Gengst við eftirlíkingunum: „Ég þekki ekki þessi lög og seldi þessar myndir ekki“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júní 2025 16:36 Í efra vinstra horninu má sjá þýsku myndlistarkonuna Isi Carolina og þar fyrir neðan má sjá verk hinnar íslensku Söndru Schmidt sem er hægra megin á myndinni. Instagram/ApolloArt Listakonan Sandra Ýr Schmidt hefur verið sökuð um að líkja eftir verkum þýskrar myndlistarkonu og selja sem sín eigin. Sandra viðurkennir að hafa líkt eftir verkunum en hafi ekki selt neitt þeirra þó eitt hafi verið til sölu á 400 þúsund krónur. Henni þykir miður að verið sé að eyðileggja feril hennar vegna lítilla mistaka. Þriðjudaginn 27. maí birtist nafnlaus færsla á Facebook-síðunni „Skapandi konur Íslands“ þar sem greint var frá íslenskum listamanni sem væri að stela listaverkum annars og selja sem sín eigin. Sá sem birti færsluna vildi ekki greina frá nafni hins meinta þjófs fyrr en hann væri búinn að ráðfæra sig við Myndstef, myndhöfundasjóð Íslands, og ræða við íslenska listamanninn. Á laugardag ákvað sá sem birti færsluna að nafngreina hinn grunaða eftir að hafa hvorki fengið svar frá Myndstefi né hinum meinta þjófi. Listamaðurinn væri Sandra Ýr Grétarsdóttir Schmidt sem gengur undir listamannsnafninu Sassy og selur verk sín á Facebook-síðu sinni, sassyart.is og apolloart.is. Hin þýska Isi Carolina með fimm verka sinna í bakgrunni.Instagram Erlendi listamaðurinn sem Sandra átti að hafa stolið af er hin þýska Luisa Carolina sem gengur undir nafninu Isi Carolina og málar mikið verk af málmkenndum bráðnandi konum. Maður þarf ekki nema að sjá verk listamannanna tveggja hlið við hlið til að sjá að þau eru nákvæmlega eins, eða í það minnsta að annað sé eftirlíking af hinu. Annað sem vekur athygli er að Sandra Ýr er fylgjandi Isi Carolina á Instagram. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á verkum þeirra tveggja. Vinstra megin er verk sem Sandra kláraði þann 7. mars 2025 og auglýsti á Facebook-síðu sinni. Hægra megin er verkið „Shades of Tomorrow“ sem Isi Carolina kláraði í janúar 2024. Eini greinanlegi munurinn á verkunum er stærð strigans og skyggingin í hornum verks Söndru. Verk Söndru Grétarsdóttur má sjá hér vinstra megin en verk Isi Carolina hægra megin. Annað dæmi er hér að neðan. Vinstra megin er verk Söndru sem er til sölu á ApolloArt fyrir 400 þúsund krónur og hægra megin er Isi Carolina með verk sitt frá apríl 2024. Ekki kemur fram hvenær Sandra málaði sitt verk en verkin heita það sama, „Self Love“. Eini greinanlegi munurinn er að málverk Söndru eru ívið dekkra en hitt. Málverk Söndru er vinstra megin en hægra megin er Isi Carolina með verk sitt.Apolloart/Instagram Vera Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna Myndstefs, hafði ekki heyrt af máli Söndru enda stödd úti í sveit. Hún segir höfundarréttarmál hins vegar reglulega koma á borð samtakanna en þau séu ætíð matskennd. „Myndlist er þess eðlis að hægt er að taka andagift eða innblástur úr verkum annarra. En þegar líkindin eru orðin þannig að það er beinlínis ruglingshætta og ekki hægt að greina verkin að þá er óhætt að segja að það sé á afar gráu svæði,“ sagði Vera í samtali við fréttastofu. Í gegnum tíðina hafa reglulega komið upp sambærileg mál í fjölmiðlum þar sem fólk er sakað um eftiröpun, eftirlíkingu eða fölsun. Eitt nýlegt er frá 2019 þegar Ingvar Þór Gylfason var sakaður um að líkja nákvæmlega eftir verkum annarra. Hafi ekki verið meðvituð um höfundarréttarlög Sandra Ýr svaraði þeim sem bar ásakanirnar fram í ummælum á „Skapandi konur Íslands“ og sagðist þar vera nýbyrjuð að prófa sig áfram með olíuliti og fundið myndir á Pinterest sem hún hafi málað eftir. „Ég er ekki lærð úr skóla og hef ekki verið að fela neitt að ég sé að teikna eftir myndum þegar ég posta þegar ég byrja að mála þær hvernig þetta fer fram,“ skrifaði Sandra í ummælunum. Sandra Ýr Schmidt hefur aðallega málað akrýlverk en segist nýlega hafa fengið olíuliti í gjöf. Þá sagðist hún aldrei hafa selt mynd fyrir 400 þúsund krónur eins og haldið hefði verið fram í umræðum í hópnum. Þó ber að taka fram að mynd hennar er til sölu á ApolloArt fyrir þá upphæð. „Þeir sem fengu þessar nákvæmu myndir er fólk sem er mér mjög mikilvægt og náið mér svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur að ég sé að taka þau illa,“ skrifaði Sandra jafnframt. Þá sagði hún að hún væri hætt að mála í þessum stíl, henni hafi fundist myndirnar fallegar og langað að prófa að mála þær. „Ég skal taka það á mig að ég vissi kannski ekki alveg með lög þar sem ég ekki er ekki búin að fara í neinn listaskóla heldur bara sjálf að kenna mér og reyna að koma mér áfram í þessu,“ skrifaði hún. Þá sagðist hún ekki skilja hvers vegna væri verið að stunda þessar nornaveiðar í hópnum. Hver mynd tæki hana á bilinu 80 til 100 klukkustundir að mála og henni þætti fólk gera lítið úr sér. „Hefði þótt það meira virðingarvert af þér að hafa samband við mig persónulega í stað þess að taka mig af lífi og gera lítið úr því sem ég hef gert,“ sagði Sandra að lokum í ummælunum. „Ég er ekki manneskja sem er vön að vera vond eða leiðinleg“ Fréttastofa reyndi að hringja í Söndru í gær og í morgun og náði loks tali af henni síðdegis í dag. Hún viðurkenndi að hafa líkt eftir myndunum en þykir sárt að skemma eigi fyrir ferli hennar vegna lítilla mistaka. „Ég er ekki lærð eða neitt svoleiðis og ég var bara að prófa mig sjálf heima. Mér finnst þetta ógeðslega sárt því allar myndir sem ég hef málað hafa ekki verið svona, ég hef alltaf verið að vinna með akrýl, Maðurinn minn gaf mér olíuliti í afmælisgjöf og ég var bara að prufa mig áfram og fann myndir af Pinterest,“ segir Sandra. „Ég þekki ekki þessi lög og seldi þessar myndir ekki inni á Apollo,“ bætir hún við. Þú varst samt með verk til sölu þar? „Ég var búin að biðja þá um að taka þetta út því ég vissi þetta ekki,“ segir Sandra og tekur fram að aðeins ein myndanna sem um ræðir hafi verið til sölu þar. „Þessar myndir fóru bara til vina okkar. Fjögur þeirra verka sem eru til sölu eftir Söndru Schmidt á ApolloArt. En þú varst samt markvisst að líkja eftir verkum þessarar þýsku konu? „Ég vissi ekkert hver þessi kona var, þetta var bara það sem ég fann á Pinterest,“ segir hún. Þú hélst þá bara að þetta væru myndir frekar en málverk? „Nei, ekkert þannig. Ég var bara að æfa mig heima, ég er ekkert lærð. Ég þekki ekki inn á þetta og maður er alltaf að læra og hleypur á veggi og annað,“ segir Sandra. Þú hlýtur samt að hafa vitað að það væri ekki vel séð að gera eftirlíkingar af verkum annarra? „Ég geri mér grein fyrir því en ég var ekkert að pæla í því. Það er ógeðslega sárt að það sé verið að eyðileggja allt sem ég hef gert á undan og eftir út af þessum þremur eða fjórum myndum sem voru ekki einu sinni seldar,“ segir hún. „Ég er ekki manneskja sem er vön að vera vond eða leiðinleg. Þetta er bara ég að dúlla mér úti í bílskúr heima,“ segir hún að lokum. Myndlist Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Þriðjudaginn 27. maí birtist nafnlaus færsla á Facebook-síðunni „Skapandi konur Íslands“ þar sem greint var frá íslenskum listamanni sem væri að stela listaverkum annars og selja sem sín eigin. Sá sem birti færsluna vildi ekki greina frá nafni hins meinta þjófs fyrr en hann væri búinn að ráðfæra sig við Myndstef, myndhöfundasjóð Íslands, og ræða við íslenska listamanninn. Á laugardag ákvað sá sem birti færsluna að nafngreina hinn grunaða eftir að hafa hvorki fengið svar frá Myndstefi né hinum meinta þjófi. Listamaðurinn væri Sandra Ýr Grétarsdóttir Schmidt sem gengur undir listamannsnafninu Sassy og selur verk sín á Facebook-síðu sinni, sassyart.is og apolloart.is. Hin þýska Isi Carolina með fimm verka sinna í bakgrunni.Instagram Erlendi listamaðurinn sem Sandra átti að hafa stolið af er hin þýska Luisa Carolina sem gengur undir nafninu Isi Carolina og málar mikið verk af málmkenndum bráðnandi konum. Maður þarf ekki nema að sjá verk listamannanna tveggja hlið við hlið til að sjá að þau eru nákvæmlega eins, eða í það minnsta að annað sé eftirlíking af hinu. Annað sem vekur athygli er að Sandra Ýr er fylgjandi Isi Carolina á Instagram. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á verkum þeirra tveggja. Vinstra megin er verk sem Sandra kláraði þann 7. mars 2025 og auglýsti á Facebook-síðu sinni. Hægra megin er verkið „Shades of Tomorrow“ sem Isi Carolina kláraði í janúar 2024. Eini greinanlegi munurinn á verkunum er stærð strigans og skyggingin í hornum verks Söndru. Verk Söndru Grétarsdóttur má sjá hér vinstra megin en verk Isi Carolina hægra megin. Annað dæmi er hér að neðan. Vinstra megin er verk Söndru sem er til sölu á ApolloArt fyrir 400 þúsund krónur og hægra megin er Isi Carolina með verk sitt frá apríl 2024. Ekki kemur fram hvenær Sandra málaði sitt verk en verkin heita það sama, „Self Love“. Eini greinanlegi munurinn er að málverk Söndru eru ívið dekkra en hitt. Málverk Söndru er vinstra megin en hægra megin er Isi Carolina með verk sitt.Apolloart/Instagram Vera Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri höfundarréttarsamtakanna Myndstefs, hafði ekki heyrt af máli Söndru enda stödd úti í sveit. Hún segir höfundarréttarmál hins vegar reglulega koma á borð samtakanna en þau séu ætíð matskennd. „Myndlist er þess eðlis að hægt er að taka andagift eða innblástur úr verkum annarra. En þegar líkindin eru orðin þannig að það er beinlínis ruglingshætta og ekki hægt að greina verkin að þá er óhætt að segja að það sé á afar gráu svæði,“ sagði Vera í samtali við fréttastofu. Í gegnum tíðina hafa reglulega komið upp sambærileg mál í fjölmiðlum þar sem fólk er sakað um eftiröpun, eftirlíkingu eða fölsun. Eitt nýlegt er frá 2019 þegar Ingvar Þór Gylfason var sakaður um að líkja nákvæmlega eftir verkum annarra. Hafi ekki verið meðvituð um höfundarréttarlög Sandra Ýr svaraði þeim sem bar ásakanirnar fram í ummælum á „Skapandi konur Íslands“ og sagðist þar vera nýbyrjuð að prófa sig áfram með olíuliti og fundið myndir á Pinterest sem hún hafi málað eftir. „Ég er ekki lærð úr skóla og hef ekki verið að fela neitt að ég sé að teikna eftir myndum þegar ég posta þegar ég byrja að mála þær hvernig þetta fer fram,“ skrifaði Sandra í ummælunum. Sandra Ýr Schmidt hefur aðallega málað akrýlverk en segist nýlega hafa fengið olíuliti í gjöf. Þá sagðist hún aldrei hafa selt mynd fyrir 400 þúsund krónur eins og haldið hefði verið fram í umræðum í hópnum. Þó ber að taka fram að mynd hennar er til sölu á ApolloArt fyrir þá upphæð. „Þeir sem fengu þessar nákvæmu myndir er fólk sem er mér mjög mikilvægt og náið mér svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur að ég sé að taka þau illa,“ skrifaði Sandra jafnframt. Þá sagði hún að hún væri hætt að mála í þessum stíl, henni hafi fundist myndirnar fallegar og langað að prófa að mála þær. „Ég skal taka það á mig að ég vissi kannski ekki alveg með lög þar sem ég ekki er ekki búin að fara í neinn listaskóla heldur bara sjálf að kenna mér og reyna að koma mér áfram í þessu,“ skrifaði hún. Þá sagðist hún ekki skilja hvers vegna væri verið að stunda þessar nornaveiðar í hópnum. Hver mynd tæki hana á bilinu 80 til 100 klukkustundir að mála og henni þætti fólk gera lítið úr sér. „Hefði þótt það meira virðingarvert af þér að hafa samband við mig persónulega í stað þess að taka mig af lífi og gera lítið úr því sem ég hef gert,“ sagði Sandra að lokum í ummælunum. „Ég er ekki manneskja sem er vön að vera vond eða leiðinleg“ Fréttastofa reyndi að hringja í Söndru í gær og í morgun og náði loks tali af henni síðdegis í dag. Hún viðurkenndi að hafa líkt eftir myndunum en þykir sárt að skemma eigi fyrir ferli hennar vegna lítilla mistaka. „Ég er ekki lærð eða neitt svoleiðis og ég var bara að prófa mig sjálf heima. Mér finnst þetta ógeðslega sárt því allar myndir sem ég hef málað hafa ekki verið svona, ég hef alltaf verið að vinna með akrýl, Maðurinn minn gaf mér olíuliti í afmælisgjöf og ég var bara að prufa mig áfram og fann myndir af Pinterest,“ segir Sandra. „Ég þekki ekki þessi lög og seldi þessar myndir ekki inni á Apollo,“ bætir hún við. Þú varst samt með verk til sölu þar? „Ég var búin að biðja þá um að taka þetta út því ég vissi þetta ekki,“ segir Sandra og tekur fram að aðeins ein myndanna sem um ræðir hafi verið til sölu þar. „Þessar myndir fóru bara til vina okkar. Fjögur þeirra verka sem eru til sölu eftir Söndru Schmidt á ApolloArt. En þú varst samt markvisst að líkja eftir verkum þessarar þýsku konu? „Ég vissi ekkert hver þessi kona var, þetta var bara það sem ég fann á Pinterest,“ segir hún. Þú hélst þá bara að þetta væru myndir frekar en málverk? „Nei, ekkert þannig. Ég var bara að æfa mig heima, ég er ekkert lærð. Ég þekki ekki inn á þetta og maður er alltaf að læra og hleypur á veggi og annað,“ segir Sandra. Þú hlýtur samt að hafa vitað að það væri ekki vel séð að gera eftirlíkingar af verkum annarra? „Ég geri mér grein fyrir því en ég var ekkert að pæla í því. Það er ógeðslega sárt að það sé verið að eyðileggja allt sem ég hef gert á undan og eftir út af þessum þremur eða fjórum myndum sem voru ekki einu sinni seldar,“ segir hún. „Ég er ekki manneskja sem er vön að vera vond eða leiðinleg. Þetta er bara ég að dúlla mér úti í bílskúr heima,“ segir hún að lokum.
Myndlist Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira