Ef þetta er rétt – hvað er þá rangt? Anna Berg Samúelsdóttir skrifar 2. júní 2025 13:48 Þeir sem drepa dýr með því að berja þau til bana, drekkja þeim eða fanga þau í dýraboga þar sem þau limlest bíða dauðans – eru það ekki dýraníðingar? Og ef svo er, eru þeir þá „löglegir“ dýraníðingar? Í aðsendri grein Ole Anton Bieldtvedt, sem birtist á dv.is 1. júní sl., spyr hann: „Myndum við berja hvolpa til bana með lurk eða drekkja hundum?“ Góð spurning hjá Ole, í ljósi þess efnis sem hann fjallar um í greininni – veiðar á sel við strendur Íslands þar sem þeir eru m.a. barðir til dauða með lurk eða veiddir í net. Sem dýravinur furða ég mig á því að nokkur skynsemisvera geti talið slíkt siðferðilega réttlætanlegt. Að lög leyfi þetta er í sjálfu sér sláandi – en ekki einsdæmi, eins og póluð orðræða um hvalveiðar hefur sýnt síðustu ár. Réttlætingin – að mannfólk eigi rétt á að misþyrma dýrum í nafni gróða, atvinnu eða auðlindanýtingar – er átakanleg. Sú hugmynd að réttur mannsins vegi meira en líf og þjáning annarra skynvera, með tilfinningar og sál, er óhugnanleg. Hvaða einstaklingar geta unnið svona verk í atvinnuskyni eða í sportveiði? Er þetta fólkið sem knúsar hundinn sinn, elskar ömmu sína, leikur við börnin sín – en réttlætir svo þjáningu dýra í krafti „réttar mannsins til nytja“? Getum við virkilega haldið úti tvöföldum siðferðismörkum: sýnt ást og virðingu fyrir sumum dýrum en murkað lífið úr öðrum? Og ef það má berja seli til bana, drekkja þeim og veiða minka og refi í boga – hvers vegna ekki líka þá kindur, hunda eða hænur? Er sársauki selshvolps minni en hjá lambi? Ef við réttlætum þjáningu í þágu eigin hagsmuna, verðum við að spyrja okkur: Hvers konar siðmenntað samfélag teljum við okkur vera? Það er hættulegt þegar við förum að tala um „okkur og þau“ – mannfólkið annars vegar og svo náttúru og dýr hins vegar – eins og við séum ótengd. Náttúran er ekki auka hlutur. Hún er hluti af okkur, líf okkar fléttast saman við hana. Við getum ekki misst tengslin við hana án afleiðinga – siðferðislega, andlega eða líffræðilega. Þess vegna verðum við að gæta þess að aftengja okkur ekki frá náttúrunni og þeim lífverum sem deila þessari jörð með okkur. Þegar við gerum það, glötum við ekki aðeins umhyggju – heldur líka skilningi á uppruna okkar og tilvist. Höfundur er náttúru- og landfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem drepa dýr með því að berja þau til bana, drekkja þeim eða fanga þau í dýraboga þar sem þau limlest bíða dauðans – eru það ekki dýraníðingar? Og ef svo er, eru þeir þá „löglegir“ dýraníðingar? Í aðsendri grein Ole Anton Bieldtvedt, sem birtist á dv.is 1. júní sl., spyr hann: „Myndum við berja hvolpa til bana með lurk eða drekkja hundum?“ Góð spurning hjá Ole, í ljósi þess efnis sem hann fjallar um í greininni – veiðar á sel við strendur Íslands þar sem þeir eru m.a. barðir til dauða með lurk eða veiddir í net. Sem dýravinur furða ég mig á því að nokkur skynsemisvera geti talið slíkt siðferðilega réttlætanlegt. Að lög leyfi þetta er í sjálfu sér sláandi – en ekki einsdæmi, eins og póluð orðræða um hvalveiðar hefur sýnt síðustu ár. Réttlætingin – að mannfólk eigi rétt á að misþyrma dýrum í nafni gróða, atvinnu eða auðlindanýtingar – er átakanleg. Sú hugmynd að réttur mannsins vegi meira en líf og þjáning annarra skynvera, með tilfinningar og sál, er óhugnanleg. Hvaða einstaklingar geta unnið svona verk í atvinnuskyni eða í sportveiði? Er þetta fólkið sem knúsar hundinn sinn, elskar ömmu sína, leikur við börnin sín – en réttlætir svo þjáningu dýra í krafti „réttar mannsins til nytja“? Getum við virkilega haldið úti tvöföldum siðferðismörkum: sýnt ást og virðingu fyrir sumum dýrum en murkað lífið úr öðrum? Og ef það má berja seli til bana, drekkja þeim og veiða minka og refi í boga – hvers vegna ekki líka þá kindur, hunda eða hænur? Er sársauki selshvolps minni en hjá lambi? Ef við réttlætum þjáningu í þágu eigin hagsmuna, verðum við að spyrja okkur: Hvers konar siðmenntað samfélag teljum við okkur vera? Það er hættulegt þegar við förum að tala um „okkur og þau“ – mannfólkið annars vegar og svo náttúru og dýr hins vegar – eins og við séum ótengd. Náttúran er ekki auka hlutur. Hún er hluti af okkur, líf okkar fléttast saman við hana. Við getum ekki misst tengslin við hana án afleiðinga – siðferðislega, andlega eða líffræðilega. Þess vegna verðum við að gæta þess að aftengja okkur ekki frá náttúrunni og þeim lífverum sem deila þessari jörð með okkur. Þegar við gerum það, glötum við ekki aðeins umhyggju – heldur líka skilningi á uppruna okkar og tilvist. Höfundur er náttúru- og landfræðingur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun