Nikótínpúðar vinsælastir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 23:47 Vinsældir nikótínpúða fara vaxandi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Dagleg notkun nikótínpúða eykst meðal Íslendinga og eru þeir algengasta neysluform nikótíns. Hins vegar dregst jafnt og þétt úr reykingum sígaretta en eru þær vinsælastar meðal fólks eldra en 55 ára. Í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfi landlæknis, er gert ítarlega grein fyrir neyslu Íslendinga á nikótínvörum. Töluverðar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum, til að mynda fer einstaklingum sem reykja sígarettur fækkandi. „Nálgast Ísland óðum það markmið að ná tíðni daglegra reykinga niður fyrir 5%,“ stendur í fréttabréfinu. Tekið er sérstaklega fram að þrátt fyrir að dregið hafi úr reykingum fullorðinna reyki erlendir ríkisborgarar talsvert meira. Lögð er áhersla á að aðstoð við að hætta nota nikótín þurfi að vera sniðin að fólki af erlendum uppruna. Verðlag neftóbaks hafi áhrif á vinsældir nikótínpúða Á móti kemur hefur notkun nikótínpúða aukist gríðarlega og njóta þeir vinsælda hjá fólki yngri en 55 ára, þá helst hjá fólki á aldrinum átján til 34 ára. Karlar eru hins vegar mun líklegri til þess að nota nikótínpúða en konur. Vinsældir púðanna fara vaxandi. Í tölublaðinu kemur fram að líklegt sé að verðlag neftóbaks ýti undir vinsældir púðanna. „Líklegt er að vaxandi verðmunur á milli nikótínpúða og neftóbaks, sem hingað til hefur verið algengasta form tóbaks í vör, eigi stóran þátt í þeirri breytingu í neyslumynstri sem orðið hefur á síðustu árum ásamt stórauknu framboði á nikótínpúðum,“ segir í Talnabrunni. Lögð er fram sú tillaga að hækka álögur á nikótínpúðana þar sem hærra verðlag sé „ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr notkun, einkum meðal ungmenna.“ Nikótínpúðar Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Í nýjasta tölublaði Talnabrunns, fréttabréfi landlæknis, er gert ítarlega grein fyrir neyslu Íslendinga á nikótínvörum. Töluverðar breytingar hafi átt sér stað á síðustu árum, til að mynda fer einstaklingum sem reykja sígarettur fækkandi. „Nálgast Ísland óðum það markmið að ná tíðni daglegra reykinga niður fyrir 5%,“ stendur í fréttabréfinu. Tekið er sérstaklega fram að þrátt fyrir að dregið hafi úr reykingum fullorðinna reyki erlendir ríkisborgarar talsvert meira. Lögð er áhersla á að aðstoð við að hætta nota nikótín þurfi að vera sniðin að fólki af erlendum uppruna. Verðlag neftóbaks hafi áhrif á vinsældir nikótínpúða Á móti kemur hefur notkun nikótínpúða aukist gríðarlega og njóta þeir vinsælda hjá fólki yngri en 55 ára, þá helst hjá fólki á aldrinum átján til 34 ára. Karlar eru hins vegar mun líklegri til þess að nota nikótínpúða en konur. Vinsældir púðanna fara vaxandi. Í tölublaðinu kemur fram að líklegt sé að verðlag neftóbaks ýti undir vinsældir púðanna. „Líklegt er að vaxandi verðmunur á milli nikótínpúða og neftóbaks, sem hingað til hefur verið algengasta form tóbaks í vör, eigi stóran þátt í þeirri breytingu í neyslumynstri sem orðið hefur á síðustu árum ásamt stórauknu framboði á nikótínpúðum,“ segir í Talnabrunni. Lögð er fram sú tillaga að hækka álögur á nikótínpúðana þar sem hærra verðlag sé „ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr notkun, einkum meðal ungmenna.“
Nikótínpúðar Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira