Um þrjátíu drepin í árás nærri dreifingarmiðstöð hjálpargagna Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 08:39 Hjálparsamtökum hefur ekki verið leyft að fara með nægilegt magn hjálpargagna inn á Gasa. Varað er við hungursneyð. Myndin er tekin 30. maí í Khan Yunis. Vísir/Getty Allt að þrjátíu voru drepin í árás Ísraelshers nærri dreifingarmiðstöð hjálpargagna í Rafah og tugir voru særð. Þúsundir höfðu safnast saman við dreifingarmiðstöðina þegar skriðdrekum Ísraelshers var ekið að henni og svo hafin skothríð. Á vef BBC er haft eftir Mohammed Ghareeb, blaðamanni í Rafah, að látin og særð hafi legið á jörðinni um langa hríð því viðbragðsaðilar hafi ekki getað nálgast svæðið. Í frétt Reuters um málið segir að dreifingarmiðstöðin sé rekin af Gaza Humanitarian Foundation (GHF) sé nýhafin starfsemi á Gasa og að hún sé studd af ísraelskum yfirvöldum og að stjórnendur í miðstöðinni aðstoði enga sem tengist mögulega Hamas. Um er að ræða aðra árásina á stuttum tíma við miðstöðina. Málið í skoðun Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum, IDF, um árásina kemur fram að þau séu ekki meðvituð um að fólk hafi særst í árás IDF við miðstöðina og að málið sé í skoðun. Árásir Ísraelshers á Gasa eru tíðar. Myndin er tekin í gær af árás sem átti sér stað í norðurhluta Gasa. Vísir/Getty Fjallað var um það í gær að Hamas liðar væru búnir að svara nýrri vopnahléstillögu að hluta. Tillagan var lögð fram af bandarískum embættismönnum og hefur verið samþykkt af ísraelskum stjórnvöldum. Í umfjöllun Reuters kemur fram að samkvæmt tillögunni sé gert ráð fyrir 60 daga vopnahléi, að tugum gísla verði sleppt á Gasa og rúmum þúsund palestínskum föngum í Ísrael auk þess sem gert er ráð fyrir því að hjálparstofnunum verði leyft að fara með hjálpargögn inn á Gasa. Þar hefur verið varað við hungursneyð vegna þess að ísraelsk yfirvöld hleypa þeim ekki inn með gögnin. Hamas svaraði svo tillögunni í gær og sagðist vilja varanlegt vopnahlé og að Ísraelsher yfirgefi Gasaströndin alfarið. Þá samþykkja þeir að sleppa tíu gíslum og afhenda lík 18 til viðbótar í stað lausn palestínskra fanga. Embættismenn í Bandaríkjunum og Ísrael hafa sagt þessa afstöðu Hamas óásættanlega og merki um afturför í viðræðum. Steve Witkoff, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt Hamas til að samþykkja tillöguna sem skref í áttina að varanlegu vopnahléi. Í frétt Guardian um málið segir að í kjölfarið hafi forsætisráðuneyti Ísrael sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýstu því að þau myndu halda aðgerðum sínum áfram á Gasa þar til öllum gíslum hefur verið skilað og Hamas útrýmt og er haft eftir ónefndum embættismanni að stjórnvöld álitu svo að með gagntilboði sínu væru Hamas að hafna tillögunni. Hörð átök hafa staðið nærri sleitulaust frá því í október 2023 þegar Hamas liðar drápu um 1.200 manns í Ísrael og tóku um 250 gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher drepið um 54 þúsund Palestínubúa, sært tugi þúsunda og handsamað þúsundir. Vopnahlé tók gildi fyrr á árinu en var rofið í mars. Frá þeim tíma hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum inn á svæðið og hafa allar helstu mannúðarstofnanir heims varað við hungursneyð á svæðinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Á vef BBC er haft eftir Mohammed Ghareeb, blaðamanni í Rafah, að látin og særð hafi legið á jörðinni um langa hríð því viðbragðsaðilar hafi ekki getað nálgast svæðið. Í frétt Reuters um málið segir að dreifingarmiðstöðin sé rekin af Gaza Humanitarian Foundation (GHF) sé nýhafin starfsemi á Gasa og að hún sé studd af ísraelskum yfirvöldum og að stjórnendur í miðstöðinni aðstoði enga sem tengist mögulega Hamas. Um er að ræða aðra árásina á stuttum tíma við miðstöðina. Málið í skoðun Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum, IDF, um árásina kemur fram að þau séu ekki meðvituð um að fólk hafi særst í árás IDF við miðstöðina og að málið sé í skoðun. Árásir Ísraelshers á Gasa eru tíðar. Myndin er tekin í gær af árás sem átti sér stað í norðurhluta Gasa. Vísir/Getty Fjallað var um það í gær að Hamas liðar væru búnir að svara nýrri vopnahléstillögu að hluta. Tillagan var lögð fram af bandarískum embættismönnum og hefur verið samþykkt af ísraelskum stjórnvöldum. Í umfjöllun Reuters kemur fram að samkvæmt tillögunni sé gert ráð fyrir 60 daga vopnahléi, að tugum gísla verði sleppt á Gasa og rúmum þúsund palestínskum föngum í Ísrael auk þess sem gert er ráð fyrir því að hjálparstofnunum verði leyft að fara með hjálpargögn inn á Gasa. Þar hefur verið varað við hungursneyð vegna þess að ísraelsk yfirvöld hleypa þeim ekki inn með gögnin. Hamas svaraði svo tillögunni í gær og sagðist vilja varanlegt vopnahlé og að Ísraelsher yfirgefi Gasaströndin alfarið. Þá samþykkja þeir að sleppa tíu gíslum og afhenda lík 18 til viðbótar í stað lausn palestínskra fanga. Embættismenn í Bandaríkjunum og Ísrael hafa sagt þessa afstöðu Hamas óásættanlega og merki um afturför í viðræðum. Steve Witkoff, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt Hamas til að samþykkja tillöguna sem skref í áttina að varanlegu vopnahléi. Í frétt Guardian um málið segir að í kjölfarið hafi forsætisráðuneyti Ísrael sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýstu því að þau myndu halda aðgerðum sínum áfram á Gasa þar til öllum gíslum hefur verið skilað og Hamas útrýmt og er haft eftir ónefndum embættismanni að stjórnvöld álitu svo að með gagntilboði sínu væru Hamas að hafna tillögunni. Hörð átök hafa staðið nærri sleitulaust frá því í október 2023 þegar Hamas liðar drápu um 1.200 manns í Ísrael og tóku um 250 gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher drepið um 54 þúsund Palestínubúa, sært tugi þúsunda og handsamað þúsundir. Vopnahlé tók gildi fyrr á árinu en var rofið í mars. Frá þeim tíma hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum inn á svæðið og hafa allar helstu mannúðarstofnanir heims varað við hungursneyð á svæðinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira