Ef þetta er rétt – hvað er þá rangt? Anna Berg Samúelsdóttir skrifar 2. júní 2025 13:48 Þeir sem drepa dýr með því að berja þau til bana, drekkja þeim eða fanga þau í dýraboga þar sem þau limlest bíða dauðans – eru það ekki dýraníðingar? Og ef svo er, eru þeir þá „löglegir“ dýraníðingar? Í aðsendri grein Ole Anton Bieldtvedt, sem birtist á dv.is 1. júní sl., spyr hann: „Myndum við berja hvolpa til bana með lurk eða drekkja hundum?“ Góð spurning hjá Ole, í ljósi þess efnis sem hann fjallar um í greininni – veiðar á sel við strendur Íslands þar sem þeir eru m.a. barðir til dauða með lurk eða veiddir í net. Sem dýravinur furða ég mig á því að nokkur skynsemisvera geti talið slíkt siðferðilega réttlætanlegt. Að lög leyfi þetta er í sjálfu sér sláandi – en ekki einsdæmi, eins og póluð orðræða um hvalveiðar hefur sýnt síðustu ár. Réttlætingin – að mannfólk eigi rétt á að misþyrma dýrum í nafni gróða, atvinnu eða auðlindanýtingar – er átakanleg. Sú hugmynd að réttur mannsins vegi meira en líf og þjáning annarra skynvera, með tilfinningar og sál, er óhugnanleg. Hvaða einstaklingar geta unnið svona verk í atvinnuskyni eða í sportveiði? Er þetta fólkið sem knúsar hundinn sinn, elskar ömmu sína, leikur við börnin sín – en réttlætir svo þjáningu dýra í krafti „réttar mannsins til nytja“? Getum við virkilega haldið úti tvöföldum siðferðismörkum: sýnt ást og virðingu fyrir sumum dýrum en murkað lífið úr öðrum? Og ef það má berja seli til bana, drekkja þeim og veiða minka og refi í boga – hvers vegna ekki líka þá kindur, hunda eða hænur? Er sársauki selshvolps minni en hjá lambi? Ef við réttlætum þjáningu í þágu eigin hagsmuna, verðum við að spyrja okkur: Hvers konar siðmenntað samfélag teljum við okkur vera? Það er hættulegt þegar við förum að tala um „okkur og þau“ – mannfólkið annars vegar og svo náttúru og dýr hins vegar – eins og við séum ótengd. Náttúran er ekki auka hlutur. Hún er hluti af okkur, líf okkar fléttast saman við hana. Við getum ekki misst tengslin við hana án afleiðinga – siðferðislega, andlega eða líffræðilega. Þess vegna verðum við að gæta þess að aftengja okkur ekki frá náttúrunni og þeim lífverum sem deila þessari jörð með okkur. Þegar við gerum það, glötum við ekki aðeins umhyggju – heldur líka skilningi á uppruna okkar og tilvist. Höfundur er náttúru- og landfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Þeir sem drepa dýr með því að berja þau til bana, drekkja þeim eða fanga þau í dýraboga þar sem þau limlest bíða dauðans – eru það ekki dýraníðingar? Og ef svo er, eru þeir þá „löglegir“ dýraníðingar? Í aðsendri grein Ole Anton Bieldtvedt, sem birtist á dv.is 1. júní sl., spyr hann: „Myndum við berja hvolpa til bana með lurk eða drekkja hundum?“ Góð spurning hjá Ole, í ljósi þess efnis sem hann fjallar um í greininni – veiðar á sel við strendur Íslands þar sem þeir eru m.a. barðir til dauða með lurk eða veiddir í net. Sem dýravinur furða ég mig á því að nokkur skynsemisvera geti talið slíkt siðferðilega réttlætanlegt. Að lög leyfi þetta er í sjálfu sér sláandi – en ekki einsdæmi, eins og póluð orðræða um hvalveiðar hefur sýnt síðustu ár. Réttlætingin – að mannfólk eigi rétt á að misþyrma dýrum í nafni gróða, atvinnu eða auðlindanýtingar – er átakanleg. Sú hugmynd að réttur mannsins vegi meira en líf og þjáning annarra skynvera, með tilfinningar og sál, er óhugnanleg. Hvaða einstaklingar geta unnið svona verk í atvinnuskyni eða í sportveiði? Er þetta fólkið sem knúsar hundinn sinn, elskar ömmu sína, leikur við börnin sín – en réttlætir svo þjáningu dýra í krafti „réttar mannsins til nytja“? Getum við virkilega haldið úti tvöföldum siðferðismörkum: sýnt ást og virðingu fyrir sumum dýrum en murkað lífið úr öðrum? Og ef það má berja seli til bana, drekkja þeim og veiða minka og refi í boga – hvers vegna ekki líka þá kindur, hunda eða hænur? Er sársauki selshvolps minni en hjá lambi? Ef við réttlætum þjáningu í þágu eigin hagsmuna, verðum við að spyrja okkur: Hvers konar siðmenntað samfélag teljum við okkur vera? Það er hættulegt þegar við förum að tala um „okkur og þau“ – mannfólkið annars vegar og svo náttúru og dýr hins vegar – eins og við séum ótengd. Náttúran er ekki auka hlutur. Hún er hluti af okkur, líf okkar fléttast saman við hana. Við getum ekki misst tengslin við hana án afleiðinga – siðferðislega, andlega eða líffræðilega. Þess vegna verðum við að gæta þess að aftengja okkur ekki frá náttúrunni og þeim lífverum sem deila þessari jörð með okkur. Þegar við gerum það, glötum við ekki aðeins umhyggju – heldur líka skilningi á uppruna okkar og tilvist. Höfundur er náttúru- og landfræðingur.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar