út að beinn ábati ríkisins af starfi samtakanna sé um 400 milljónir króna á ári. Með auknum stuðningi megi spara stærri fjárhæðir og auka lífsgæði fjölda fólks. „Sannað er að endurhæfing heldur mjög aftur af einkennum Parkinson og dregur þannig úr þörf fólks fyrir dýra heilbrigðisþjónustu. Læknar, sem vitnað er til í skýrslunni, segja að heilbrigðiskerfið reiði sig mjög á Parkinsonsamtökin um þjónustu við þennan sístækkandi hóp. Ekki er boðið upp á endurhæfingu annars staðar, sambærilega þeirri sem veitt er í stöð samtakanna á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,“ segir í tilkynningu samtakanna. Forsvarsmenn Parkinsonsamtakanna gagnrýna hversu lágt framlag ríkisins er í ljósi þessa mikla ábata. Þá segja þau að áhyggjuefni sé ef fyrirhuguð heildarstefnumótun um endurhæfingu hér á landi tekur ekki mið af hagkvæmni þjónustu sjúkdómasamtaka. Parkinsonsamtökin eru ein nokkurra íslenskra sjúkdómasamtökum sem halda úti víðtækri þjónustu við félagsmenn sína og aðstandendur þeirra. „Það segir sig sjálft að fræðslu-, ráðgjafar- og endurhæfingarþjónusta sem veitt er af sjúkdómasamtökum er afar hagkvæm fyrir ríkið og tekur álagið af heilbrigðiskerfinu þar sem kostnaður við að þjónusta þessa sjúklinga er mun meiri. Endurhæfingarstöð Parkinsonsamtakanna er viðurkennd heilbrigðisstofnun sem starfar samkvæmt leyfi frá Landlæknisembættinu. Nú þegar sífellt fleiri greinast þá skiptir endurhæfing sem hægir á þróun sjúkdómsins og dregur úr einkennum æ meira máli. Okkar fólk er dýrir sjúklingar, hvort sem litið er til heilbrigðis- eða öldrunarþjónustu. Parkinson er ólæknandi sjúkdómur en með réttri meðferð aukast líkurnar á að fólk geti búið heima og verið virkt þrátt fyrir greininguna,“ segir Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Parkinson-samtakanna.“ Skýrsluna má sjá að neðan (PDF). Tengd skjöl Parkinsonsamtokin_-_Heilbrigdisthjonusta_sem_borgar_sigPDF630KBSækja skjal
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira