Gagnsæi og traust á raforkumarkaði Einar S Einarsson skrifar 2. júní 2025 14:01 Um nauðsyn þess að afgreiða frumvarp um hátternisreglur í raforkuviðskiptum. Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp um breytingu á raforkulögum, sem fjallar um tilteknar hátternisreglum í raforkuviðskiptum. Verði frumvarpið að lögum mun það marka tímamót í þróun raforkumarkaðar á Íslandi þar sem innleiddar yrðu reglur um bann við markaðsmisnotkun og innherjasvikum, skyldu til birtingar innherjaupplýsinga og kröfur um skráningu markaðsaðila. Reglurnar eru að mörgu leyti sambærilegar við þær reglur sem þegar gilda á fjármálamörkuðum. Tilgangur lagabreytinga er að tryggja viðunandi leikreglur á markaði. Með aukinni markaðsvæðingu, m.a. með tilkomu viðskiptavettvanga á borð við Elmu og Vonarskarðs, hefur orðið til nýtt landslag sem krefst þess að settar séu skýrari leikreglur. Þá er í frumvarpinu einnig gert ráð fyrir því að Raforkueftirlitið fari með eftirlit með nýjum reglum. Skýrar leikreglur eru nauðsynlegar Fyrir um fimmtán árum innleiddi Evrópusambandið sambærilegar reglur á sínum raforkumarkaði með svokallaðri REMIT tilskipun, sem enn er til skoðunar hjá EES/EFTA ríkjunum. Þó að skipulagður raforkumarkaður sé tiltölulega nýr af nálinni hér á landi, er ekki hægt að líta fram hjá því að á Íslandi hefur verið raforkumarkaður í einhverri mynd í tuttugu ár. Þannig er ekki eingöngu tímabært að innleiða slíkar reglur hér á landi heldur er það nauðsynlegt til að tryggja traust markaðarins. Enginn vafi á því að samræming íslenskra laga við evrópskar kröfur styður við samkeppnishæfni Íslands. Fyrir almenna raforkunotendur skipta slíkar reglur höfuð máli. Án hátternisreglna og reglna um upplýsingagjöf, geta þátttakendur á markaði sem búa yfir betri upplýsingum en aðrir aðilar, hagnast á viðskiptum á kostnað annarra. Með skýrari reglum um upplýsingaskyldu og bann við innherjasvikum og markaðsmisnotkun er stuðlað að því raunveruleg staða endurspeglist í framboði og eftirspurn og verði raforkunnar. Jafn aðgangur að upplýsingum eykur einnig traust markaðsaðila og almennings á raforkumarkaðnum og dregur úr líkum á misnotkun. Fyrir starfsfólk orkufyrirtækja fela slíkar reglur í sér nýjar kröfur um háttsemi, verklag, skráningu upplýsinga og upplýsingagjöf, sem stuðlar að faglegri og ábyrgari starfsemi. Nauðsynlegt er að reglurnar séu skýrar og fyrirsjáanlegar og að gerðar séu leiðbeiningar en þannig veita reglurnar þeim sem eftir þeim starfa aukið öryggi og vissu við sín störf. Þannig minnkar áhættan á því gerð verði mistök, sem geta verið dýrkeypt fyrir fyrirtækin og starfsfólk persónulega. Markaðsreglur eru til bóta fyrir okkur öll Með skýrari reglum og eftirliti verður auðveldara að tryggja jafnræði milli aðila á markaði og koma í veg fyrir að smærri fyrirtæki verði undir í samkeppni. Hátternisreglur á raforkumarkaði eru því lykilverkfæri til að efla heilbrigðan og samkeppnishæfan raforkumarkað. Með samþykkt frumvarpsins yrði lagður grunnur að skýrari leikreglum sem verja hagsmuni almennings, stuðlað að virkum markaði og um leið yrði tekið mikil vægt skref í þeim tilgangi að efla traust um íslenska raforkukerfið og raforkumarkaðinn og er mikilvægur grunnur í að bæta samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er forstöðumaður Skrifstofu forstjóra Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Um nauðsyn þess að afgreiða frumvarp um hátternisreglur í raforkuviðskiptum. Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp um breytingu á raforkulögum, sem fjallar um tilteknar hátternisreglum í raforkuviðskiptum. Verði frumvarpið að lögum mun það marka tímamót í þróun raforkumarkaðar á Íslandi þar sem innleiddar yrðu reglur um bann við markaðsmisnotkun og innherjasvikum, skyldu til birtingar innherjaupplýsinga og kröfur um skráningu markaðsaðila. Reglurnar eru að mörgu leyti sambærilegar við þær reglur sem þegar gilda á fjármálamörkuðum. Tilgangur lagabreytinga er að tryggja viðunandi leikreglur á markaði. Með aukinni markaðsvæðingu, m.a. með tilkomu viðskiptavettvanga á borð við Elmu og Vonarskarðs, hefur orðið til nýtt landslag sem krefst þess að settar séu skýrari leikreglur. Þá er í frumvarpinu einnig gert ráð fyrir því að Raforkueftirlitið fari með eftirlit með nýjum reglum. Skýrar leikreglur eru nauðsynlegar Fyrir um fimmtán árum innleiddi Evrópusambandið sambærilegar reglur á sínum raforkumarkaði með svokallaðri REMIT tilskipun, sem enn er til skoðunar hjá EES/EFTA ríkjunum. Þó að skipulagður raforkumarkaður sé tiltölulega nýr af nálinni hér á landi, er ekki hægt að líta fram hjá því að á Íslandi hefur verið raforkumarkaður í einhverri mynd í tuttugu ár. Þannig er ekki eingöngu tímabært að innleiða slíkar reglur hér á landi heldur er það nauðsynlegt til að tryggja traust markaðarins. Enginn vafi á því að samræming íslenskra laga við evrópskar kröfur styður við samkeppnishæfni Íslands. Fyrir almenna raforkunotendur skipta slíkar reglur höfuð máli. Án hátternisreglna og reglna um upplýsingagjöf, geta þátttakendur á markaði sem búa yfir betri upplýsingum en aðrir aðilar, hagnast á viðskiptum á kostnað annarra. Með skýrari reglum um upplýsingaskyldu og bann við innherjasvikum og markaðsmisnotkun er stuðlað að því raunveruleg staða endurspeglist í framboði og eftirspurn og verði raforkunnar. Jafn aðgangur að upplýsingum eykur einnig traust markaðsaðila og almennings á raforkumarkaðnum og dregur úr líkum á misnotkun. Fyrir starfsfólk orkufyrirtækja fela slíkar reglur í sér nýjar kröfur um háttsemi, verklag, skráningu upplýsinga og upplýsingagjöf, sem stuðlar að faglegri og ábyrgari starfsemi. Nauðsynlegt er að reglurnar séu skýrar og fyrirsjáanlegar og að gerðar séu leiðbeiningar en þannig veita reglurnar þeim sem eftir þeim starfa aukið öryggi og vissu við sín störf. Þannig minnkar áhættan á því gerð verði mistök, sem geta verið dýrkeypt fyrir fyrirtækin og starfsfólk persónulega. Markaðsreglur eru til bóta fyrir okkur öll Með skýrari reglum og eftirliti verður auðveldara að tryggja jafnræði milli aðila á markaði og koma í veg fyrir að smærri fyrirtæki verði undir í samkeppni. Hátternisreglur á raforkumarkaði eru því lykilverkfæri til að efla heilbrigðan og samkeppnishæfan raforkumarkað. Með samþykkt frumvarpsins yrði lagður grunnur að skýrari leikreglum sem verja hagsmuni almennings, stuðlað að virkum markaði og um leið yrði tekið mikil vægt skref í þeim tilgangi að efla traust um íslenska raforkukerfið og raforkumarkaðinn og er mikilvægur grunnur í að bæta samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er forstöðumaður Skrifstofu forstjóra Landsnets.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar