Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2025 06:32 Skjárinn var keyptur í nóvember 2022, en kaupandi tilkynnti ekki um galla fyrr en í október 2024. Getty Kaupandi sem keypti 129 þúsund króna tölvuskjá sem hann áleit gallaðan tveimur árum eftir kaupin vegna dauðs depils á skjánum, fær ekki nýjan tölvuskjá afhentan. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp á dögunum. Málið er rakið í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, þar sem fram kemur að tveir skjáir af ónefndri gerð hafi verið keyptir í nóvember 2022 á samtals 259 þúsund krónur, 129 þúsund hver. Skömmu eftir kaupin hafi kaupandi uppgötvað dauðan depil (e. pixel) á öðrum skjánum og því fengið nýjan afhentan frá seljanda. Taldi engan mun á tölvu- og sjónvarpsskjá Í október 2024, tæpum tveimur árum eftir kaupin, hafi kaupandinn uppgötvað sams konar depil á hinum skjánum. Hann hafi farið til seljandans og beðið um nýjan skjá þar sem um galla á ábyrgð seljandans væri að ræða. Kaupandinn hafi hafnað því. Í málinu ber kaupandinn fyrir sig að ef hann hefði keypt sjónvarp með annmarka sem þessum, sem hafi töluvert fleiri depla en tölvuskjár, væri það álitið galli. Hann sagðist ekki vita hver munurinn á tölvuskjá og sjónvarpsskjá væri og sagði að enginn myndi sætta sig við bilun af þessu tagi, hvort sem hún væri á tölvuskjá eða í sjónvarpi. Sér til varnar fjallar seljandinn um depla í tölvuskjám, sem annars vegar geta verið svartir punktar á tölvuskjám eða ljósir, og þeir síðarnefndu séu mun meira áberandi. Í þessu tilfelli sé depillinn á skjánum svartur punktur og því ekki jafn hvimleiður galli og ef um væri að ræða ljósan punkt. Seljandinn sagði engan skjáframleiðanda taka ábyrgð á einum svörtum undirdepli á skjá og því væri ekki forsvaranlegt að ætlast til þess að söluaðili beri ábyrgð á virkni allra depla á einum tölvuskjá. Lagði ekki fram ljósmynd til sönnunar Kærunefndin byggði ákvörðun sína á lögum um neytendakaup en ekki ábyrgðarskilmála framleiðanda skjásins þar sem óheimilt er að bera fyrir sig kjör sem eru neytanda óhagstæðari en leiðir af ákvæðum laganna. Engu að síður segir í 7. grein laganna að neytandi verði að sýna fram á að vara hafi verið haldin galla þegar hún var keypt. Kærunefndin óskaði eftir ljósmynd úr hendi kaupandans sem sýndi fram á gallann en kaupandinn varð ekki við þeirri ósk. Nefndin áleit því að kaupandinn hafði ekki lagt fram nægileg gögn til að sýna fram á að tölvuskjárinn hafi verði gallaður við kaupin. Þá lágu ekki fyrir nein gögn sem sannreyndu með skýrum hætti að hver orsök gallans væri. Þar af leiðandi hafnaði nefndin kröfu kaupandans um að fá nýjan skjá afhentan. Neytendur Úrskurðar- og kærunefndir Tækni Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Málið er rakið í úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, þar sem fram kemur að tveir skjáir af ónefndri gerð hafi verið keyptir í nóvember 2022 á samtals 259 þúsund krónur, 129 þúsund hver. Skömmu eftir kaupin hafi kaupandi uppgötvað dauðan depil (e. pixel) á öðrum skjánum og því fengið nýjan afhentan frá seljanda. Taldi engan mun á tölvu- og sjónvarpsskjá Í október 2024, tæpum tveimur árum eftir kaupin, hafi kaupandinn uppgötvað sams konar depil á hinum skjánum. Hann hafi farið til seljandans og beðið um nýjan skjá þar sem um galla á ábyrgð seljandans væri að ræða. Kaupandinn hafi hafnað því. Í málinu ber kaupandinn fyrir sig að ef hann hefði keypt sjónvarp með annmarka sem þessum, sem hafi töluvert fleiri depla en tölvuskjár, væri það álitið galli. Hann sagðist ekki vita hver munurinn á tölvuskjá og sjónvarpsskjá væri og sagði að enginn myndi sætta sig við bilun af þessu tagi, hvort sem hún væri á tölvuskjá eða í sjónvarpi. Sér til varnar fjallar seljandinn um depla í tölvuskjám, sem annars vegar geta verið svartir punktar á tölvuskjám eða ljósir, og þeir síðarnefndu séu mun meira áberandi. Í þessu tilfelli sé depillinn á skjánum svartur punktur og því ekki jafn hvimleiður galli og ef um væri að ræða ljósan punkt. Seljandinn sagði engan skjáframleiðanda taka ábyrgð á einum svörtum undirdepli á skjá og því væri ekki forsvaranlegt að ætlast til þess að söluaðili beri ábyrgð á virkni allra depla á einum tölvuskjá. Lagði ekki fram ljósmynd til sönnunar Kærunefndin byggði ákvörðun sína á lögum um neytendakaup en ekki ábyrgðarskilmála framleiðanda skjásins þar sem óheimilt er að bera fyrir sig kjör sem eru neytanda óhagstæðari en leiðir af ákvæðum laganna. Engu að síður segir í 7. grein laganna að neytandi verði að sýna fram á að vara hafi verið haldin galla þegar hún var keypt. Kærunefndin óskaði eftir ljósmynd úr hendi kaupandans sem sýndi fram á gallann en kaupandinn varð ekki við þeirri ósk. Nefndin áleit því að kaupandinn hafði ekki lagt fram nægileg gögn til að sýna fram á að tölvuskjárinn hafi verði gallaður við kaupin. Þá lágu ekki fyrir nein gögn sem sannreyndu með skýrum hætti að hver orsök gallans væri. Þar af leiðandi hafnaði nefndin kröfu kaupandans um að fá nýjan skjá afhentan.
Neytendur Úrskurðar- og kærunefndir Tækni Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent