Forstjórinn stígur fram Örn Pálsson skrifar 3. júní 2025 08:32 Það vakti athygli meðal félagsmanna í LS hversu frumvarp Hönnu Katrínar Friðrikssonar atvinnuvegaráðherra kveikti sjálfbærnibálið hjá Hafrannsóknastofnun. Forstjórinn sté fram og sagði í viðtali við Morgunblaðið 30. maí „nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra ekki vera í samræmi við þá aflareglu sem hafi verið í gildi síðastliðin ár. Hann telur jafnframt líklegt að breytingar ýti undir ósjálfbærar veiðar.“. Ekki góð skilaboð til ráðherrans sem staðráðinn er í að tryggja 48 daga til strandveiða. Að undanförnu hafa vonbrigði meðal sjómanna og útgerða aukist með hversu lítt hefur tekist að auka veiðiheimildir einstakra nytjastofna. Þorskurinn er þar gjarnan nefndur, þó margir álíti að meira hefði mátt veiða á undanförnum árum heldur en Hafró ráðlagði stjórnvöldum. Bágt ástand hans í byrjun níunda áratugar leiddi til þess fiskveiðistjórnarkerfis sem við búum við. Ráðist var í niðurskurð á leyfilegum afla í því skyni að byggja stofninn upp og auka í kjölfarið veiðiheimildir. Deilt er um hvernig til hefur tekist. Hver væri staðan ef niðurskurðarhnífnum hefði ekki verið beitt? Væri ástandið betra ef ekki hefði verið ákveðið að fylgja ráðgjöf stofnunarinnar sem byggir að mestu leyti á niðurstöðum árlegra mælinga af veiðum með botntrolli í mars? Veitt er á fyrirfram ákveðnum stöðum og vinna vísindamenn Hafrannsóknastofnunar úr aflanum. Til að gefa lesanda betri innsýn fylgir hér graf sem sýnir ráðgjöf Hafró og afla. Tímabilið spannar næstum yfir hálfa öld, frá 1976 til og með fiskveiðiárinu 2023/2024. Meðal þess sem þarna kemur fram: Ráðlagður heildarafli fór úr 450 þúsund tonnum árið 1982 niður í 200 þúsund tonn árið 1984. Aflinn var undir ráðgjöf fyrstu tvö ár þessara þriggja ára, en nokkuð yfir á einu. Tímabilið 1985 – 1990 var veitt hressilega umfram ráðgjöf án þess að Hafrannsóknastofnun sæi ástæðu til að draga mismuninn frá ári síðar Fiskveiðiárin 2008/2009 og 2009/2010 var einnig veitt umfram ráðgjöf og þá var ekki að sjá að það hefði áhrif. Hún hækkaði á þeim árum og árin á eftir. Eins og grafið ber með sér hefur tekist að stemma heildarafla við ráðgjöfina. Þegar tekin eru sl. 10 ár munar aðeins þremur prósentum sem aflinn er umfram ráðgjöf. Aflaregla miðast í stórum dráttum við að heildarafli sé fimmtungur af stærð veiðistofns. Meðaltal hans á þessum árum er rúmlega 1,1 milljón tonn, þannig að 225 þús. tonn væri því leyfilegt heildaraflamagn ár hvert. Þrjú prósentin, eins og verið hefur, hækka hlutfallið um 0,6% af árlegum veiðistofni á yfirstandandi ári. Þegar greinarhöfundur horfir til þessara talna útfrá viðbrögðum sem fram koma í upphafi greinarinnar, er hann ósammála að frumvarpið ýti undir ósjálfbærar veiðar. Aflareglu getur ríkisstjórnin breytt með einu pennastriki. Frumvarpið mun ekki á nokkurn hátt hafa áhrif á áframhaldandi „uppbyggingu“ þorskstofnsins. Atvinnuvegaráðherra er á engan hátt að ýta undir ósjálfbærar veiðar með því að tryggja 48 daga til strandveiða. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Strandveiðar Hafrannsóknastofnun Mest lesið Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það vakti athygli meðal félagsmanna í LS hversu frumvarp Hönnu Katrínar Friðrikssonar atvinnuvegaráðherra kveikti sjálfbærnibálið hjá Hafrannsóknastofnun. Forstjórinn sté fram og sagði í viðtali við Morgunblaðið 30. maí „nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra ekki vera í samræmi við þá aflareglu sem hafi verið í gildi síðastliðin ár. Hann telur jafnframt líklegt að breytingar ýti undir ósjálfbærar veiðar.“. Ekki góð skilaboð til ráðherrans sem staðráðinn er í að tryggja 48 daga til strandveiða. Að undanförnu hafa vonbrigði meðal sjómanna og útgerða aukist með hversu lítt hefur tekist að auka veiðiheimildir einstakra nytjastofna. Þorskurinn er þar gjarnan nefndur, þó margir álíti að meira hefði mátt veiða á undanförnum árum heldur en Hafró ráðlagði stjórnvöldum. Bágt ástand hans í byrjun níunda áratugar leiddi til þess fiskveiðistjórnarkerfis sem við búum við. Ráðist var í niðurskurð á leyfilegum afla í því skyni að byggja stofninn upp og auka í kjölfarið veiðiheimildir. Deilt er um hvernig til hefur tekist. Hver væri staðan ef niðurskurðarhnífnum hefði ekki verið beitt? Væri ástandið betra ef ekki hefði verið ákveðið að fylgja ráðgjöf stofnunarinnar sem byggir að mestu leyti á niðurstöðum árlegra mælinga af veiðum með botntrolli í mars? Veitt er á fyrirfram ákveðnum stöðum og vinna vísindamenn Hafrannsóknastofnunar úr aflanum. Til að gefa lesanda betri innsýn fylgir hér graf sem sýnir ráðgjöf Hafró og afla. Tímabilið spannar næstum yfir hálfa öld, frá 1976 til og með fiskveiðiárinu 2023/2024. Meðal þess sem þarna kemur fram: Ráðlagður heildarafli fór úr 450 þúsund tonnum árið 1982 niður í 200 þúsund tonn árið 1984. Aflinn var undir ráðgjöf fyrstu tvö ár þessara þriggja ára, en nokkuð yfir á einu. Tímabilið 1985 – 1990 var veitt hressilega umfram ráðgjöf án þess að Hafrannsóknastofnun sæi ástæðu til að draga mismuninn frá ári síðar Fiskveiðiárin 2008/2009 og 2009/2010 var einnig veitt umfram ráðgjöf og þá var ekki að sjá að það hefði áhrif. Hún hækkaði á þeim árum og árin á eftir. Eins og grafið ber með sér hefur tekist að stemma heildarafla við ráðgjöfina. Þegar tekin eru sl. 10 ár munar aðeins þremur prósentum sem aflinn er umfram ráðgjöf. Aflaregla miðast í stórum dráttum við að heildarafli sé fimmtungur af stærð veiðistofns. Meðaltal hans á þessum árum er rúmlega 1,1 milljón tonn, þannig að 225 þús. tonn væri því leyfilegt heildaraflamagn ár hvert. Þrjú prósentin, eins og verið hefur, hækka hlutfallið um 0,6% af árlegum veiðistofni á yfirstandandi ári. Þegar greinarhöfundur horfir til þessara talna útfrá viðbrögðum sem fram koma í upphafi greinarinnar, er hann ósammála að frumvarpið ýti undir ósjálfbærar veiðar. Aflareglu getur ríkisstjórnin breytt með einu pennastriki. Frumvarpið mun ekki á nokkurn hátt hafa áhrif á áframhaldandi „uppbyggingu“ þorskstofnsins. Atvinnuvegaráðherra er á engan hátt að ýta undir ósjálfbærar veiðar með því að tryggja 48 daga til strandveiða. Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar