Stefnir í metkjörsókn í pólsku forsetakosningunum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 14:31 Kona greiðir atkvæði í Varsjá í dag. Vísir/AP Seinni umferð forsetakosninganna í Póllandi fer fram í dag og stefnir í metkjörsókn í Póllandi. Sex kjörstaðir eru opnir á Íslandi. Þeir opnuðu klukkan sjö og eru opnir til klukkan 21 í kvöld. Kosið er á tveimur stöðum í Reykjavík, í Reykjanesbæ, Ísafirði, Akureyri og á Vík. Í kosningunum takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast í kosningum. Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Skoðanakannanir hafa undanfarna daga sýnt afar nauman mun á frambjóðendum. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, með eiginkonu sinni, Malgorzata, kusu í Sopot í Póllandi í dag. Vísir/EPA Kjörsókn meiri en í fyrri umferð og á sama tíma í síðustu kosningum Kjörsókn er samkvæmt pólska miðlinum Onet afar góð og var á hádegi 24,83 prósent. Í fréttinni segir að það sé fjórum prósentustigum meira en á sama tíma í fyrri umferð kosninganna en og 0,1 prósent meiri en í seinni umferð árið 2020. Kjörsókn í kosningunum 2020 var alls 68,18 prósent samkvæmt frétt Onet. Rafal Trzaskowski með eiginkonu sinni Malgorzata á kjörstað í Varsjá í dag. Vísir/EPA Í fréttinni segir að miðað við meðalkjörsókn síðustu kosninga hafi um einn þriðji verið búinn að greiða atkvæði um klukkan tólf og svo helmingur á milli 12 og 17 og restin hafi svo mætt um kvöld. Miðað við þann fjölda sem hafi þegar greitt atkvæði í dag megi búast við metkjörsókn, eða um 74 prósent. Í frétt Onet segir að kjörstjórn muni halda blaðamannafund síðdegis í dag um kjörsókn. Sé hún orðin 55 til 60 prósent á þeim tíma liggi fyrir að metkjörsókn verði í kosningunum. Karol Nawrocki fór á kjörstað í Varsjá með Mörtu, eiginkonu sinni, og börnunum þeirra tveimur, Daniel og Kasiu. Vísir/EPA Í umfjöllun Onet segir að töluverður munur sé á milli svæða. Besta kjörsóknin sé í Małopolskie héraði en hún sé einnig góð í kringum Nowy Sącz, Mazovia og í kringum Skierniewice og Piaseczno. Vestar í landinu sé kjörsóknin lægri og er í frétt Onet minnst á að þar hafi verið mikil rigning í morgun. Hægt er að fylgjast með kosningavakt Onet hér. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. 19. maí 2025 08:46 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Í kosningunum takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast í kosningum. Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Skoðanakannanir hafa undanfarna daga sýnt afar nauman mun á frambjóðendum. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, með eiginkonu sinni, Malgorzata, kusu í Sopot í Póllandi í dag. Vísir/EPA Kjörsókn meiri en í fyrri umferð og á sama tíma í síðustu kosningum Kjörsókn er samkvæmt pólska miðlinum Onet afar góð og var á hádegi 24,83 prósent. Í fréttinni segir að það sé fjórum prósentustigum meira en á sama tíma í fyrri umferð kosninganna en og 0,1 prósent meiri en í seinni umferð árið 2020. Kjörsókn í kosningunum 2020 var alls 68,18 prósent samkvæmt frétt Onet. Rafal Trzaskowski með eiginkonu sinni Malgorzata á kjörstað í Varsjá í dag. Vísir/EPA Í fréttinni segir að miðað við meðalkjörsókn síðustu kosninga hafi um einn þriðji verið búinn að greiða atkvæði um klukkan tólf og svo helmingur á milli 12 og 17 og restin hafi svo mætt um kvöld. Miðað við þann fjölda sem hafi þegar greitt atkvæði í dag megi búast við metkjörsókn, eða um 74 prósent. Í frétt Onet segir að kjörstjórn muni halda blaðamannafund síðdegis í dag um kjörsókn. Sé hún orðin 55 til 60 prósent á þeim tíma liggi fyrir að metkjörsókn verði í kosningunum. Karol Nawrocki fór á kjörstað í Varsjá með Mörtu, eiginkonu sinni, og börnunum þeirra tveimur, Daniel og Kasiu. Vísir/EPA Í umfjöllun Onet segir að töluverður munur sé á milli svæða. Besta kjörsóknin sé í Małopolskie héraði en hún sé einnig góð í kringum Nowy Sącz, Mazovia og í kringum Skierniewice og Piaseczno. Vestar í landinu sé kjörsóknin lægri og er í frétt Onet minnst á að þar hafi verið mikil rigning í morgun. Hægt er að fylgjast með kosningavakt Onet hér. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. 19. maí 2025 08:46 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. 19. maí 2025 08:46