Alveg gáttuð á framgöngu Víðis sem hafi brotið trúnað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2025 14:27 Sigríður Andersen gerði alvarlegar athugasemdir við framgöngu Víðis í máli Oscars Bocanegra. Vísir/Anton Brink Þingmaður Miðflokksins segist undrandi á framgöngu Víðis Reynissonar, sem hafði samband við Útlendingastofnun og sagði líklegt að Alþingi myndi veita hinum 17 ára Oscari Bocanegra ríkisborgararétt. Sigríður telur að Víðir hafi brotið trúnað við allsherjarnefnd, þar sem hann er formaður. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, gerði málefni allsherjar- og menntamálanefndar að umtalsefni sínu undir dagskrárlið um störf þingsins á Alþingi nú fyrir skömmu. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt, en meðal umsækjenda er hinn sautján ára gamli Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja Oscar úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupósts sem Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, sendi á forstjóra Útlendingastofnunar. Hann segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um að upplýsa forstjórann um að yfirgnæfandi líkur væru á að Oscar fengi ríkisborgararétt í meðferð þingsins á næstu vikum. Víðir á þó ekki sæti í undirnefndinni sjálfri. Varð undrandi við að sjá málið í fjölmiðlum Í ræðustól sagði Sigríður að alla jafna bærust hundruð umsókna um ríkisborgararétt til þingsins í hvert skipti og þriggja manna undirnefndin fjallaði um þær. „Það vakti þess vegna undrun mína að lesa um það í fjölmiðlum, bæði í gær og í dag, ummæli háttvirts formanns allsherjar- og menntamálanefndar Víðis Reynissonar, um málsmeðferðina og líklega afgreiðslu þessara mála í nefndri undirnefnd,“ sagði Sigríður. Víðir hafi fullyrt að „tiltekinn einstaklingur fengi líklega ríkisborgararétt“, en þar vísar Sigríður til Oscars. Spyr hvaðan Víðir sækir umboðið Þá reifaði Sigríður fréttaflutning af samskiptum Víðis við fulltrúa Útlendingastofnunar vegna þess sem hann hefði sagt líklega niðurstöðu málsins í þinginu. „Ég geri verulega athugasemd við þessa framgöngu formanns háttvirtrar allsherjar- og menntamálanefndar. Ég spyr auðvitað hvaðan hann hafi fengið umboð til þess að tjá sig með þessum hætti og hafa afskipti af lögmætum kæruferlum og lögmætri stjórnsýslu með þessum hætti,“ sagði Sigríður. „Og að mínu mati, virðulegur forseti, hefur háttvirtur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Víðir Reynisson, brotið trúnað við háttvirta allsherjar- og menntamálanefnd. Ekki bara undirnefnd þá sem ég nefndi hér í upphafi, heldur alla nefndina. Og ég tel ekki fara vel á því að svona framganga verði látin átölulaus hér á þinginu,“ sagði Sigríður. Hún er ekki ein um að hafa gagnrýnt málsmeðferðina, en samflokksmaður hennar Snorri Másson sagðist fyrr í dag gera verulegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis. Hann hafi með ákvörðun sinni haft pólitísk afskipti af málinu. Um það bókaði Snorri á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Alþingi Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, gerði málefni allsherjar- og menntamálanefndar að umtalsefni sínu undir dagskrárlið um störf þingsins á Alþingi nú fyrir skömmu. Undirnefnd þeirrar nefndar fjallar nú um umsóknir um ríkisborgararétt, en meðal umsækjenda er hinn sautján ára gamli Oscars Bocanegra frá Kólumbíu sem hefur dvalið hjá íslenskri fósturfjölskyldu. Til stóð að flytja Oscar úr landi í dag en því var frestað í ljósi tölvupósts sem Víðir Reynisson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og þingmaður Samfylkingarinnar, sendi á forstjóra Útlendingastofnunar. Hann segist hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um að upplýsa forstjórann um að yfirgnæfandi líkur væru á að Oscar fengi ríkisborgararétt í meðferð þingsins á næstu vikum. Víðir á þó ekki sæti í undirnefndinni sjálfri. Varð undrandi við að sjá málið í fjölmiðlum Í ræðustól sagði Sigríður að alla jafna bærust hundruð umsókna um ríkisborgararétt til þingsins í hvert skipti og þriggja manna undirnefndin fjallaði um þær. „Það vakti þess vegna undrun mína að lesa um það í fjölmiðlum, bæði í gær og í dag, ummæli háttvirts formanns allsherjar- og menntamálanefndar Víðis Reynissonar, um málsmeðferðina og líklega afgreiðslu þessara mála í nefndri undirnefnd,“ sagði Sigríður. Víðir hafi fullyrt að „tiltekinn einstaklingur fengi líklega ríkisborgararétt“, en þar vísar Sigríður til Oscars. Spyr hvaðan Víðir sækir umboðið Þá reifaði Sigríður fréttaflutning af samskiptum Víðis við fulltrúa Útlendingastofnunar vegna þess sem hann hefði sagt líklega niðurstöðu málsins í þinginu. „Ég geri verulega athugasemd við þessa framgöngu formanns háttvirtrar allsherjar- og menntamálanefndar. Ég spyr auðvitað hvaðan hann hafi fengið umboð til þess að tjá sig með þessum hætti og hafa afskipti af lögmætum kæruferlum og lögmætri stjórnsýslu með þessum hætti,“ sagði Sigríður. „Og að mínu mati, virðulegur forseti, hefur háttvirtur formaður allsherjar- og menntamálanefndar Víðir Reynisson, brotið trúnað við háttvirta allsherjar- og menntamálanefnd. Ekki bara undirnefnd þá sem ég nefndi hér í upphafi, heldur alla nefndina. Og ég tel ekki fara vel á því að svona framganga verði látin átölulaus hér á þinginu,“ sagði Sigríður. Hún er ekki ein um að hafa gagnrýnt málsmeðferðina, en samflokksmaður hennar Snorri Másson sagðist fyrr í dag gera verulegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis. Hann hafi með ákvörðun sinni haft pólitísk afskipti af málinu. Um það bókaði Snorri á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun.
Alþingi Mál Oscars frá Kólumbíu Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira